Veiðiferð vísindamanna skilar vænum fiskafla úr Elliðavatni Kristján Már Unnarsson skrifar 14. september 2022 21:42 Friðþjófur Árnason er líffræðingur á Hafrannsóknastofnun. Arnar Halldórsson Fiskstofnar í Elliðavatni dafna vel, samkvæmt árlegri úttekt vísindamanna, sem fengu hátt í þrjúhundruð væna silunga í net sín á einum sólarhring. Bleikju hefur þó fækkað, en sama þróun sést víðar á landinu, og er talin geta tengst hnattrænni hlýnun. Samskonar rannsókn á fiskistofnum Elliðavatns hefur verið gerð á hverju hausti undanfarin 35 ár. Þrír vísindamenn Hafrannsóknarstofnunar, líffræðingarnir Friðþjófur Árnason og Sigurður Óskar Helgason og Eydís Njarðardóttir rannsóknarmaður, lögðu 22 net í vatnið í gær með mismunandi möskvastærðum og vitjuðu svo um þau í dag. Vísindamenn Hafrannsóknastofnunar sigla að landi með aflann í dag.Arnar Halldórsson Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá þau tína afraksturinn úr netunum, sem reyndist 259 silungar, þar af 230 urriðar og 29 bleikjur, sem er svipað og í fyrra. „Við allavega getum sagt að fiskstofnarnir hérna, urriðinn, sýnir bara góðan vöxt. Það er mikill vöxtur í Elliðavatni þannig að fiskstofnarnir hafa það svo sem ágætt hérna,“ segir Friðþjófur. „En bleikjunni hefur fækkað og við vitum svo sem ekki alveg nákvæmlega ástæðuna. En líklega er þetta tengt einhverskonar hnattrænni breytingu, jafnvel hlýnun,“ segir líffræðingurinn. Væn bleikja sem kom í veiðinet vísindamanna Hafrannsóknastofnunar.Arnar Halldórsson Ein kenningin er að hlýnun ýti undir vöxt sníkjudýrs. „Við höfum fundið hér sníkjudýr sem þarf talsverðan hita til að blossa upp. Og við vitum að bleikjan er viðkvæm fyrir því. En það eru margir þættir sem geta spilað inn í. En við erum að sjá þetta víðar heldur en í Elliðavatni; að bleikjustofnum hefur hrakað á landinu.“ Enginn lax var í netunum í dag, þótt hann gangi í gegnum vatnið og upp í Hólmsá og Suðurá til að hrygna. „Það er hending að við fáum lax í netin. Og ef það gerist þá reynum við nú að sleppa honum, ef hann er með lífsmarki,“ segir Friðþjófur. Horft yfir Elliðavatn. Tvö stærstu sveitarfélög landsins, Kópavogur og Reykjavík, eiga land að vatninu.Arnar Halldórsson Við sáum myndarfiska í netunum, bæði bleikju og urriða, en Friðþjófur segir þá stærstu slaga í tvö kíló. Algengasta stærðin sé þó 300 til 400 grömm. „Þetta telst bara vera mjög vel haldinn fiskur. Það er góður vöxtur hérna og ekkert að því. Þannig að það er nóg fæða,“ segir líffræðingurinn Friðþjófur Árnason hjá Hafrannsóknastofnun. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Stangveiði Vísindi Kópavogur Reykjavík Loftslagsmál Umhverfismál Um land allt Tengdar fréttir Elliðavatn búið að vera gjöfult Elliðavatn var lengi vel kallað háskóli silungsveiðimannsins og miðað við veiðina síðustu daga og vikur hafa margir klárað það nám. 24. júní 2022 08:23 Bleikjan á uppleið í Elliðavatni Veiðimenn og veiðikonur sem hafa verið að stunda Elliðavatn í vor og það sem af er sumri eru sammála um að það virðist vera meira af bleikju en undanfarin ár. 1. júní 2022 08:58 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Erlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sjá meira
Samskonar rannsókn á fiskistofnum Elliðavatns hefur verið gerð á hverju hausti undanfarin 35 ár. Þrír vísindamenn Hafrannsóknarstofnunar, líffræðingarnir Friðþjófur Árnason og Sigurður Óskar Helgason og Eydís Njarðardóttir rannsóknarmaður, lögðu 22 net í vatnið í gær með mismunandi möskvastærðum og vitjuðu svo um þau í dag. Vísindamenn Hafrannsóknastofnunar sigla að landi með aflann í dag.Arnar Halldórsson Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá þau tína afraksturinn úr netunum, sem reyndist 259 silungar, þar af 230 urriðar og 29 bleikjur, sem er svipað og í fyrra. „Við allavega getum sagt að fiskstofnarnir hérna, urriðinn, sýnir bara góðan vöxt. Það er mikill vöxtur í Elliðavatni þannig að fiskstofnarnir hafa það svo sem ágætt hérna,“ segir Friðþjófur. „En bleikjunni hefur fækkað og við vitum svo sem ekki alveg nákvæmlega ástæðuna. En líklega er þetta tengt einhverskonar hnattrænni breytingu, jafnvel hlýnun,“ segir líffræðingurinn. Væn bleikja sem kom í veiðinet vísindamanna Hafrannsóknastofnunar.Arnar Halldórsson Ein kenningin er að hlýnun ýti undir vöxt sníkjudýrs. „Við höfum fundið hér sníkjudýr sem þarf talsverðan hita til að blossa upp. Og við vitum að bleikjan er viðkvæm fyrir því. En það eru margir þættir sem geta spilað inn í. En við erum að sjá þetta víðar heldur en í Elliðavatni; að bleikjustofnum hefur hrakað á landinu.“ Enginn lax var í netunum í dag, þótt hann gangi í gegnum vatnið og upp í Hólmsá og Suðurá til að hrygna. „Það er hending að við fáum lax í netin. Og ef það gerist þá reynum við nú að sleppa honum, ef hann er með lífsmarki,“ segir Friðþjófur. Horft yfir Elliðavatn. Tvö stærstu sveitarfélög landsins, Kópavogur og Reykjavík, eiga land að vatninu.Arnar Halldórsson Við sáum myndarfiska í netunum, bæði bleikju og urriða, en Friðþjófur segir þá stærstu slaga í tvö kíló. Algengasta stærðin sé þó 300 til 400 grömm. „Þetta telst bara vera mjög vel haldinn fiskur. Það er góður vöxtur hérna og ekkert að því. Þannig að það er nóg fæða,“ segir líffræðingurinn Friðþjófur Árnason hjá Hafrannsóknastofnun. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Stangveiði Vísindi Kópavogur Reykjavík Loftslagsmál Umhverfismál Um land allt Tengdar fréttir Elliðavatn búið að vera gjöfult Elliðavatn var lengi vel kallað háskóli silungsveiðimannsins og miðað við veiðina síðustu daga og vikur hafa margir klárað það nám. 24. júní 2022 08:23 Bleikjan á uppleið í Elliðavatni Veiðimenn og veiðikonur sem hafa verið að stunda Elliðavatn í vor og það sem af er sumri eru sammála um að það virðist vera meira af bleikju en undanfarin ár. 1. júní 2022 08:58 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Erlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sjá meira
Elliðavatn búið að vera gjöfult Elliðavatn var lengi vel kallað háskóli silungsveiðimannsins og miðað við veiðina síðustu daga og vikur hafa margir klárað það nám. 24. júní 2022 08:23
Bleikjan á uppleið í Elliðavatni Veiðimenn og veiðikonur sem hafa verið að stunda Elliðavatn í vor og það sem af er sumri eru sammála um að það virðist vera meira af bleikju en undanfarin ár. 1. júní 2022 08:58