Sauðfjárbændur í Fljótum treysta á vini og vandamenn við smölun Kristján Már Unnarsson skrifar 1. nóvember 2022 17:57 Jóhannes Ríkharðsson, bóndi á Brúnastöðum í Fljótum. Sigurjón Ólason Sauðfjárbændur í Fljótum segjast vera of fáir eftir til að ráða einir við að smala eitt erfiðasta fjallasvæði landsins á Tröllaskaga. Þeir treysta á hjálp vina og vandamanna við smalamennskuna, en einnig á geltandi dróna. Fjallað var um Fljótin í Skagafirði í fréttum Stöðvar 2 og þættinum Um land allt. Sauðféð var enn uppi á fjöllum þegar við heimsóttum Fljótamenn síðsumars og ræddum við Jóhannes Ríkharðsson á Brúnastöðum, sem sagði að þeir væru bara fimm Fljótabændur eftir með sauðfé. Fjöldi fólks mætir jafnan til að smala með Fljótabændum. Miklavatn í baksýn.Halldór G. Hálfdánarson „En við erum svolítið þrjóskir og þreyjum þorrann ennþá, hálfgerðir svona Bjartar í Sumarhúsum með það,“ segir Jóhannes. En framundan voru miklar smalamennskur um hrikaleg fjöll Tröllaskaga, heljarinnar verkefni sem stendur yfir meira og minna í tvo mánuði. Kindur hátt uppi í fjöllum Tröllaskaga reknar áfram með dróna. Fyrir neðan má sjá suðurenda Stífluvatns.Halldór G. Hálfdánarson „Við erum komnir í gott form svona í lok nóvember. Þá erum við komnir í mjög gott form. En við höfum verið svo heppin að fá fólkið okkar, til dæmis þegar aðalgöngurnar eru um miðjan september, fengið fólkið okkar til þess að koma og hjálpa okkur,“ segir Jóhannes. Úr réttum Fljótamanna.Halldór G. Hálfdánarson Þannig mæti tugir vina og vandamanna jafnan í aðalgöngurnar um miðjan september og þá sé reynt að skapa stemmningu í réttunum. „Því ef við fáum ekki fólk til þess að hjálpa okkur að smala og koma hérna og hafa gaman þá er þetta sjálfhætt. Því að þetta er það erfitt svæði.“ Deplar bjóða upp á hamborgara sem starfsmenn hótelsins grilla.Halldór G. Hálfdánarson „Ef við ætluðum einhverjir nokkrir karlar hérna að fara að vera í þessum fjöllum hérna einir, það gengur bara aldrei upp. Þetta eru of erfið svæði til þess,“ segir bóndinn. Fyrir sex árum fengu þeir nýja liðsmenn, dróna, sem Halldór G. Hálfdánarson, bóndi á Molastöðum stjórnar. Kindum smalað með dróna eftir kindagötu. Á bakka Stífluvatns til hægri sér í kirkjustaðinn Knappsstaði.Halldór G. Hálfdánarson „Við notum þá grimmt, drónana. Og meira að segja þeir eru komnir með bæði hitamyndavélar og þeir eru farnir að gelta, drónarnir. Þannig að við höfum notað tæknina hérna mikið í það. Enda veitir ekki af að spara okkur aðeins klettaklifrið í þessum fjöllum okkar hérna,“ segir Jóhannes Ríkharðsson, bóndi á Brúnastöðum. Þáttinn Um land allt má nálgast á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landbúnaður Skagafjörður Um land allt Fjallabyggð Tengdar fréttir Fljótabóndinn segir svínin vera gáfuðustu húsdýrin „Þetta eru bráðgáfuð kvikindi. Af húsdýrunum, þá eru svínin langgáfuðust. Það er svo auðvelt að kenna þeim allt,“ segir Jóhannes Ríkharðsson, bóndi á Brúnastöðum í Fljótum, en svínin eru meðal dýranna í húsdýragarðinum sem þar er rekinn samhliða sauðfjár- og geitabúi ásamt ferðaþjónustu. 31. október 2022 13:13 Sjáið hvernig bóndinn smalar fé með flygildi Bændur í Fljótum hafa í haust notað fjarstýrðan dróna í eftirleitum á Tröllaskaga. 21. október 2016 20:00 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Fjallað var um Fljótin í Skagafirði í fréttum Stöðvar 2 og þættinum Um land allt. Sauðféð var enn uppi á fjöllum þegar við heimsóttum Fljótamenn síðsumars og ræddum við Jóhannes Ríkharðsson á Brúnastöðum, sem sagði að þeir væru bara fimm Fljótabændur eftir með sauðfé. Fjöldi fólks mætir jafnan til að smala með Fljótabændum. Miklavatn í baksýn.Halldór G. Hálfdánarson „En við erum svolítið þrjóskir og þreyjum þorrann ennþá, hálfgerðir svona Bjartar í Sumarhúsum með það,“ segir Jóhannes. En framundan voru miklar smalamennskur um hrikaleg fjöll Tröllaskaga, heljarinnar verkefni sem stendur yfir meira og minna í tvo mánuði. Kindur hátt uppi í fjöllum Tröllaskaga reknar áfram með dróna. Fyrir neðan má sjá suðurenda Stífluvatns.Halldór G. Hálfdánarson „Við erum komnir í gott form svona í lok nóvember. Þá erum við komnir í mjög gott form. En við höfum verið svo heppin að fá fólkið okkar, til dæmis þegar aðalgöngurnar eru um miðjan september, fengið fólkið okkar til þess að koma og hjálpa okkur,“ segir Jóhannes. Úr réttum Fljótamanna.Halldór G. Hálfdánarson Þannig mæti tugir vina og vandamanna jafnan í aðalgöngurnar um miðjan september og þá sé reynt að skapa stemmningu í réttunum. „Því ef við fáum ekki fólk til þess að hjálpa okkur að smala og koma hérna og hafa gaman þá er þetta sjálfhætt. Því að þetta er það erfitt svæði.“ Deplar bjóða upp á hamborgara sem starfsmenn hótelsins grilla.Halldór G. Hálfdánarson „Ef við ætluðum einhverjir nokkrir karlar hérna að fara að vera í þessum fjöllum hérna einir, það gengur bara aldrei upp. Þetta eru of erfið svæði til þess,“ segir bóndinn. Fyrir sex árum fengu þeir nýja liðsmenn, dróna, sem Halldór G. Hálfdánarson, bóndi á Molastöðum stjórnar. Kindum smalað með dróna eftir kindagötu. Á bakka Stífluvatns til hægri sér í kirkjustaðinn Knappsstaði.Halldór G. Hálfdánarson „Við notum þá grimmt, drónana. Og meira að segja þeir eru komnir með bæði hitamyndavélar og þeir eru farnir að gelta, drónarnir. Þannig að við höfum notað tæknina hérna mikið í það. Enda veitir ekki af að spara okkur aðeins klettaklifrið í þessum fjöllum okkar hérna,“ segir Jóhannes Ríkharðsson, bóndi á Brúnastöðum. Þáttinn Um land allt má nálgast á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landbúnaður Skagafjörður Um land allt Fjallabyggð Tengdar fréttir Fljótabóndinn segir svínin vera gáfuðustu húsdýrin „Þetta eru bráðgáfuð kvikindi. Af húsdýrunum, þá eru svínin langgáfuðust. Það er svo auðvelt að kenna þeim allt,“ segir Jóhannes Ríkharðsson, bóndi á Brúnastöðum í Fljótum, en svínin eru meðal dýranna í húsdýragarðinum sem þar er rekinn samhliða sauðfjár- og geitabúi ásamt ferðaþjónustu. 31. október 2022 13:13 Sjáið hvernig bóndinn smalar fé með flygildi Bændur í Fljótum hafa í haust notað fjarstýrðan dróna í eftirleitum á Tröllaskaga. 21. október 2016 20:00 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Fljótabóndinn segir svínin vera gáfuðustu húsdýrin „Þetta eru bráðgáfuð kvikindi. Af húsdýrunum, þá eru svínin langgáfuðust. Það er svo auðvelt að kenna þeim allt,“ segir Jóhannes Ríkharðsson, bóndi á Brúnastöðum í Fljótum, en svínin eru meðal dýranna í húsdýragarðinum sem þar er rekinn samhliða sauðfjár- og geitabúi ásamt ferðaþjónustu. 31. október 2022 13:13
Sjáið hvernig bóndinn smalar fé með flygildi Bændur í Fljótum hafa í haust notað fjarstýrðan dróna í eftirleitum á Tröllaskaga. 21. október 2016 20:00