Um land allt Áhugavert fyrsta rekstrarár eftir að hafa opnað hótel í upphafi faraldurs Hún var ferðamálastjóri í áratug áður en hún keypti aflagðan sveitaskóla nyrst í Skagafirði og breytti í hótel með ærnum kostnaði. Sama dag og Ólöf Ýrr Atladóttir og maður hennar opnuðu var hins vegar öllu skellt í lás vegna covid. Innlent 2.11.2022 22:55 Sauðfjárbændur í Fljótum treysta á vini og vandamenn við smölun Sauðfjárbændur í Fljótum segjast vera of fáir eftir til að ráða einir við að smala eitt erfiðasta fjallasvæði landsins á Tröllaskaga. Þeir treysta á hjálp vina og vandamanna við smalamennskuna, en einnig á geltandi dróna. Innlent 1.11.2022 17:57 Fljótabóndinn segir svínin vera gáfuðustu húsdýrin „Þetta eru bráðgáfuð kvikindi. Af húsdýrunum, þá eru svínin langgáfuðust. Það er svo auðvelt að kenna þeim allt,“ segir Jóhannes Ríkharðsson, bóndi á Brúnastöðum í Fljótum, en svínin eru meðal dýranna í húsdýragarðinum sem þar er rekinn samhliða sauðfjár- og geitabúi ásamt ferðaþjónustu. Lífið 31.10.2022 13:13 Kvartar ekki undan því að stelpurnar séu miklu fleiri í hestafræði á Hólum „Já, rektorinn er bóndinn á Hólum. Hann þarf að sjá til þess að það verði borið hér á tún, að það verði heyjað og hrossin rekin í afrétt, og náð í þau og réttað, og allt þetta sem þarf að gera,“ segir Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum. Lífið 30.10.2022 07:57 Hóladómkirkja talin geyma eldri gripi en áður var álitið Líkur eru taldar á að skírnarfontur Hóladómkirkju sé mun eldri en áður hefur verið talið og gæti verið sjöhundruð ára gamall og þar með elsti gripur kirkjunnar. Solveig Lára Guðmundsdóttir, fráfarandi Hólabiskup, veltir því upp hvort telja megi kirkjuna frá fjórtándu öld, miðað við elstu steinana í henni. Innlent 27.10.2022 21:41 Þjóðbraut liggi um Hjaltadal á ný með göngum undir Tröllaskaga Margir Norðlendingar sjá fyrir sér að jarðgöng undir Tröllaskaga verði til þess að Hólar í Hjaltadal endurheimti fyrri sess sem miðstöð Norðurlands. Innlent 24.10.2022 21:42 Helsta valdasetur fyrri alda er orðið höfuðból hestamennsku „Ég hef stundum sagt að mér finnist Norðlendingar svolítið kaþólskari í hugsun en Sunnlendingar,“ segir Solveig Lára Guðmundsdóttur, fráfarandi vígslubiskup á Hólum, þegar hún fræðir okkur um biskupssetrið og sögu biskupanna. Þannig haldi Norðlendingar mikið upp á Jón Arason og hafi reist turn Hóladómkirkju til minningar um síðasta kaþólska biskupinn fyrir siðaskipti. Innlent 24.10.2022 09:31 Stundar veðurhappdrætti með rekstri garðyrkjustöðvar „Þetta er náttúrlega veðurhappdrætti sem ég stunda. Ef það er rigningarvor þá er ég í vondum málum,“ segir garðyrkjufræðingurinn Anna Heiða Gunnarsdóttir á Reyðarfirði. Innlent 23.10.2022 12:40 Austfirðir væru ekki það sem þeir eru í dag hefði álverið ekki komið Dagurinn sem breytti öllu á Reyðarfirði var 15. mars árið 2003 þegar samningar voru undirritaðir um smíði álvers Alcoa. Þetta austfirska sjávarþorp, sem áður hét Búðareyri, stökkbreyttist í iðnaðarbæ og íbúafjöldinn meira en tvöfaldaðist. Fimmtán ár eru um þessar mundir frá því rekstur þess hófst. Innlent 22.10.2022 07:27 Tveir bleikjustofnar taldir bestir til að þróa áfram sem eldisfisk Eftir áratugarannsóknir á bleikjustofnum Íslands hefur kynbótastöðin á Hólum komist að þeirri niðurstöðu að tveir stofnar teljist bestir til fiskeldis. Annar kemur úr vatni á Norðurlandi en hinn úr vatnasvæði á Suðurlandi. Innlent 19.10.2022 22:52 Spurt hversvegna Reyðfirðingar eru svona öflugir glímukappar Reyðfirðingar státa af fræknustu glímuköppum landsins um þessar mundir og eiga bæði glímukóng og glímudrottningu Íslands. Við könnum hverju þetta sætir og skorum svo sjálfan glímukónginn á hólm. Lífið 17.10.2022 22:11 Þegar Reyðfirðingar fengu lyftublokkir og hringtorg Dagurinn sem breytti öllu á Reyðarfirði var 15. mars árið 2003 þegar samningar voru undirritaðir um smíði álvers Alcoa. Þetta austfirska sjávarþorp, sem áður hét Búðareyri, stökkbreyttist á skömmum tíma í iðnaðarbæ og íbúafjöldinn meira en tvöfaldaðist. Lífið 16.10.2022 14:53 Haganesvík langt frá því að vera eitthvert Disneyland Líf hefur færst á ný í eyðiþorpið Haganesvík í Fljótum. Bandaríska lúxushótelið að Deplum breytti gömlu verslunarhúsi í hljóðupptökuver og gömlu sláturhúsi í íþróttasal - allt fyrir efnaða ferðamenn til að stytta sér stundir. Innlent 12.10.2022 22:22 Sniðglíma á lofti reynd til að fella glímukóng Íslands Enginn bær á Íslandi státar af öflugri glímuköppum um þessar mundir en Reyðarfjörður. Glímukóngur Íslands, Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, handhafi Grettisbeltisins, og glímudrottning Íslands, Kristín Embla Guðjónsdóttir, handhafi Freyjumensins, eru bæði Reyðfirðingar. Lífið 9.10.2022 07:07 Þurfa að kunna íslensku til að komast í hestafræði á Hólum Um fjörutíu prósent nemenda sem komast að í hestafræði við Háskólann á Hólum eru útlendingar, og það þrátt fyrir að það sé inntökuskilyrði að geta talað íslensku. Rektor segir skólann útskrifa að minnsta kosti tíu sendiherra á hverju vori. Innlent 1.10.2022 22:11 Segir kórkápu biskups algjört listaverk og þvílíkan heiður að fá að bera hana Forláta biskupskápa Hólastiftis, eftirgerð kórkápu Jóns Arasonar, hefur núna skipt um herðar, með vígslu nýs Hólabiskups. Solveig Lára Guðmundsdóttir, fráfarandi vígslubiskup, segir það hafa verið mikinn heiður að fá að bera kórkápuna enda sé hún algjört listaverk. Innlent 21.9.2022 22:11 Nemendur flykkjast heim að Hólum að læra fiskeldi Sprenging hefur orðið í fjölda nemenda í fiskeldisnámi við Háskólann á Hólum og stunda núna um áttatíu manns nám í faginu. Samtímis fer þar fram rannsóknar- og kynbótastarf í fiskeldi. Innlent 20.9.2022 23:13 Stíflan sem sökkti heilum dal og eyddi sjö bæjum telst afturkræf Heilum dal var sökkt og sjö sveitabæir fóru í eyði með Skeiðsfossvirkjun sem reist var til að rafvæða Siglufjörð. Stöðvarstjórinn, sem brátt lætur af störfum eftir yfir fjörutíu ára starf við virkjunina, segir að svona yrði örugglega ekki gert í dag. Innlent 15.9.2022 22:11 Veiðiferð vísindamanna skilar vænum fiskafla úr Elliðavatni Fiskstofnar í Elliðavatni dafna vel, samkvæmt árlegri úttekt vísindamanna, sem fengu hátt í þrjúhundruð væna silunga í net sín á einum sólarhring. Bleikju hefur þó fækkað, en sama þróun sést víðar á landinu, og er talin geta tengst hnattrænni hlýnun. Innlent 14.9.2022 21:42 Rækta eitt óvenjulegasta afbrigði íslenska hestsins Litförótt heitir eitt óvenjulegasta litaafbrigði íslenska hestsins en í því felst að hesturinn skiptir litum fjórum sinnum á ári. Litaafbrigðið var talið í hættu á að deyja út þegar hrossabændur hófu að reyna að bjarga því. Innlent 11.9.2022 07:57 Sameinast um að fægja og lífga upp á falda perlu á Blönduósi Sveitarstjórn Húnabyggðar og fyrirtækið Info Capital hafa undirritað viljayfirlýsingu um uppbyggingu gamla bæjarkjarnans á Blönduósi. Gömlu götumyndinni er lýst sem einstakri perlu sem ætlunin er að fægja og lífga upp á. Innlent 3.9.2022 07:37 Taka við búskap á síðasta bóndabænum í Reyðarfirði Síðasti bóndinn í hinum forna Reyðarfjarðarhreppi, sem er að hætta eftir hálfrar aldar búskap, spáir því að sauðfjárrækt leggist af sem atvinnugrein á Íslandi á næstu tuttugu til þrjátíu árum. Dóttir hans og tengdasonur ætla þó að taka við. Innlent 17.7.2022 22:11 Silungsafbrigði í Hrútafirði sem er einstakt í heiminum Á einangruðu vatnasvæði ofan Borðeyrar í Hrútafirði finnst silungsafbrigði sem er einstakt í heiminum. Stofninn er mjög lítill og talinn hafa verið innilokaður í vötnunum frá síðustu ísöld. Innlent 6.4.2022 22:01 Á fáum stöðum betra að rækta sauðfé á Íslandi en á Ströndum „Það er harðduglegt fólk hérna, er með góð sauðfjárbú og afurðirnar góðar,“ segir réttarstjórinn Ingibjörg Rósa Auðunsdóttir, bóndi á Kollsá í Hrútafirði, þegar við hittum hana í Hvalsárrétt, aðalréttum Bæhreppinga, eins og íbúar Bæjarhrepps hins forna voru jafnan kallaðir. Innlent 3.4.2022 05:55 Nefna Tröllakirkju sem hæsta fjall Vestfjarða Kaldbakur hefur löngum verið talinn hæsta fjall Vestfjarða, 998 metra hátt. Strandamenn stríða hins vegar öðrum Vestfirðingum með því að Tröllakirkja á Holtavörðuheiði sé þremur metrum hærri. Hún sé í Strandasýslu, sem teljist til Vestfjarða, og verðskuldi því fremur titilinn. Innlent 29.3.2022 22:11 54 kílóa þorskur til sýnis á Hellissandi Sjóminjasafnið á Hellissandi er með uppstoppaðan þorsk til sýnis sem vó 54 kíló og mældist 164 sentímetrar á lengd. Þorskurinn þeirra Snæfellinga, sem veiddist í utanverðum Breiðafirði árið 1990, virðist því toppa þorskinn sem skipverjarnir á Bergey VE veiddu við Vestmannaeyjar um helgina, að minnsta kosti í þyngd en kannski ekki í lengd. Innlent 29.3.2022 17:10 Sauðfjárbændur að kikna undan verðhækkunum á áburði og olíu Sauðfjárbændur um land allt hafa miklar áhyggjur af afkomunni eftir tvöföldun áburðarverðs og olíuverðshækkanir. Talsmaður greinarinnar óttast að ásettu fé geti fækkað um allt að fjórðung í haust. Bændur í Hrútafirði hafa þó svartan húmor og gera grín að afleitri stöðu. Innlent 28.3.2022 23:10 Bjargvættur vegfarenda mætir á dráttarbílnum frá Borðeyri Ferðamenn með litla reynslu af akstri í snjó og hálku eru orðnir stór hluti af viðskiptum bílaverkstæðis á Borðeyri, sem rekur sérstakan dráttarbíl til að bjarga þeim sem lenda í vandræðum. Innlent 27.3.2022 21:08 Þótti of ung til að giftast en saumaði sér þá brúðarkjól „Það var ung stúlka sem vildi gifta sig og var ekki nema sautján ára. Hún þótti aðeins of ung og var sagt að hún yrði að bíða til átján ára aldurs. Þá settist hún bara niður og fór að sauma sér brúðarkjól.“ Lífið 26.3.2022 17:03 Fuglahræður við Kópasker breyttust í barnahræður sem sjóða börn í potti Skrautlegar fuglahræður sem bóndi við Kópasker hóf að koma upp á túni við bæ sinn eru löngu hættar að hafa það hlutverk að fæla burt fugla, en fanga þess í stað athygli ferðamanna og einkum barna. Innlent 24.3.2022 22:55 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 14 ›
Áhugavert fyrsta rekstrarár eftir að hafa opnað hótel í upphafi faraldurs Hún var ferðamálastjóri í áratug áður en hún keypti aflagðan sveitaskóla nyrst í Skagafirði og breytti í hótel með ærnum kostnaði. Sama dag og Ólöf Ýrr Atladóttir og maður hennar opnuðu var hins vegar öllu skellt í lás vegna covid. Innlent 2.11.2022 22:55
Sauðfjárbændur í Fljótum treysta á vini og vandamenn við smölun Sauðfjárbændur í Fljótum segjast vera of fáir eftir til að ráða einir við að smala eitt erfiðasta fjallasvæði landsins á Tröllaskaga. Þeir treysta á hjálp vina og vandamanna við smalamennskuna, en einnig á geltandi dróna. Innlent 1.11.2022 17:57
Fljótabóndinn segir svínin vera gáfuðustu húsdýrin „Þetta eru bráðgáfuð kvikindi. Af húsdýrunum, þá eru svínin langgáfuðust. Það er svo auðvelt að kenna þeim allt,“ segir Jóhannes Ríkharðsson, bóndi á Brúnastöðum í Fljótum, en svínin eru meðal dýranna í húsdýragarðinum sem þar er rekinn samhliða sauðfjár- og geitabúi ásamt ferðaþjónustu. Lífið 31.10.2022 13:13
Kvartar ekki undan því að stelpurnar séu miklu fleiri í hestafræði á Hólum „Já, rektorinn er bóndinn á Hólum. Hann þarf að sjá til þess að það verði borið hér á tún, að það verði heyjað og hrossin rekin í afrétt, og náð í þau og réttað, og allt þetta sem þarf að gera,“ segir Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum. Lífið 30.10.2022 07:57
Hóladómkirkja talin geyma eldri gripi en áður var álitið Líkur eru taldar á að skírnarfontur Hóladómkirkju sé mun eldri en áður hefur verið talið og gæti verið sjöhundruð ára gamall og þar með elsti gripur kirkjunnar. Solveig Lára Guðmundsdóttir, fráfarandi Hólabiskup, veltir því upp hvort telja megi kirkjuna frá fjórtándu öld, miðað við elstu steinana í henni. Innlent 27.10.2022 21:41
Þjóðbraut liggi um Hjaltadal á ný með göngum undir Tröllaskaga Margir Norðlendingar sjá fyrir sér að jarðgöng undir Tröllaskaga verði til þess að Hólar í Hjaltadal endurheimti fyrri sess sem miðstöð Norðurlands. Innlent 24.10.2022 21:42
Helsta valdasetur fyrri alda er orðið höfuðból hestamennsku „Ég hef stundum sagt að mér finnist Norðlendingar svolítið kaþólskari í hugsun en Sunnlendingar,“ segir Solveig Lára Guðmundsdóttur, fráfarandi vígslubiskup á Hólum, þegar hún fræðir okkur um biskupssetrið og sögu biskupanna. Þannig haldi Norðlendingar mikið upp á Jón Arason og hafi reist turn Hóladómkirkju til minningar um síðasta kaþólska biskupinn fyrir siðaskipti. Innlent 24.10.2022 09:31
Stundar veðurhappdrætti með rekstri garðyrkjustöðvar „Þetta er náttúrlega veðurhappdrætti sem ég stunda. Ef það er rigningarvor þá er ég í vondum málum,“ segir garðyrkjufræðingurinn Anna Heiða Gunnarsdóttir á Reyðarfirði. Innlent 23.10.2022 12:40
Austfirðir væru ekki það sem þeir eru í dag hefði álverið ekki komið Dagurinn sem breytti öllu á Reyðarfirði var 15. mars árið 2003 þegar samningar voru undirritaðir um smíði álvers Alcoa. Þetta austfirska sjávarþorp, sem áður hét Búðareyri, stökkbreyttist í iðnaðarbæ og íbúafjöldinn meira en tvöfaldaðist. Fimmtán ár eru um þessar mundir frá því rekstur þess hófst. Innlent 22.10.2022 07:27
Tveir bleikjustofnar taldir bestir til að þróa áfram sem eldisfisk Eftir áratugarannsóknir á bleikjustofnum Íslands hefur kynbótastöðin á Hólum komist að þeirri niðurstöðu að tveir stofnar teljist bestir til fiskeldis. Annar kemur úr vatni á Norðurlandi en hinn úr vatnasvæði á Suðurlandi. Innlent 19.10.2022 22:52
Spurt hversvegna Reyðfirðingar eru svona öflugir glímukappar Reyðfirðingar státa af fræknustu glímuköppum landsins um þessar mundir og eiga bæði glímukóng og glímudrottningu Íslands. Við könnum hverju þetta sætir og skorum svo sjálfan glímukónginn á hólm. Lífið 17.10.2022 22:11
Þegar Reyðfirðingar fengu lyftublokkir og hringtorg Dagurinn sem breytti öllu á Reyðarfirði var 15. mars árið 2003 þegar samningar voru undirritaðir um smíði álvers Alcoa. Þetta austfirska sjávarþorp, sem áður hét Búðareyri, stökkbreyttist á skömmum tíma í iðnaðarbæ og íbúafjöldinn meira en tvöfaldaðist. Lífið 16.10.2022 14:53
Haganesvík langt frá því að vera eitthvert Disneyland Líf hefur færst á ný í eyðiþorpið Haganesvík í Fljótum. Bandaríska lúxushótelið að Deplum breytti gömlu verslunarhúsi í hljóðupptökuver og gömlu sláturhúsi í íþróttasal - allt fyrir efnaða ferðamenn til að stytta sér stundir. Innlent 12.10.2022 22:22
Sniðglíma á lofti reynd til að fella glímukóng Íslands Enginn bær á Íslandi státar af öflugri glímuköppum um þessar mundir en Reyðarfjörður. Glímukóngur Íslands, Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, handhafi Grettisbeltisins, og glímudrottning Íslands, Kristín Embla Guðjónsdóttir, handhafi Freyjumensins, eru bæði Reyðfirðingar. Lífið 9.10.2022 07:07
Þurfa að kunna íslensku til að komast í hestafræði á Hólum Um fjörutíu prósent nemenda sem komast að í hestafræði við Háskólann á Hólum eru útlendingar, og það þrátt fyrir að það sé inntökuskilyrði að geta talað íslensku. Rektor segir skólann útskrifa að minnsta kosti tíu sendiherra á hverju vori. Innlent 1.10.2022 22:11
Segir kórkápu biskups algjört listaverk og þvílíkan heiður að fá að bera hana Forláta biskupskápa Hólastiftis, eftirgerð kórkápu Jóns Arasonar, hefur núna skipt um herðar, með vígslu nýs Hólabiskups. Solveig Lára Guðmundsdóttir, fráfarandi vígslubiskup, segir það hafa verið mikinn heiður að fá að bera kórkápuna enda sé hún algjört listaverk. Innlent 21.9.2022 22:11
Nemendur flykkjast heim að Hólum að læra fiskeldi Sprenging hefur orðið í fjölda nemenda í fiskeldisnámi við Háskólann á Hólum og stunda núna um áttatíu manns nám í faginu. Samtímis fer þar fram rannsóknar- og kynbótastarf í fiskeldi. Innlent 20.9.2022 23:13
Stíflan sem sökkti heilum dal og eyddi sjö bæjum telst afturkræf Heilum dal var sökkt og sjö sveitabæir fóru í eyði með Skeiðsfossvirkjun sem reist var til að rafvæða Siglufjörð. Stöðvarstjórinn, sem brátt lætur af störfum eftir yfir fjörutíu ára starf við virkjunina, segir að svona yrði örugglega ekki gert í dag. Innlent 15.9.2022 22:11
Veiðiferð vísindamanna skilar vænum fiskafla úr Elliðavatni Fiskstofnar í Elliðavatni dafna vel, samkvæmt árlegri úttekt vísindamanna, sem fengu hátt í þrjúhundruð væna silunga í net sín á einum sólarhring. Bleikju hefur þó fækkað, en sama þróun sést víðar á landinu, og er talin geta tengst hnattrænni hlýnun. Innlent 14.9.2022 21:42
Rækta eitt óvenjulegasta afbrigði íslenska hestsins Litförótt heitir eitt óvenjulegasta litaafbrigði íslenska hestsins en í því felst að hesturinn skiptir litum fjórum sinnum á ári. Litaafbrigðið var talið í hættu á að deyja út þegar hrossabændur hófu að reyna að bjarga því. Innlent 11.9.2022 07:57
Sameinast um að fægja og lífga upp á falda perlu á Blönduósi Sveitarstjórn Húnabyggðar og fyrirtækið Info Capital hafa undirritað viljayfirlýsingu um uppbyggingu gamla bæjarkjarnans á Blönduósi. Gömlu götumyndinni er lýst sem einstakri perlu sem ætlunin er að fægja og lífga upp á. Innlent 3.9.2022 07:37
Taka við búskap á síðasta bóndabænum í Reyðarfirði Síðasti bóndinn í hinum forna Reyðarfjarðarhreppi, sem er að hætta eftir hálfrar aldar búskap, spáir því að sauðfjárrækt leggist af sem atvinnugrein á Íslandi á næstu tuttugu til þrjátíu árum. Dóttir hans og tengdasonur ætla þó að taka við. Innlent 17.7.2022 22:11
Silungsafbrigði í Hrútafirði sem er einstakt í heiminum Á einangruðu vatnasvæði ofan Borðeyrar í Hrútafirði finnst silungsafbrigði sem er einstakt í heiminum. Stofninn er mjög lítill og talinn hafa verið innilokaður í vötnunum frá síðustu ísöld. Innlent 6.4.2022 22:01
Á fáum stöðum betra að rækta sauðfé á Íslandi en á Ströndum „Það er harðduglegt fólk hérna, er með góð sauðfjárbú og afurðirnar góðar,“ segir réttarstjórinn Ingibjörg Rósa Auðunsdóttir, bóndi á Kollsá í Hrútafirði, þegar við hittum hana í Hvalsárrétt, aðalréttum Bæhreppinga, eins og íbúar Bæjarhrepps hins forna voru jafnan kallaðir. Innlent 3.4.2022 05:55
Nefna Tröllakirkju sem hæsta fjall Vestfjarða Kaldbakur hefur löngum verið talinn hæsta fjall Vestfjarða, 998 metra hátt. Strandamenn stríða hins vegar öðrum Vestfirðingum með því að Tröllakirkja á Holtavörðuheiði sé þremur metrum hærri. Hún sé í Strandasýslu, sem teljist til Vestfjarða, og verðskuldi því fremur titilinn. Innlent 29.3.2022 22:11
54 kílóa þorskur til sýnis á Hellissandi Sjóminjasafnið á Hellissandi er með uppstoppaðan þorsk til sýnis sem vó 54 kíló og mældist 164 sentímetrar á lengd. Þorskurinn þeirra Snæfellinga, sem veiddist í utanverðum Breiðafirði árið 1990, virðist því toppa þorskinn sem skipverjarnir á Bergey VE veiddu við Vestmannaeyjar um helgina, að minnsta kosti í þyngd en kannski ekki í lengd. Innlent 29.3.2022 17:10
Sauðfjárbændur að kikna undan verðhækkunum á áburði og olíu Sauðfjárbændur um land allt hafa miklar áhyggjur af afkomunni eftir tvöföldun áburðarverðs og olíuverðshækkanir. Talsmaður greinarinnar óttast að ásettu fé geti fækkað um allt að fjórðung í haust. Bændur í Hrútafirði hafa þó svartan húmor og gera grín að afleitri stöðu. Innlent 28.3.2022 23:10
Bjargvættur vegfarenda mætir á dráttarbílnum frá Borðeyri Ferðamenn með litla reynslu af akstri í snjó og hálku eru orðnir stór hluti af viðskiptum bílaverkstæðis á Borðeyri, sem rekur sérstakan dráttarbíl til að bjarga þeim sem lenda í vandræðum. Innlent 27.3.2022 21:08
Þótti of ung til að giftast en saumaði sér þá brúðarkjól „Það var ung stúlka sem vildi gifta sig og var ekki nema sautján ára. Hún þótti aðeins of ung og var sagt að hún yrði að bíða til átján ára aldurs. Þá settist hún bara niður og fór að sauma sér brúðarkjól.“ Lífið 26.3.2022 17:03
Fuglahræður við Kópasker breyttust í barnahræður sem sjóða börn í potti Skrautlegar fuglahræður sem bóndi við Kópasker hóf að koma upp á túni við bæ sinn eru löngu hættar að hafa það hlutverk að fæla burt fugla, en fanga þess í stað athygli ferðamanna og einkum barna. Innlent 24.3.2022 22:55