Silungsafbrigði í Hrútafirði sem er einstakt í heiminum Kristján Már Unnarsson skrifar 6. apríl 2022 22:01 Fiskar af þessu einstaka afbrigði verða mjög stórir. Myndin er tekin á Borðeyri árið 2008. Lárus Jón Lárusson Á einangruðu vatnasvæði ofan Borðeyrar í Hrútafirði finnst silungsafbrigði sem er einstakt í heiminum. Stofninn er mjög lítill og talinn hafa verið innilokaður í vötnunum frá síðustu ísöld. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um þennan furðufisk en þegar við vorum á ferð á Ströndum fyrr í vetur sögðu bændur í sveitinni okkur frá honum. „Það er talið að hann hafi lokast þarna inni um ísöld. Þetta eru vötn sem ekki eru með samgang við sjó. Og sé bara búinn að vera þarna síðan,“ segir Jóhann Ragnarsson, bóndi í Laxárdal. Vötnin heita Fýlingjavötn og eru á Laxárdalsheiði ofan Borðeyrar í landi Valdasteinsstaða en það var árið 1997 sem þeir Pétur Brynjólfsson í Hólalaxi og Gunnar Sæmundsson í Hrútatungu vöktu athygli fiskifræðings hjá Veiðimálastofnun á fisknum, Tuma Tómassonar. Fýlingjavötn eru ofan Borðeyrar í Hrútafirði.Grafík/Ragnar Visage „Þarna hefur hann bara þróast og verið um aldir. Mjög lítill stofn, í litlum vötnum við mjög takmörkuð hrygningarskilyrði,“ segir Tumi, sem núna starfar hjá Hafrannsóknastofnun. „Þetta er góður matfiskur og skemmtilegur. Stórir fiskar,“ segir Jóhann bóndi. Fiskurinn er bleikur á að sjá en er samt ekki bleikja. Jóhann Ragnarsson, bóndi í Laxárdal.Einar Árnason „Fyrst hélt ég að þetta væri sértegund. En ef þú greinir hann, bara eftir greiningarlykli, þá greinist hann sem urriði. Og erfðafræðilega greinist hann sem urriði,“ segir fiskifræðingurinn. „Hann er bara allt öðruvísi á hreistrið heldur en urriði. Hann er eiginlega silfraður og ekkert líkur urriða, þannig lagað séð, nema í byggingunni“ segir bóndinn. Fiskurinn telst samt urriði en með stökkbreytt litarafbrigði. Í fréttum var fyrst sagt frá þessum óvenjulega fiski í Morgunblaðinu árið 1998. „Þetta þekkist hvergi annars staðar. En það þekkjast hins vegar önnur urriðaafbrigði á öðrum stöðum í heiminum. En ekkert líkt þessu,“ segir Tumi. Og telst með fyrstu landnemum. „Þetta er örugglega með fyrstu urriðum sem koma til landsins eftir ísöld.“ Tumi Tómasson, fiskifræðingur.Egill Aðalsteinsson -Af hverju gerist svona í náttúrunni? „Það verður þarna einhver stökkbreyting. Þetta eru gen sem ráða litarhafti og þetta er víkjandi gen,“ svarar Tumi. Og bændurnir passa upp á þennan einstaka fisk. „Við leyfum ekki mikla veiði í vötnunum. Það er aðeins veitt í þeim, stangveitt í þeim á hverju ári, en það er gert með mjög hóflegum hætti,“ segir Jóhann í Laxárdal. „Það er alltaf gaman að einhverju sem er svona sérstakt í náttúrunni,“ segir Tumi Tómasson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Um land allt Húnaþing vestra Stangveiði Fiskur Landbúnaður Tengdar fréttir Á fáum stöðum betra að rækta sauðfé á Íslandi en á Ströndum „Það er harðduglegt fólk hérna, er með góð sauðfjárbú og afurðirnar góðar,“ segir réttarstjórinn Ingibjörg Rósa Auðunsdóttir, bóndi á Kollsá í Hrútafirði, þegar við hittum hana í Hvalsárrétt, aðalréttum Bæhreppinga, eins og íbúar Bæjarhrepps hins forna voru jafnan kallaðir. 3. apríl 2022 05:55 Nefna Tröllakirkju sem hæsta fjall Vestfjarða Kaldbakur hefur löngum verið talinn hæsta fjall Vestfjarða, 998 metra hátt. Strandamenn stríða hins vegar öðrum Vestfirðingum með því að Tröllakirkja á Holtavörðuheiði sé þremur metrum hærri. Hún sé í Strandasýslu, sem teljist til Vestfjarða, og verðskuldi því fremur titilinn. 29. mars 2022 22:11 Handprjónarar bæta hag íslenskra sauðfjárbænda Sauðfjárbændur gleðjast núna yfir hærra ullarverði en íslenskt handprjónaband hefur slegið í gegn meðal prjónafólks, bæði hérlendis og erlendis. Ullarvinnslufyrirtækið Ístex hefur ekki undan við framleiðsluna. 18. nóvember 2021 22:44 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um þennan furðufisk en þegar við vorum á ferð á Ströndum fyrr í vetur sögðu bændur í sveitinni okkur frá honum. „Það er talið að hann hafi lokast þarna inni um ísöld. Þetta eru vötn sem ekki eru með samgang við sjó. Og sé bara búinn að vera þarna síðan,“ segir Jóhann Ragnarsson, bóndi í Laxárdal. Vötnin heita Fýlingjavötn og eru á Laxárdalsheiði ofan Borðeyrar í landi Valdasteinsstaða en það var árið 1997 sem þeir Pétur Brynjólfsson í Hólalaxi og Gunnar Sæmundsson í Hrútatungu vöktu athygli fiskifræðings hjá Veiðimálastofnun á fisknum, Tuma Tómassonar. Fýlingjavötn eru ofan Borðeyrar í Hrútafirði.Grafík/Ragnar Visage „Þarna hefur hann bara þróast og verið um aldir. Mjög lítill stofn, í litlum vötnum við mjög takmörkuð hrygningarskilyrði,“ segir Tumi, sem núna starfar hjá Hafrannsóknastofnun. „Þetta er góður matfiskur og skemmtilegur. Stórir fiskar,“ segir Jóhann bóndi. Fiskurinn er bleikur á að sjá en er samt ekki bleikja. Jóhann Ragnarsson, bóndi í Laxárdal.Einar Árnason „Fyrst hélt ég að þetta væri sértegund. En ef þú greinir hann, bara eftir greiningarlykli, þá greinist hann sem urriði. Og erfðafræðilega greinist hann sem urriði,“ segir fiskifræðingurinn. „Hann er bara allt öðruvísi á hreistrið heldur en urriði. Hann er eiginlega silfraður og ekkert líkur urriða, þannig lagað séð, nema í byggingunni“ segir bóndinn. Fiskurinn telst samt urriði en með stökkbreytt litarafbrigði. Í fréttum var fyrst sagt frá þessum óvenjulega fiski í Morgunblaðinu árið 1998. „Þetta þekkist hvergi annars staðar. En það þekkjast hins vegar önnur urriðaafbrigði á öðrum stöðum í heiminum. En ekkert líkt þessu,“ segir Tumi. Og telst með fyrstu landnemum. „Þetta er örugglega með fyrstu urriðum sem koma til landsins eftir ísöld.“ Tumi Tómasson, fiskifræðingur.Egill Aðalsteinsson -Af hverju gerist svona í náttúrunni? „Það verður þarna einhver stökkbreyting. Þetta eru gen sem ráða litarhafti og þetta er víkjandi gen,“ svarar Tumi. Og bændurnir passa upp á þennan einstaka fisk. „Við leyfum ekki mikla veiði í vötnunum. Það er aðeins veitt í þeim, stangveitt í þeim á hverju ári, en það er gert með mjög hóflegum hætti,“ segir Jóhann í Laxárdal. „Það er alltaf gaman að einhverju sem er svona sérstakt í náttúrunni,“ segir Tumi Tómasson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Um land allt Húnaþing vestra Stangveiði Fiskur Landbúnaður Tengdar fréttir Á fáum stöðum betra að rækta sauðfé á Íslandi en á Ströndum „Það er harðduglegt fólk hérna, er með góð sauðfjárbú og afurðirnar góðar,“ segir réttarstjórinn Ingibjörg Rósa Auðunsdóttir, bóndi á Kollsá í Hrútafirði, þegar við hittum hana í Hvalsárrétt, aðalréttum Bæhreppinga, eins og íbúar Bæjarhrepps hins forna voru jafnan kallaðir. 3. apríl 2022 05:55 Nefna Tröllakirkju sem hæsta fjall Vestfjarða Kaldbakur hefur löngum verið talinn hæsta fjall Vestfjarða, 998 metra hátt. Strandamenn stríða hins vegar öðrum Vestfirðingum með því að Tröllakirkja á Holtavörðuheiði sé þremur metrum hærri. Hún sé í Strandasýslu, sem teljist til Vestfjarða, og verðskuldi því fremur titilinn. 29. mars 2022 22:11 Handprjónarar bæta hag íslenskra sauðfjárbænda Sauðfjárbændur gleðjast núna yfir hærra ullarverði en íslenskt handprjónaband hefur slegið í gegn meðal prjónafólks, bæði hérlendis og erlendis. Ullarvinnslufyrirtækið Ístex hefur ekki undan við framleiðsluna. 18. nóvember 2021 22:44 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Sjá meira
Á fáum stöðum betra að rækta sauðfé á Íslandi en á Ströndum „Það er harðduglegt fólk hérna, er með góð sauðfjárbú og afurðirnar góðar,“ segir réttarstjórinn Ingibjörg Rósa Auðunsdóttir, bóndi á Kollsá í Hrútafirði, þegar við hittum hana í Hvalsárrétt, aðalréttum Bæhreppinga, eins og íbúar Bæjarhrepps hins forna voru jafnan kallaðir. 3. apríl 2022 05:55
Nefna Tröllakirkju sem hæsta fjall Vestfjarða Kaldbakur hefur löngum verið talinn hæsta fjall Vestfjarða, 998 metra hátt. Strandamenn stríða hins vegar öðrum Vestfirðingum með því að Tröllakirkja á Holtavörðuheiði sé þremur metrum hærri. Hún sé í Strandasýslu, sem teljist til Vestfjarða, og verðskuldi því fremur titilinn. 29. mars 2022 22:11
Handprjónarar bæta hag íslenskra sauðfjárbænda Sauðfjárbændur gleðjast núna yfir hærra ullarverði en íslenskt handprjónaband hefur slegið í gegn meðal prjónafólks, bæði hérlendis og erlendis. Ullarvinnslufyrirtækið Ístex hefur ekki undan við framleiðsluna. 18. nóvember 2021 22:44