Frábær sprettutíð í sumarlok bjargar kartöfluuppskerunni Kristján Már Unnarsson skrifar 15. september 2020 22:31 Sigurbjartur Pálsson, kartöflubóndi á Skarði í Þykkvabæ, á kartöfluakrinum í kvöld. Stöð 2/Einar Árnason. Kartöflubændur í Þykkvabæ þakka hlýindum og vætu í sumarlok það að nú stefni í bærilega uppskeru eftir kuldatíð langt fram eftir sumri. Þetta kom fram í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 af kartöfluakrinum í Rangárvallasýslu í kvöld þar sem rætt var við Sigurbjart Pálsson kartöflubónda en uppskerutími stendur nú sem hæst. Útlitið með kartöflusprettu í Þykkvabæ var hreint ekki gott fram eftir sumri en þaðan er áætlað að um 70 prósent af kartöfluframleiðslu landsins komi. „Það var kalt vor og erfitt og ætlaði aldrei að hlýna. Einhvernveginn í minningunni er samt búið að vera ágætis veður í sumar. En það var bara alltaf svo kalt. Og fyrri hlutinn í ágúst bara sá kaldasti í manna minnum,“ sagði Sigurbjartur en hann var við kartöfluupptöku ásamt eiginkonu sinni, Jóhönnu Lilju Þrúðmarsdóttur, og syninum Ómari Páli. Nýuppteknar kartöflur af akrinum í Þykkvabæ í dag. Stöð 2/Einar Árnason. „Hefðurðu spurt mig um miðjan ágúst hvernig þetta yrði hefði ég verið mjög svartsýnn. En í dag erum við að taka upp fyrirmyndaruppskeru,“ sagði Sigurbjartur. -Það hefur aldeilis ræst úr? „Það hefur ræst alveg ótrúlega úr. Þessir síðustu dagar í ágúst og núna þessir fyrstu dagar í september; óskapleg sprettutíð.“ -Eruð þið kannski að fá svona með betri kartöfluárum? „Nei, ég segi það nú kannski ekki. En þetta er alveg bærilegt ár og við getum ekkert kvartað,“ sagði Sigurbjartur en viðtalið á akrinum í heild má sjá hér í frétt Stöðvar 2: Landbúnaður Garðyrkja Rangárþing ytra Matvælaframleiðsla Kartöflurækt Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Kartöflubændur í Þykkvabæ þakka hlýindum og vætu í sumarlok það að nú stefni í bærilega uppskeru eftir kuldatíð langt fram eftir sumri. Þetta kom fram í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 af kartöfluakrinum í Rangárvallasýslu í kvöld þar sem rætt var við Sigurbjart Pálsson kartöflubónda en uppskerutími stendur nú sem hæst. Útlitið með kartöflusprettu í Þykkvabæ var hreint ekki gott fram eftir sumri en þaðan er áætlað að um 70 prósent af kartöfluframleiðslu landsins komi. „Það var kalt vor og erfitt og ætlaði aldrei að hlýna. Einhvernveginn í minningunni er samt búið að vera ágætis veður í sumar. En það var bara alltaf svo kalt. Og fyrri hlutinn í ágúst bara sá kaldasti í manna minnum,“ sagði Sigurbjartur en hann var við kartöfluupptöku ásamt eiginkonu sinni, Jóhönnu Lilju Þrúðmarsdóttur, og syninum Ómari Páli. Nýuppteknar kartöflur af akrinum í Þykkvabæ í dag. Stöð 2/Einar Árnason. „Hefðurðu spurt mig um miðjan ágúst hvernig þetta yrði hefði ég verið mjög svartsýnn. En í dag erum við að taka upp fyrirmyndaruppskeru,“ sagði Sigurbjartur. -Það hefur aldeilis ræst úr? „Það hefur ræst alveg ótrúlega úr. Þessir síðustu dagar í ágúst og núna þessir fyrstu dagar í september; óskapleg sprettutíð.“ -Eruð þið kannski að fá svona með betri kartöfluárum? „Nei, ég segi það nú kannski ekki. En þetta er alveg bærilegt ár og við getum ekkert kvartað,“ sagði Sigurbjartur en viðtalið á akrinum í heild má sjá hér í frétt Stöðvar 2:
Landbúnaður Garðyrkja Rangárþing ytra Matvælaframleiðsla Kartöflurækt Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira