Þurfa að kunna íslensku til að komast í hestafræði á Hólum Kristján Már Unnarsson skrifar 1. október 2022 22:11 Elisabeth Jansen er deildarstjóri hestafræðideildar Háskólans á Hólum. Sigurjón Ólason Um fjörutíu prósent nemenda sem komast að í hestafræði við Háskólann á Hólum eru útlendingar, og það þrátt fyrir að það sé inntökuskilyrði að geta talað íslensku. Rektor segir skólann útskrifa að minnsta kosti tíu sendiherra á hverju vori. Í fréttum Stöðvar 2 voru Hólar í Hjaltadal heimsóttir. Háskólinn þar er sá eini í heiminum sem býður upp á háskólagráðu í reiðkennslu og þjálfun á íslenska hestinum. Aðeins er hægt að taka inn tuttugu nýja nemendur á hverju hausti en venjulega sækja tvöfalt fleiri um og þeir sem komast að þurfa að standast kröfur skólans. Nemendur á fyrsta ári í reiðtúr. Venjulega sækja tvöfalt fleiri um en hægt er að taka við.Sigurjón Ólason „Ég sem útlendingur þekki það svolítið vel; að útlendingar, þau þurfa að getað talað íslensku,“ segir Elisabeth Jansen, deildarstjóri hestafræðideildar Háskólans á Hólum. Sjálf kom Elisabeth frá Noregi árið 1991 til að læra um íslenska hestinn í Bændaskólanum og settist svo að í Skagafirði. Lorena Portmann frá Sviss er í hópi þeirra nemenda sem byrjuðu í haust. Við höfum orð á því að okkur finnist hún vera fulltalandi á íslensku. Lorena segist síðustu sjö til átta mánuði hafa verið að reyna að læra íslenskuna, játar að hún sé ekki fullkomin, en það komi vonandi, segir hún. Lorena Portmann kom frá Sviss til að afla sér háskólagráðu í íslenska hestinum.Sigurjón Ólason -Og þú leggur þetta allt á þig vegna íslenska hestsins? „Já, ég elska þeim,“ svarar Lorena og hlær. „Þau þurfa að geta talað íslensku og skilið íslensku. Þau þurfa ekkert að fara í málfræði. Eins og ég sjálf, ég er nú aldrei búin að læra málfræði og beygi nú ekki alveg rétt. En þau þurfa að gera sig skiljanlega og þau þurfa að geta kennt, og þekkja þessa helstu hluti í reiðkennslu, á íslensku,“ segir Elisabeth. Námið í hestafræði er þriggja ára BS-nám.Sigurjón Ólason -En er ekki erfitt fyrir hina svissnesku Lorenu að læra íslensku? „Já, það er ekki hægt að læra það í Sviss. Ég var bara að læra smá í tölvunni, að læra að skilja smá hvernig það virkar…“ segir Lorena en hesturinn grípur svo inn í spjallið með háværu hneggi. Af fimmtíu nemendum hestafræðinnar eru núna tuttugu útlendingar, sem Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum, segir koma alls staðar að úr heiminum. Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum.Sigurjón Ólason „Og búnir að læra nánast fullkomna íslensku. Og eru að segja frá Íslandi, á íslensku, út um allt. Tala við Íslendinga. Ég segi alltaf: Við erum að útskrifa hérna að minnsta kosti tíu sendiherra á hverju vori,“ segir rektorinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hestar Háskólar Skagafjörður Landbúnaður Íslensk tunga Um land allt Tengdar fréttir Nemendur flykkjast heim að Hólum að læra fiskeldi Sprenging hefur orðið í fjölda nemenda í fiskeldisnámi við Háskólann á Hólum og stunda núna um áttatíu manns nám í faginu. Samtímis fer þar fram rannsóknar- og kynbótastarf í fiskeldi. 20. september 2022 23:13 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 voru Hólar í Hjaltadal heimsóttir. Háskólinn þar er sá eini í heiminum sem býður upp á háskólagráðu í reiðkennslu og þjálfun á íslenska hestinum. Aðeins er hægt að taka inn tuttugu nýja nemendur á hverju hausti en venjulega sækja tvöfalt fleiri um og þeir sem komast að þurfa að standast kröfur skólans. Nemendur á fyrsta ári í reiðtúr. Venjulega sækja tvöfalt fleiri um en hægt er að taka við.Sigurjón Ólason „Ég sem útlendingur þekki það svolítið vel; að útlendingar, þau þurfa að getað talað íslensku,“ segir Elisabeth Jansen, deildarstjóri hestafræðideildar Háskólans á Hólum. Sjálf kom Elisabeth frá Noregi árið 1991 til að læra um íslenska hestinn í Bændaskólanum og settist svo að í Skagafirði. Lorena Portmann frá Sviss er í hópi þeirra nemenda sem byrjuðu í haust. Við höfum orð á því að okkur finnist hún vera fulltalandi á íslensku. Lorena segist síðustu sjö til átta mánuði hafa verið að reyna að læra íslenskuna, játar að hún sé ekki fullkomin, en það komi vonandi, segir hún. Lorena Portmann kom frá Sviss til að afla sér háskólagráðu í íslenska hestinum.Sigurjón Ólason -Og þú leggur þetta allt á þig vegna íslenska hestsins? „Já, ég elska þeim,“ svarar Lorena og hlær. „Þau þurfa að geta talað íslensku og skilið íslensku. Þau þurfa ekkert að fara í málfræði. Eins og ég sjálf, ég er nú aldrei búin að læra málfræði og beygi nú ekki alveg rétt. En þau þurfa að gera sig skiljanlega og þau þurfa að geta kennt, og þekkja þessa helstu hluti í reiðkennslu, á íslensku,“ segir Elisabeth. Námið í hestafræði er þriggja ára BS-nám.Sigurjón Ólason -En er ekki erfitt fyrir hina svissnesku Lorenu að læra íslensku? „Já, það er ekki hægt að læra það í Sviss. Ég var bara að læra smá í tölvunni, að læra að skilja smá hvernig það virkar…“ segir Lorena en hesturinn grípur svo inn í spjallið með háværu hneggi. Af fimmtíu nemendum hestafræðinnar eru núna tuttugu útlendingar, sem Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum, segir koma alls staðar að úr heiminum. Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum.Sigurjón Ólason „Og búnir að læra nánast fullkomna íslensku. Og eru að segja frá Íslandi, á íslensku, út um allt. Tala við Íslendinga. Ég segi alltaf: Við erum að útskrifa hérna að minnsta kosti tíu sendiherra á hverju vori,“ segir rektorinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Hestar Háskólar Skagafjörður Landbúnaður Íslensk tunga Um land allt Tengdar fréttir Nemendur flykkjast heim að Hólum að læra fiskeldi Sprenging hefur orðið í fjölda nemenda í fiskeldisnámi við Háskólann á Hólum og stunda núna um áttatíu manns nám í faginu. Samtímis fer þar fram rannsóknar- og kynbótastarf í fiskeldi. 20. september 2022 23:13 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Nemendur flykkjast heim að Hólum að læra fiskeldi Sprenging hefur orðið í fjölda nemenda í fiskeldisnámi við Háskólann á Hólum og stunda núna um áttatíu manns nám í faginu. Samtímis fer þar fram rannsóknar- og kynbótastarf í fiskeldi. 20. september 2022 23:13