Elvar Örn Jónsson var öflugur í liði Melsungen. Hann varð næst markahæstur sinna manna með sex mörk en hinn Íslendingurinn í herbúðum Melsungen, Arnar Freyr Arnarsson, var markalaus að þessu sinni.
Með sigrinum fór Melsungen á toppinn með tólf stig en í þéttum pakka í 2. - 6. sæti eru Burgsdorf, Füchse Berlín, Rhein-Neckar Löwen og Gummersbach öll með tíu stig, en Burgsdorf á leiktil góða á hin liðin.