Elliði Snær skoraði sex mörk sem hjálpuðu heldur betur Gummersbach sem vann leikinn 32-30. Lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach sitja í 6. sæti deildarinnar með sex stig að loknum fimm leikjum.
Í Póllandi stóð Viktor Gísli Hallgrímsson vaktina í marki toppliðs Wisla Plock sem vann sjö marka sigur á Górnik Zabrze, lokatölur 27-20. Wisla er á toppi deildarinnar með fjóra sigra að loknum fjórum leikjum.
Fréttin hefur verið uppfærð.