Garðyrkja

Fréttamynd

Segir þetta frá­bæran árs­tíma til að flytja tré

Garðyrkjufræðingurinn Guðríður Helgadóttir, betur þekkt sem Gurrý, segir árstímann nú vera frábæran til að flytja tré. Hún segir að í raun sé hægt að færa alveg ótrúlega stór tré, að því gefnu að það sé undirbúið vel.

Lífið
Fréttamynd

Ragnheiður Elín þarf ekki að fella aspirnar á Arnarnesi

Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað Ragnheiði Elínu Clausen, fyrrum sjónvarpsþulu til margra ára, í máli sem nágrannar hennar á Arnarnesi í Garðabæ höfðuðu gegn henni vegna tveggja stórra aspa og annars gróðurs á lóð hennar sem þau telja skerða útsýni þeirra úr fasteign sinni.

Innlent
Fréttamynd

Frábær sprettutíð í sumarlok bjargar kartöfluuppskerunni

Kartöflubændur í Þykkvabæ þakka hlýindum og vætu í sumarlok það að nú stefni í bærilega uppskeru eftir kuldatíð langt fram eftir sumri. Þetta kom fram í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 af kartöfluakrinum í Rangárvallasýslu í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Ræktar 150 tonn af grænmeti á ári í 300 fermetrum

Andri Björn Gunnarsson er grænmetisbóndi af þeirri gerð sem fáir Íslendingar hafa heyrt um áður en hann starfrækir fyrirtækið Hárækt sem sérhæfir sig í lóðréttum landbúnaði eða Vertical Farming eins og það er kallað úti í hinum stóra heimi.

Lífið
Fréttamynd

Tómatar í stað erlendra ferðamanna

Framkvæmdir eru hafnar við Friðheima í Reykholti en þar er verið að stækka gróðurhúsið um fimm þúsund fermetra. Eigendur fyrirtækisins ætla að leggja aukna áherslu á tómatarækt til að bregðast við fækkun erlendra ferðamanna.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lenskt græn­meti er gull

Íslenskt grænmeti er fágætt. Gullmolar í mjúkri hreinni mold, ræktað úti í hreinu lofti, skolað með hreinu vatni og síðast en ekki síst ræktað við grænan orkugjafa innanhúss.

Skoðun