„Verið að selja Gummersbach-treyjur á svarta markaðnum í Eyjum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. október 2024 12:31 Elliði Snær Viðarsson og félagar hans í Gummersbach eru klárir í slaginn gegn FH. stöð 2 Elliði Snær Viðarsson, leikmaður Gummersbach, hlakkar til leiksins gegn FH í Evrópudeildinni. Hann á von á því að þýska liðið fái góðan stuðning frá Eyjamönnum í kvöld og segir FH-inga verðuga andstæðinga. Boðið verður upp á sannkallaða handboltaveislu í Kaplakrika í dag en þá mæta Valur og Íslandsmeistarar FH tveimur Íslendingaliðum, Porto og Gummersbach, í Evrópudeildinni. Guðjón Valur Sigurðsson stýrir Gummersbach og Elliði leikur með liðinu. „Síðasta þriðjudag var fyrsti Evrópuleikurinn minn og að koma strax til Íslands er ótrúlega sérstakt og gaman og verðugt verkefni,“ sagði Elliði í samtali við Val Pál Eiríksson. Elliði hefur leikið með Gummersbach síðan 2020 og hefur tekið þátt í miklum uppgangi hjá liðinu. „Það er búið að vera markmiðið hjá mér persónulega að fara að komast í Evrópukeppni og það er frábært að ná því með liðinu sínu. Ég er að fara á fimmta tímabil með því og við stefndum alltaf á að komast í Evrópukeppnina. Það er búinn að vera ótrúlegur uppgangur hjá okkur síðustu ár og að við séum búin að ná þessu úr annarri deildinni á fjórum árum; ég get eiginlega ekki verið stoltari af liðinu og öllu í kringum það,“ sagði Elliði en Gummersbach vann Sävehof í fyrsta leik sínum í Evrópudeildinni. Ísrúntur á rútu Gummersbach kom til landsins í fyrradag og Guðjón Valur fór með liðið á heimaslóðir, í Neslaugina, og svo í ísbúð. „Liðið fór allt saman í Seltjarnarneslaugina í gærkvöldi [í fyrradag] og fengum okkur svo ís. Það var ný upplifun að fara á ísrúnt á rútu. Það var mjög skemmtilegt,“ sagði Elliði. „Það var langur dagur í gær [í fyrradag]. Í dag [í gær] reynir maður að hitta vini og ættingja en maður þarf líka að koma sér yfir á íslenska tímann svo maður verði ekki sofnaður þegar leikurinn byrjar. Hann er full seint á þýskum tíma, klukkan 22:30, en við hljótum að lifa það af.“ Taka á sig tveggja daga ferðalag Elliði og samherjar hans fá góðan stuðning frá sveitungum hans úr Vestmannaeyjum í leiknum í dag. „Það er verið að selja Gummersbach-treyjur á svarta markaðnum í Eyjum hef ég verið að heyra,“ sagði Elliði léttur. Elliði hefur átt stóran þátt í uppgangi Gummersbach síðustu ár.gummersbach „Það eru einhverjir Vestmannaeyingar á leiðinni og bara ágætis fjöldi held ég. Það er ótrúlega gaman hvað það eru margir tilbúnir að taka á sig tveggja daga ferðalag. Þú kemst ekki heim um kvöldið. Ég er ótrúlega þakklátur og stoltur af þeir vilji koma og horfa á Gummersbach og þessa handboltaveislu.“ Komu á óvart gegn Toulouse FH bíður Gummersbach í kvöld en Íslandsmeistararnir stóðu uppi í hárinu á Toulouse í fyrsta leik sínum í Evrópudeildinni, þrátt fyrir að vera án Arons Pálmarssonar. Elliði segir að Gummersbach taki verkefni kvöldsins mjög alvarlega. Klippa: Viðtal við Elliða „Það eru búin að vera mörg spurningarmerki, hverjir spila og hverjir ekki, en við gerum bara fastlega ráð fyrir því allir séu með og undirbúum okkur svoleiðis. Þetta er mjög verðugt verkefni,“ sagði Elliði. „Þeir komu mjög á óvart á móti þessu Toulouse-liði. Þeir hækkuðu sig sem lið og voru ótrúlega góðir á móti Toulouse þannig ég á von á að þeir verði fullmannaðir og mæti stemmdir og tilbúnir í alvöru tempóleik.“ Horfa má á viðtalið við Elliða í spilaranum hér fyrir ofan. Evrópudeild karla í handbolta FH Þýski handboltinn Mest lesið Mo Salah með skot á Carragher á samfélagsmiðlum Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Enski boltinn Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfubolti Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu Handbolti Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu Sport Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Fleiri fréttir Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Sjá meira
Boðið verður upp á sannkallaða handboltaveislu í Kaplakrika í dag en þá mæta Valur og Íslandsmeistarar FH tveimur Íslendingaliðum, Porto og Gummersbach, í Evrópudeildinni. Guðjón Valur Sigurðsson stýrir Gummersbach og Elliði leikur með liðinu. „Síðasta þriðjudag var fyrsti Evrópuleikurinn minn og að koma strax til Íslands er ótrúlega sérstakt og gaman og verðugt verkefni,“ sagði Elliði í samtali við Val Pál Eiríksson. Elliði hefur leikið með Gummersbach síðan 2020 og hefur tekið þátt í miklum uppgangi hjá liðinu. „Það er búið að vera markmiðið hjá mér persónulega að fara að komast í Evrópukeppni og það er frábært að ná því með liðinu sínu. Ég er að fara á fimmta tímabil með því og við stefndum alltaf á að komast í Evrópukeppnina. Það er búinn að vera ótrúlegur uppgangur hjá okkur síðustu ár og að við séum búin að ná þessu úr annarri deildinni á fjórum árum; ég get eiginlega ekki verið stoltari af liðinu og öllu í kringum það,“ sagði Elliði en Gummersbach vann Sävehof í fyrsta leik sínum í Evrópudeildinni. Ísrúntur á rútu Gummersbach kom til landsins í fyrradag og Guðjón Valur fór með liðið á heimaslóðir, í Neslaugina, og svo í ísbúð. „Liðið fór allt saman í Seltjarnarneslaugina í gærkvöldi [í fyrradag] og fengum okkur svo ís. Það var ný upplifun að fara á ísrúnt á rútu. Það var mjög skemmtilegt,“ sagði Elliði. „Það var langur dagur í gær [í fyrradag]. Í dag [í gær] reynir maður að hitta vini og ættingja en maður þarf líka að koma sér yfir á íslenska tímann svo maður verði ekki sofnaður þegar leikurinn byrjar. Hann er full seint á þýskum tíma, klukkan 22:30, en við hljótum að lifa það af.“ Taka á sig tveggja daga ferðalag Elliði og samherjar hans fá góðan stuðning frá sveitungum hans úr Vestmannaeyjum í leiknum í dag. „Það er verið að selja Gummersbach-treyjur á svarta markaðnum í Eyjum hef ég verið að heyra,“ sagði Elliði léttur. Elliði hefur átt stóran þátt í uppgangi Gummersbach síðustu ár.gummersbach „Það eru einhverjir Vestmannaeyingar á leiðinni og bara ágætis fjöldi held ég. Það er ótrúlega gaman hvað það eru margir tilbúnir að taka á sig tveggja daga ferðalag. Þú kemst ekki heim um kvöldið. Ég er ótrúlega þakklátur og stoltur af þeir vilji koma og horfa á Gummersbach og þessa handboltaveislu.“ Komu á óvart gegn Toulouse FH bíður Gummersbach í kvöld en Íslandsmeistararnir stóðu uppi í hárinu á Toulouse í fyrsta leik sínum í Evrópudeildinni, þrátt fyrir að vera án Arons Pálmarssonar. Elliði segir að Gummersbach taki verkefni kvöldsins mjög alvarlega. Klippa: Viðtal við Elliða „Það eru búin að vera mörg spurningarmerki, hverjir spila og hverjir ekki, en við gerum bara fastlega ráð fyrir því allir séu með og undirbúum okkur svoleiðis. Þetta er mjög verðugt verkefni,“ sagði Elliði. „Þeir komu mjög á óvart á móti þessu Toulouse-liði. Þeir hækkuðu sig sem lið og voru ótrúlega góðir á móti Toulouse þannig ég á von á að þeir verði fullmannaðir og mæti stemmdir og tilbúnir í alvöru tempóleik.“ Horfa má á viðtalið við Elliða í spilaranum hér fyrir ofan.
Evrópudeild karla í handbolta FH Þýski handboltinn Mest lesið Mo Salah með skot á Carragher á samfélagsmiðlum Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Enski boltinn Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfubolti Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu Handbolti Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu Sport Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Fleiri fréttir Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Sjá meira