Taka við búskap á síðasta bóndabænum í Reyðarfirði Kristján Már Unnarsson skrifar 17. júlí 2022 22:11 Guðjón Már Jónsson og Þuríður Lillý Sigurðardóttir ásamt dótturinni Dagbjörtu Ósk, tveggja ára. Sigurjón Ólason Síðasti bóndinn í hinum forna Reyðarfjarðarhreppi, sem er að hætta eftir hálfrar aldar búskap, spáir því að sauðfjárrækt leggist af sem atvinnugrein á Íslandi á næstu tuttugu til þrjátíu árum. Dóttir hans og tengdasonur ætla þó að taka við. Í fréttum Stöðvar 2 hittum við á bændur í heyskap á bænum Sléttu í Reyðarfirði, sem er skammt fyrir innan samnefnt kauptún. Á traktornum er Sigurður Baldursson að slá en hann tók við jörðinni fyrir hálfri öld. Séð yfir bæjarstæðið á Sléttu í Reyðarfirði.Sigurjón Ólason „Það hefur gengið svona heldur treglega. Þurrkar hafa verið frekar stopulir. Aldrei komið nema svona einn og einn og hálfur dagur í einu,“ svarar Sigurður þegar við spyrjum um heyskapinn, sem hófst 4. júlí hjá þeim. „Núna er búið að vera blautt og kalt. En síðustu tvö sumur voru náttúrlega bara eins og að vera á Spáni. Þannig að maður getur ekki fengið allt,“ svarar bóndadóttirin Þuríður Lillý Sigurðardóttir, sem jafnframt er bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð. Þau segja sprettuna þó hafa verið góða en nú þurfti að setja kraft í heyskapinn því grasið sé að spretta úr sér. „Því miður þá er þetta orðið svolítið skriðið og farið að harðna, stöngullinn. En maður verður bara að gera gott úr því,“ segir Þuríður. Sláttur á bænum Sléttu. Sigurður Baldursson á traktornum.Sigurjón Ólason Á þessum bæ eru að verða kynslóðaskipti. Þuríður og sambýlismaður hennar, Guðjón Már Jónsson, eru búin að reisa sér nýtt íbúðarhús. Hér er fimmhundruð kinda bú. „Jú, við erum að fara að taka við búinu af foreldrum hennar,“ segir Guðjón Már, sem jafnframt starfar sem verkstjóri hjá VHE. „Að taka við sauðfjárbúi eins og staðan er núna, það er ekkert hver sem er kannski sem leggur í það. En við erum stutt frá Reyðarfirði og við getum þá sótt okkur vinnu með þar, ef á reynir,“ segir Þuríður. Dagbjört Briem Gísladóttir segist áfram ætla að sinna hestum og hænsnum á Sléttu.Sigurjón Ólason „Þegar ég var að taka við upp úr 1970 þá er búið hér á fimmtán jörðum. En ég hef lifað þá alla. Þannig að þetta er svolítið í hnotskurn sagan,“ segir Sigurður. En hvernig líst eiginkonu hans, Dagbjörtu Briem Gísladóttur, á að láta búskapinn í hendur dótturinnar og tengdasonar? „Bara vel. Er ekki gott að ungt fólk er að taka við í sveitum og að einhverjir vilji koma að þessu?“ svarar Dagbjört. Sigurður segist þó svartsýnn á framtíð sauðfjárræktar. Spjallað við Sigurð Baldursson á hlaðinu.Sigurjón Ólason „Þetta muni smám saman leggjast af sem atvinnugrein, svona á næstu tuttugu þrjátíu árum. Þá held ég að þetta verði að mestu búið, nema bara sem hobbí með einhverju öðru. Það eru bara svo litlar tekjur í þessu. Þetta er mikill kostnaður og mikil fjárbinding. Fjallskilin, þau eru mjög erfið þegar fækkar víða. Ég veit bara um menn sem eru að guggna núna vegna þessa,“ segir Sigurður. Unga fólkið segist þó treysta á hjálp vina og vandamanna við smölun. „Hjá okkur allavega, meðan fólk nennir að koma að smala með okkur og fyrir okkur þá erum við allavega í góðum málum,“ segir Þuríður Lillý. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landbúnaður Fjarðabyggð Byggðamál Um land allt Tengdar fréttir Mikil fækkun búa ógnar dreifðri byggð Búum í landbúnaðargreinum hefur fækkað um 375 á landinu frá árinu 2008 til 2020. Formaður bændasamtakanna hefur áhyggjur af fækkun búa sem hann segir stoð dreifðari byggða. 4. júní 2022 12:29 Dásamlegt að vera sauðfjárbóndi Botnótt og golsótt lömb eru í miklu uppáhaldi hjá sauðfjárbónda á Bjarnarhöfn í Helgafellssveit á Snæfellsnesi en á búin eru fjögur hundruð og tuttugu fjár. Lömbin eru mörkuð tveggja daga gömul. 26. maí 2022 20:30 Á fáum stöðum betra að rækta sauðfé á Íslandi en á Ströndum „Það er harðduglegt fólk hérna, er með góð sauðfjárbú og afurðirnar góðar,“ segir réttarstjórinn Ingibjörg Rósa Auðunsdóttir, bóndi á Kollsá í Hrútafirði, þegar við hittum hana í Hvalsárrétt, aðalréttum Bæhreppinga, eins og íbúar Bæjarhrepps hins forna voru jafnan kallaðir. 3. apríl 2022 05:55 Sauðfjárbændur að kikna undan verðhækkunum á áburði og olíu Sauðfjárbændur um land allt hafa miklar áhyggjur af afkomunni eftir tvöföldun áburðarverðs og olíuverðshækkanir. Talsmaður greinarinnar óttast að ásettu fé geti fækkað um allt að fjórðung í haust. Bændur í Hrútafirði hafa þó svartan húmor og gera grín að afleitri stöðu. 28. mars 2022 23:10 Sauðfjárbóndinn segir snilld að hafa kost á annarri vinnu Stærstu hús sem sést hafa í Kelduhverfi eru risin á jörðinni Lóni vestast í sveitinni. Þar er fyrirtækið Rifós að byggja upp seiðaeldisstöð sem orðin er stærsti vinnustaður sveitarinnar og veitir meðal annars sauðfjárbændum kærkomna búbót meðfram búskapnum. 22. mars 2022 23:13 Ullarbændur í Öxarfirði selja lopa beint frá býli Ung hjón sem áttu sér þann draum að setjast að í sveit ásamt börnum sínum þremur ákváðu að gerast ullarbændur í Öxarfirði og selja lopaband beint frá býli. Svo vel hefur gengið að þau hafa vart undan við framleiðsluna. 14. mars 2022 22:44 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 hittum við á bændur í heyskap á bænum Sléttu í Reyðarfirði, sem er skammt fyrir innan samnefnt kauptún. Á traktornum er Sigurður Baldursson að slá en hann tók við jörðinni fyrir hálfri öld. Séð yfir bæjarstæðið á Sléttu í Reyðarfirði.Sigurjón Ólason „Það hefur gengið svona heldur treglega. Þurrkar hafa verið frekar stopulir. Aldrei komið nema svona einn og einn og hálfur dagur í einu,“ svarar Sigurður þegar við spyrjum um heyskapinn, sem hófst 4. júlí hjá þeim. „Núna er búið að vera blautt og kalt. En síðustu tvö sumur voru náttúrlega bara eins og að vera á Spáni. Þannig að maður getur ekki fengið allt,“ svarar bóndadóttirin Þuríður Lillý Sigurðardóttir, sem jafnframt er bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð. Þau segja sprettuna þó hafa verið góða en nú þurfti að setja kraft í heyskapinn því grasið sé að spretta úr sér. „Því miður þá er þetta orðið svolítið skriðið og farið að harðna, stöngullinn. En maður verður bara að gera gott úr því,“ segir Þuríður. Sláttur á bænum Sléttu. Sigurður Baldursson á traktornum.Sigurjón Ólason Á þessum bæ eru að verða kynslóðaskipti. Þuríður og sambýlismaður hennar, Guðjón Már Jónsson, eru búin að reisa sér nýtt íbúðarhús. Hér er fimmhundruð kinda bú. „Jú, við erum að fara að taka við búinu af foreldrum hennar,“ segir Guðjón Már, sem jafnframt starfar sem verkstjóri hjá VHE. „Að taka við sauðfjárbúi eins og staðan er núna, það er ekkert hver sem er kannski sem leggur í það. En við erum stutt frá Reyðarfirði og við getum þá sótt okkur vinnu með þar, ef á reynir,“ segir Þuríður. Dagbjört Briem Gísladóttir segist áfram ætla að sinna hestum og hænsnum á Sléttu.Sigurjón Ólason „Þegar ég var að taka við upp úr 1970 þá er búið hér á fimmtán jörðum. En ég hef lifað þá alla. Þannig að þetta er svolítið í hnotskurn sagan,“ segir Sigurður. En hvernig líst eiginkonu hans, Dagbjörtu Briem Gísladóttur, á að láta búskapinn í hendur dótturinnar og tengdasonar? „Bara vel. Er ekki gott að ungt fólk er að taka við í sveitum og að einhverjir vilji koma að þessu?“ svarar Dagbjört. Sigurður segist þó svartsýnn á framtíð sauðfjárræktar. Spjallað við Sigurð Baldursson á hlaðinu.Sigurjón Ólason „Þetta muni smám saman leggjast af sem atvinnugrein, svona á næstu tuttugu þrjátíu árum. Þá held ég að þetta verði að mestu búið, nema bara sem hobbí með einhverju öðru. Það eru bara svo litlar tekjur í þessu. Þetta er mikill kostnaður og mikil fjárbinding. Fjallskilin, þau eru mjög erfið þegar fækkar víða. Ég veit bara um menn sem eru að guggna núna vegna þessa,“ segir Sigurður. Unga fólkið segist þó treysta á hjálp vina og vandamanna við smölun. „Hjá okkur allavega, meðan fólk nennir að koma að smala með okkur og fyrir okkur þá erum við allavega í góðum málum,“ segir Þuríður Lillý. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landbúnaður Fjarðabyggð Byggðamál Um land allt Tengdar fréttir Mikil fækkun búa ógnar dreifðri byggð Búum í landbúnaðargreinum hefur fækkað um 375 á landinu frá árinu 2008 til 2020. Formaður bændasamtakanna hefur áhyggjur af fækkun búa sem hann segir stoð dreifðari byggða. 4. júní 2022 12:29 Dásamlegt að vera sauðfjárbóndi Botnótt og golsótt lömb eru í miklu uppáhaldi hjá sauðfjárbónda á Bjarnarhöfn í Helgafellssveit á Snæfellsnesi en á búin eru fjögur hundruð og tuttugu fjár. Lömbin eru mörkuð tveggja daga gömul. 26. maí 2022 20:30 Á fáum stöðum betra að rækta sauðfé á Íslandi en á Ströndum „Það er harðduglegt fólk hérna, er með góð sauðfjárbú og afurðirnar góðar,“ segir réttarstjórinn Ingibjörg Rósa Auðunsdóttir, bóndi á Kollsá í Hrútafirði, þegar við hittum hana í Hvalsárrétt, aðalréttum Bæhreppinga, eins og íbúar Bæjarhrepps hins forna voru jafnan kallaðir. 3. apríl 2022 05:55 Sauðfjárbændur að kikna undan verðhækkunum á áburði og olíu Sauðfjárbændur um land allt hafa miklar áhyggjur af afkomunni eftir tvöföldun áburðarverðs og olíuverðshækkanir. Talsmaður greinarinnar óttast að ásettu fé geti fækkað um allt að fjórðung í haust. Bændur í Hrútafirði hafa þó svartan húmor og gera grín að afleitri stöðu. 28. mars 2022 23:10 Sauðfjárbóndinn segir snilld að hafa kost á annarri vinnu Stærstu hús sem sést hafa í Kelduhverfi eru risin á jörðinni Lóni vestast í sveitinni. Þar er fyrirtækið Rifós að byggja upp seiðaeldisstöð sem orðin er stærsti vinnustaður sveitarinnar og veitir meðal annars sauðfjárbændum kærkomna búbót meðfram búskapnum. 22. mars 2022 23:13 Ullarbændur í Öxarfirði selja lopa beint frá býli Ung hjón sem áttu sér þann draum að setjast að í sveit ásamt börnum sínum þremur ákváðu að gerast ullarbændur í Öxarfirði og selja lopaband beint frá býli. Svo vel hefur gengið að þau hafa vart undan við framleiðsluna. 14. mars 2022 22:44 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Mikil fækkun búa ógnar dreifðri byggð Búum í landbúnaðargreinum hefur fækkað um 375 á landinu frá árinu 2008 til 2020. Formaður bændasamtakanna hefur áhyggjur af fækkun búa sem hann segir stoð dreifðari byggða. 4. júní 2022 12:29
Dásamlegt að vera sauðfjárbóndi Botnótt og golsótt lömb eru í miklu uppáhaldi hjá sauðfjárbónda á Bjarnarhöfn í Helgafellssveit á Snæfellsnesi en á búin eru fjögur hundruð og tuttugu fjár. Lömbin eru mörkuð tveggja daga gömul. 26. maí 2022 20:30
Á fáum stöðum betra að rækta sauðfé á Íslandi en á Ströndum „Það er harðduglegt fólk hérna, er með góð sauðfjárbú og afurðirnar góðar,“ segir réttarstjórinn Ingibjörg Rósa Auðunsdóttir, bóndi á Kollsá í Hrútafirði, þegar við hittum hana í Hvalsárrétt, aðalréttum Bæhreppinga, eins og íbúar Bæjarhrepps hins forna voru jafnan kallaðir. 3. apríl 2022 05:55
Sauðfjárbændur að kikna undan verðhækkunum á áburði og olíu Sauðfjárbændur um land allt hafa miklar áhyggjur af afkomunni eftir tvöföldun áburðarverðs og olíuverðshækkanir. Talsmaður greinarinnar óttast að ásettu fé geti fækkað um allt að fjórðung í haust. Bændur í Hrútafirði hafa þó svartan húmor og gera grín að afleitri stöðu. 28. mars 2022 23:10
Sauðfjárbóndinn segir snilld að hafa kost á annarri vinnu Stærstu hús sem sést hafa í Kelduhverfi eru risin á jörðinni Lóni vestast í sveitinni. Þar er fyrirtækið Rifós að byggja upp seiðaeldisstöð sem orðin er stærsti vinnustaður sveitarinnar og veitir meðal annars sauðfjárbændum kærkomna búbót meðfram búskapnum. 22. mars 2022 23:13
Ullarbændur í Öxarfirði selja lopa beint frá býli Ung hjón sem áttu sér þann draum að setjast að í sveit ásamt börnum sínum þremur ákváðu að gerast ullarbændur í Öxarfirði og selja lopaband beint frá býli. Svo vel hefur gengið að þau hafa vart undan við framleiðsluna. 14. mars 2022 22:44