Nemendur flykkjast heim að Hólum að læra fiskeldi Kristján Már Unnarsson skrifar 20. september 2022 23:13 Hólmfríður Sveinsdóttir tók við sem rektur Háskólans á Hólum í sumar. Sigurjón Ólason Sprenging hefur orðið í fjölda nemenda í fiskeldisnámi við Háskólann á Hólum og stunda núna um áttatíu manns nám í faginu. Samtímis fer þar fram rannsóknar- og kynbótastarf í fiskeldi. Í fréttum Stöðvar 2 voru Hólar í Hjaltadal heimsóttir. Hann hét Bændaskólinn á Hólum þegar fiskeldisnámið hófst fyrir hartnær fjörutíu árum en það var upphaflega hugsað fyrir bændur sem vildu ala bleikju sem aukabúgrein. Hólar í Hjaltadal. Nám í fiskeldi hófst þar árið 1984 í Bændaskólanum.Sigurjón Ólason „Síðan á síðustu tuttugu árum þá hefur fiskeldið sprungið út og orðið að stóriðnaði. Þetta eru stórfyrirtæki með mikið af starfsfólki sem þurfa menntun,“ segir Bjarni Kristófer Kristjánsson, prófessor við fiskeldis- og fiskalíffræðideildina. Hann segir að áður hafi nemendur í fiskeldi kannski verið að jafnaði á bilinu sex til tíu talsins. „En á síðustu svona þremur til fjórum árum þá hefur orðið alger sprenging. Og núna eru í náminu hjá okkur um fjörutíu nemendur og þar af eru um þrjátíu nemendur nýir. Þetta er sem sagt eins árs nám,“ segir Bjarni. Hluti af því er tólf vikna verknám í fiskeldisstöð. Bjarni Kristófer Kristjánsson er prófessor við fiskeldis- og fiskalíffræðideildina á Hólum.Sigurjón Ólason Skólinn býður einnig upp á meistaranám. „Við erum með tvær línur í meistaranámi, annarsvegar rannsóknartengt meistaranám í sjávar- og vatnalíffræði, og hins vegar nám sem heitir Mar-Bio, sem er samskandinavískt nám - við erum með Norðmönnum og Svíum – og er mjög praktískt. Síðan höfum við verið að leiðbeina doktorsnemum,“ segir Bjarni. Rannsóknar- og þróunarstarf er hluti starfseminnar og háskólinn rekur kynbótastöð fyrir bleikju. Einar Svavarsson er stöðvarstjóri bleikjukynbótastöðvar Háskólans á Hólum.Sigurjón Ólason „Við erum sem sagt að þróa stofn, bleikjustofn, sem er hagkvæmur í eldi og gefur sem mest gæði í fiski fyrir neytendur,“ segir Einar Svavarsson, stöðvarstjóri bleikjukynbótastöðvarinnar. Nýr rektor, Hólmfríður Sveinsdóttir, segir skólann vilja styðja við atvinnulífið. „Háskólinn hérna er mjög tengdur atvinnulífinu. Við höfum byggt upp þessi fræðasvið í kringum atvinnugreinarnar; hestamennsku, ferðamennsku og fiskeldi, með það bara að markmiði að efla þessar greinar,“ segir Hólmfríður. Horft yfir byggðina á Hólum.Sigurjón Ólason Fiskeldisdeildin tekur einnig á móti fjölda erlendra nema í verknám. „Síðustu tvö árin hafa það verið yfir þrjátíu manns. Þannig að allt í allt þá eru í deildinni hjá okkur um áttatíu nemendur,“ segir Bjarni Kristófer. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Háskólar Fiskeldi Skagafjörður Skóla - og menntamál Um land allt Vísindi Tengdar fréttir Fiskeldi orðið stærra en fiskveiðar í heiminum Fiskur sem alinn er upp í kvíum og tjörnum er í fyrsta sinn orðinn stærri hluti af máltíðum jarðarbúa heldur en veiddur villtur fiskur. 24. júní 2014 16:00 Fiskneysla hefur aldrei verið meiri í heiminum Ný skýrsla frá Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna sýnir að fiskneysla hefur aldrei verið meiri meðal íbúa heimsins en nú. 2. febrúar 2011 07:26 Aukið samstarf hjá háskólum Opinberu háskólarnir fjórir, Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Landbúnaðarháskóli Íslands og Hólaskóli-Háskólinn á Hólum hafa gert með sér samkomulag um sameiginlega stoðþjónustu á ákveðnum sviðum. Rektorar skólanna skrifuðu undir samkomulag þessa efnis að viðstöddum mennta- og menningarmálaráðherra í dag. 9. maí 2011 16:33 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 voru Hólar í Hjaltadal heimsóttir. Hann hét Bændaskólinn á Hólum þegar fiskeldisnámið hófst fyrir hartnær fjörutíu árum en það var upphaflega hugsað fyrir bændur sem vildu ala bleikju sem aukabúgrein. Hólar í Hjaltadal. Nám í fiskeldi hófst þar árið 1984 í Bændaskólanum.Sigurjón Ólason „Síðan á síðustu tuttugu árum þá hefur fiskeldið sprungið út og orðið að stóriðnaði. Þetta eru stórfyrirtæki með mikið af starfsfólki sem þurfa menntun,“ segir Bjarni Kristófer Kristjánsson, prófessor við fiskeldis- og fiskalíffræðideildina. Hann segir að áður hafi nemendur í fiskeldi kannski verið að jafnaði á bilinu sex til tíu talsins. „En á síðustu svona þremur til fjórum árum þá hefur orðið alger sprenging. Og núna eru í náminu hjá okkur um fjörutíu nemendur og þar af eru um þrjátíu nemendur nýir. Þetta er sem sagt eins árs nám,“ segir Bjarni. Hluti af því er tólf vikna verknám í fiskeldisstöð. Bjarni Kristófer Kristjánsson er prófessor við fiskeldis- og fiskalíffræðideildina á Hólum.Sigurjón Ólason Skólinn býður einnig upp á meistaranám. „Við erum með tvær línur í meistaranámi, annarsvegar rannsóknartengt meistaranám í sjávar- og vatnalíffræði, og hins vegar nám sem heitir Mar-Bio, sem er samskandinavískt nám - við erum með Norðmönnum og Svíum – og er mjög praktískt. Síðan höfum við verið að leiðbeina doktorsnemum,“ segir Bjarni. Rannsóknar- og þróunarstarf er hluti starfseminnar og háskólinn rekur kynbótastöð fyrir bleikju. Einar Svavarsson er stöðvarstjóri bleikjukynbótastöðvar Háskólans á Hólum.Sigurjón Ólason „Við erum sem sagt að þróa stofn, bleikjustofn, sem er hagkvæmur í eldi og gefur sem mest gæði í fiski fyrir neytendur,“ segir Einar Svavarsson, stöðvarstjóri bleikjukynbótastöðvarinnar. Nýr rektor, Hólmfríður Sveinsdóttir, segir skólann vilja styðja við atvinnulífið. „Háskólinn hérna er mjög tengdur atvinnulífinu. Við höfum byggt upp þessi fræðasvið í kringum atvinnugreinarnar; hestamennsku, ferðamennsku og fiskeldi, með það bara að markmiði að efla þessar greinar,“ segir Hólmfríður. Horft yfir byggðina á Hólum.Sigurjón Ólason Fiskeldisdeildin tekur einnig á móti fjölda erlendra nema í verknám. „Síðustu tvö árin hafa það verið yfir þrjátíu manns. Þannig að allt í allt þá eru í deildinni hjá okkur um áttatíu nemendur,“ segir Bjarni Kristófer. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Háskólar Fiskeldi Skagafjörður Skóla - og menntamál Um land allt Vísindi Tengdar fréttir Fiskeldi orðið stærra en fiskveiðar í heiminum Fiskur sem alinn er upp í kvíum og tjörnum er í fyrsta sinn orðinn stærri hluti af máltíðum jarðarbúa heldur en veiddur villtur fiskur. 24. júní 2014 16:00 Fiskneysla hefur aldrei verið meiri í heiminum Ný skýrsla frá Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna sýnir að fiskneysla hefur aldrei verið meiri meðal íbúa heimsins en nú. 2. febrúar 2011 07:26 Aukið samstarf hjá háskólum Opinberu háskólarnir fjórir, Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Landbúnaðarháskóli Íslands og Hólaskóli-Háskólinn á Hólum hafa gert með sér samkomulag um sameiginlega stoðþjónustu á ákveðnum sviðum. Rektorar skólanna skrifuðu undir samkomulag þessa efnis að viðstöddum mennta- og menningarmálaráðherra í dag. 9. maí 2011 16:33 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Sjá meira
Fiskeldi orðið stærra en fiskveiðar í heiminum Fiskur sem alinn er upp í kvíum og tjörnum er í fyrsta sinn orðinn stærri hluti af máltíðum jarðarbúa heldur en veiddur villtur fiskur. 24. júní 2014 16:00
Fiskneysla hefur aldrei verið meiri í heiminum Ný skýrsla frá Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna sýnir að fiskneysla hefur aldrei verið meiri meðal íbúa heimsins en nú. 2. febrúar 2011 07:26
Aukið samstarf hjá háskólum Opinberu háskólarnir fjórir, Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Landbúnaðarháskóli Íslands og Hólaskóli-Háskólinn á Hólum hafa gert með sér samkomulag um sameiginlega stoðþjónustu á ákveðnum sviðum. Rektorar skólanna skrifuðu undir samkomulag þessa efnis að viðstöddum mennta- og menningarmálaráðherra í dag. 9. maí 2011 16:33