Blómaskeið lífrænnar matjurtaræktar Ragnheiður I. Þórarinsdóttir skrifar 29. júní 2020 15:00 Mikill fjöldi umsókna hefur borist Landbúnaðarháskóla Íslands fyrir næsta skólaár, bæði í háskólanám og starfsmenntanám skólans. Í mörgum af námsbrautum skólans voru met slegin í umsóknum og það er mikið gleðiefni að sjá hversu mikinn áhuga ungt fólk sýnir námi í Landbúnaðarháskóla Íslands og hversu dreifing umsókna er mikil. Sérstaklega er ánægjulegt að sjá góða aðsókn í garðyrkjunám á Reykjum þar sem 136 umsóknir bárust og hafa þær aldrei verið jafnmargar í sögu skólans. Flestir sækja um í lífræna ræktun matjurta en þar sóttu 45 nemendur um nám. Aðsókn er einnig góð í ylrækt með 26 umsóknir og 10 í garð- og skógarplöntuframleiðslu. Aðeins er tekið inn á garðyrkjubrautir á tveggja ára fresti en aukning frá 2018 er um 45%. Greinilegt er af fjölda umsókna í garðyrkjunámið, en einnig í nám við náttúru- og umhverfisfræðabraut að mikill áhugi er á sjálfbærri þróun og jafnvægi verndunar og nýtingar. Áherslur ríkisstjórnarinnar í umhverfismálum falla einnig mjög vel að þessum aukna áhuga á lífrænni og sjálfbærri matjurtarækt. Uppfærð aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar var nýlega birt og er að finna í henni metnaðarfull markmið um aukna grænmetisframleiðslu hér á landi með áherslu á kolefnishlutleysi hennar. Nánar tiltekið á að auka framleiðslu á íslensku grænmeti um 25% á næstu þremur árum, leggja aukið fjármagn í lífræna framleiðslu og vinna að því markmiði að íslensk garðyrkja verði kolefnishlutlaus eigi síðar en árið 2040. Metnaðarfull markmið af þessu tagi kalla ekki aðeins á að fjármagni sé veitt til verksins, heldur að byggt sé á þekkingu sem orðið hefur til innan greinarinnar og í menntastofnunum á borð við Landbúnaðarháskólann og að bætt sé við þessa þekkingu með rannsóknum. Greinilegt er að stjórnvöld hafa skilning á þessu því í aðgerðaáætluninni er talað um að byggja þurfi upp þekkingu á losun og bindingu kolefnis, en einnig að auka þekkingu bænda með því að auka aðgang þeirra að beinni ráðgjöf og fræðslu. Þessar áherslur stjórnvalda og mikill áhugi nemenda á umhverfisvænni, innlendri matvælaframleiðslu ríma vel við þá þróun sem merkja má í greininni almennt. Nýjar aðferðir og ný tækni eru nýtt í auknum mæli til að auka afköst og minnka kostnað - fjárhagslegan sem umhverfislegan - af ræktuninni. Ef rétt er haldið á spilunum gæti mikið blómaskeið íslenskrar matjurtaræktunar verið framundan. Landbúnaðarháskólinn hefur mikilvægur hlutverki að gegna í þessari þróun. Í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi er hjarta garðyrkjumenntunar og garðræktar á Íslandi. Fjölgun útskrifaðra nemenda og frekari uppbygging á náminu þar mun styðja vel við markmið stjórnvalda um aukningu í lífrænni og sjálfbærri matjurtarækt á Íslandi. Það er verkefni sem við í Landbúnaðarháskólanum hlökkum til að takast á við. Höfundur er rektor Landbúnaðarháskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Garðyrkja Umhverfismál Mest lesið Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn boðar skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Mikill fjöldi umsókna hefur borist Landbúnaðarháskóla Íslands fyrir næsta skólaár, bæði í háskólanám og starfsmenntanám skólans. Í mörgum af námsbrautum skólans voru met slegin í umsóknum og það er mikið gleðiefni að sjá hversu mikinn áhuga ungt fólk sýnir námi í Landbúnaðarháskóla Íslands og hversu dreifing umsókna er mikil. Sérstaklega er ánægjulegt að sjá góða aðsókn í garðyrkjunám á Reykjum þar sem 136 umsóknir bárust og hafa þær aldrei verið jafnmargar í sögu skólans. Flestir sækja um í lífræna ræktun matjurta en þar sóttu 45 nemendur um nám. Aðsókn er einnig góð í ylrækt með 26 umsóknir og 10 í garð- og skógarplöntuframleiðslu. Aðeins er tekið inn á garðyrkjubrautir á tveggja ára fresti en aukning frá 2018 er um 45%. Greinilegt er af fjölda umsókna í garðyrkjunámið, en einnig í nám við náttúru- og umhverfisfræðabraut að mikill áhugi er á sjálfbærri þróun og jafnvægi verndunar og nýtingar. Áherslur ríkisstjórnarinnar í umhverfismálum falla einnig mjög vel að þessum aukna áhuga á lífrænni og sjálfbærri matjurtarækt. Uppfærð aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar var nýlega birt og er að finna í henni metnaðarfull markmið um aukna grænmetisframleiðslu hér á landi með áherslu á kolefnishlutleysi hennar. Nánar tiltekið á að auka framleiðslu á íslensku grænmeti um 25% á næstu þremur árum, leggja aukið fjármagn í lífræna framleiðslu og vinna að því markmiði að íslensk garðyrkja verði kolefnishlutlaus eigi síðar en árið 2040. Metnaðarfull markmið af þessu tagi kalla ekki aðeins á að fjármagni sé veitt til verksins, heldur að byggt sé á þekkingu sem orðið hefur til innan greinarinnar og í menntastofnunum á borð við Landbúnaðarháskólann og að bætt sé við þessa þekkingu með rannsóknum. Greinilegt er að stjórnvöld hafa skilning á þessu því í aðgerðaáætluninni er talað um að byggja þurfi upp þekkingu á losun og bindingu kolefnis, en einnig að auka þekkingu bænda með því að auka aðgang þeirra að beinni ráðgjöf og fræðslu. Þessar áherslur stjórnvalda og mikill áhugi nemenda á umhverfisvænni, innlendri matvælaframleiðslu ríma vel við þá þróun sem merkja má í greininni almennt. Nýjar aðferðir og ný tækni eru nýtt í auknum mæli til að auka afköst og minnka kostnað - fjárhagslegan sem umhverfislegan - af ræktuninni. Ef rétt er haldið á spilunum gæti mikið blómaskeið íslenskrar matjurtaræktunar verið framundan. Landbúnaðarháskólinn hefur mikilvægur hlutverki að gegna í þessari þróun. Í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi er hjarta garðyrkjumenntunar og garðræktar á Íslandi. Fjölgun útskrifaðra nemenda og frekari uppbygging á náminu þar mun styðja vel við markmið stjórnvalda um aukningu í lífrænni og sjálfbærri matjurtarækt á Íslandi. Það er verkefni sem við í Landbúnaðarháskólanum hlökkum til að takast á við. Höfundur er rektor Landbúnaðarháskóla Íslands.
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun