Komin með sín eigin „pálmatré“ á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. ágúst 2021 21:05 Filipe er alsæll með "pálmatrén" sín á Selfossi, sem eru reyndar sitkagreni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Filipe Carvalho Cintra frá Brasilíu, sem býr á Selfossi dó ekki ráðlaus þegar hann fór að sakna pálmatrjánna úr heimalandi sínum því hann brá á það ráð að breyta tólf metra háum grenitrjám í garðinum sínum í sín eigin pálmatré. Hann hleypur nú upp og niður trén berfættur eins og klifurköttur. Filipe býr í Starenginu á Selfossi með konu sinni, Kristínu Þórisdóttur frá Hellu og dætrum þeirra en þær heita Eva Lind og Elín Ýr. Filipe gerði mikið af því sem barn og unglingur í Brasilíu að klifra upp í pálmatrén og ná sér þar í ávexti. Eftir að fjölskyldan flutti á Íslands hefur Filipe alltaf saknað mikið pálmatrjánna en hann fann fljótt ráð við því, jú, hann sagaði meira og minna allar greinarnar af tveimur 12 metra háum grenitrjám í garði fjölskyldunnar og gerði þau þannig að sínum eigin pálmatrjám. „Það er mikið af pálmatrjám í Brasilíu, sem ég sakna, ekki síst kókoshnetuvatnsins, það er ótrúlega gott. Nú er ég komin með mín eigin „pálmatré“ í garðinn minn til að vera nálægt Brasilíu og mömmu og pabba,“ segir Filipe. „Pálmatrén“ í garðinum við Starengi 8 á Selfossi þar sem Filipe og fjölskylda búa. Nágrannarnir eru mjög sáttir við trén og margir keyra götuna á hverjum degi til að skoða þau.Magnús Hlynur Hreiðarsson Filipe klifrar nokkrum sinnum á dag berfættur upp í trén og skoðar útsýnið yfir Selfoss og ímyndar sér að hann sé þá staddur í Brasilíu. „Þegar ég var lítill þá var venjulegt hjá krökkum að klifra upp í tré og ná í ávexti og borða strax og hlaupa frá hundum og klifra upp í tré,“ bætir hann við, Filipe er líka liðtækur á trampólíninu með dóttur sinn og hann stundar líka brimbretti í köldum sjónum við Íslandsstrendur. Hann segir frábært að eiga heima á Íslandi. En hvað er best við landið? „Konan mín og dætur mínar“. En er Filipe tilbúin að breyta fleiri grenitrjám á Selfossi í pálmatré ef fólk biður hann um það? „Já, ekkert mál, bara að senda mér skilaboð og við tölum saman,“ segir hann og hlær. Filipe segir að Ísland sé landið sitt, hann vill ekki flytja aftur til Brasilíu. Hann vann m.a. á leikskóla á Hellu og lærði þá að tala íslensku.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Garðyrkja Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Filipe býr í Starenginu á Selfossi með konu sinni, Kristínu Þórisdóttur frá Hellu og dætrum þeirra en þær heita Eva Lind og Elín Ýr. Filipe gerði mikið af því sem barn og unglingur í Brasilíu að klifra upp í pálmatrén og ná sér þar í ávexti. Eftir að fjölskyldan flutti á Íslands hefur Filipe alltaf saknað mikið pálmatrjánna en hann fann fljótt ráð við því, jú, hann sagaði meira og minna allar greinarnar af tveimur 12 metra háum grenitrjám í garði fjölskyldunnar og gerði þau þannig að sínum eigin pálmatrjám. „Það er mikið af pálmatrjám í Brasilíu, sem ég sakna, ekki síst kókoshnetuvatnsins, það er ótrúlega gott. Nú er ég komin með mín eigin „pálmatré“ í garðinn minn til að vera nálægt Brasilíu og mömmu og pabba,“ segir Filipe. „Pálmatrén“ í garðinum við Starengi 8 á Selfossi þar sem Filipe og fjölskylda búa. Nágrannarnir eru mjög sáttir við trén og margir keyra götuna á hverjum degi til að skoða þau.Magnús Hlynur Hreiðarsson Filipe klifrar nokkrum sinnum á dag berfættur upp í trén og skoðar útsýnið yfir Selfoss og ímyndar sér að hann sé þá staddur í Brasilíu. „Þegar ég var lítill þá var venjulegt hjá krökkum að klifra upp í tré og ná í ávexti og borða strax og hlaupa frá hundum og klifra upp í tré,“ bætir hann við, Filipe er líka liðtækur á trampólíninu með dóttur sinn og hann stundar líka brimbretti í köldum sjónum við Íslandsstrendur. Hann segir frábært að eiga heima á Íslandi. En hvað er best við landið? „Konan mín og dætur mínar“. En er Filipe tilbúin að breyta fleiri grenitrjám á Selfossi í pálmatré ef fólk biður hann um það? „Já, ekkert mál, bara að senda mér skilaboð og við tölum saman,“ segir hann og hlær. Filipe segir að Ísland sé landið sitt, hann vill ekki flytja aftur til Brasilíu. Hann vann m.a. á leikskóla á Hellu og lærði þá að tala íslensku.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Garðyrkja Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira