Segir þetta frábæran árstíma til að flytja tré Atli Ísleifsson skrifar 28. september 2020 13:59 Gurrý veit sínu viti þegar kemur að garðyrkju. Getty Garðyrkjufræðingurinn Guðríður Helgadóttir, betur þekkt sem Gurrý, segir árstímann nú vera frábæran til að flytja tré. Hún segir að í raun sé hægt að færa alveg ótrúlega stór tré, að því gefnu að það sé undirbúið vel. Gurrý ræddi þetta og fleira til í samtali við þá Gulla og Heimi í Bítinu í morgun. „Með litlar plöntur, eins og litlar sáðplöntur, birki einhver staðar í vegkanti, hvar sem er, þá þarf maður bara að hafa góða skóflu og taka eins mikið af jarðvegi með plöntunni og hægt er. Þetta er bara frábær tími í það núna,“ segir Gurrý. Mjög algengt sé að fólk færi tré og segir Gurrý að sumir séu sem eru ferðafélög fyrir trén sín. „Þeir eru alltaf að flytja þetta fram og til baka.“ Stinga og leyfa svo trénu að jafna sig Gurrý segir réttu aðferðina við flutning trjáa vera að stinga niður með skóflu hringinn í kringum stofninn, eins langt frá honum og maður treystir sér til. „Að því loknu skuli leyfa trénu aðeins að jafna sig áður maður flytur það. Þá sé hægt flytja tré sem getur verið einhverjir metrar á hæð,“ segir Gurrý. Réttast sé að leyfa trénu að jafna sig í þrjár til fjórar vikur. Hún segir að þegar stungið sé á ræturnar sem vaxi út frá stofninum og þá séu viðbrögðin þau að plantan fari að mynda nýjar rætur fyrir innan stungusárið. „Þá er hún í rauninni komin með allar þær rætur sem eru að ná í vatn og næringu úr jarðvegi – svona fínrótarkerfi sem við köllum. Þá er það komið fyrir innan stungusárið og þá er plantan betur undir það búin að vera flutt.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan. Þannig að metra hátt birkitré… Hvað erum við að tala um stungu langt frá stofninum? „Metra hátt birkitré... Þá erum við kannski að tala um að hnausinn í þvermál, hann getur verið 40 til 50 sentimetrar. Þannig að þú þarft að fara 20 til 25 sentimetra frá stofninum.“ Gurrý segir að svo sé það bara skófludýptin niður. „Það eru svo alltaf einhverjar rætur sem fara beint ofan í jarðveginn og eru í rauninni að festa tréð. Svo reynir maður að passa að allur hnausinn fylgi með, þegar maður flytur plöntuna og gjarnan er ágætt, þegar maður er kominn með þetta, það er að setja striga og smokra undir köggulinn og binda ofan á til að tryggja að minnst af jarðveginum detti í burtu. Reyna að hlífa rótarkerfinu ef maður þarf að flytja einhverja vegalengd.“ Furur erfiðastar Gurrý segir að í raun sé hægt að flytja hvaða tré sem er. „Þó eru furur erfiðastar. Eins og stafafura. Ástæðan er sú að þær hafa tilhneigingu að hafa rætur sem fara djúpt ofan í jarðveginn og beint niður. Virðast eiga erfitt með mynda fínrótarkerfi nálægt yfirborðinu heldur en margar aðrar tegundir. Þannig að það er oft svolítið snúið að flytja þær. Flest önnur tré er hægt að flytja bara ef maður undirbýr það nógu vel. Þau mega samt ekki vera orðin einhverjir tuttugu metrar. Það er of mikið.“ Bítið Garðyrkja Skógrækt og landgræðsla Tengdar fréttir Segir garðyrkjumenn fá fyrir hjartað þegar aspir eru kollaðar Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur, betur þekkt sem Gurrý, segir það vera í góðu lagi að saga til aspir á þessum árstíma. Hún segir flest tré taka því vel að þau séu klippt til. 24. júní 2020 08:54 Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Menning Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira
Garðyrkjufræðingurinn Guðríður Helgadóttir, betur þekkt sem Gurrý, segir árstímann nú vera frábæran til að flytja tré. Hún segir að í raun sé hægt að færa alveg ótrúlega stór tré, að því gefnu að það sé undirbúið vel. Gurrý ræddi þetta og fleira til í samtali við þá Gulla og Heimi í Bítinu í morgun. „Með litlar plöntur, eins og litlar sáðplöntur, birki einhver staðar í vegkanti, hvar sem er, þá þarf maður bara að hafa góða skóflu og taka eins mikið af jarðvegi með plöntunni og hægt er. Þetta er bara frábær tími í það núna,“ segir Gurrý. Mjög algengt sé að fólk færi tré og segir Gurrý að sumir séu sem eru ferðafélög fyrir trén sín. „Þeir eru alltaf að flytja þetta fram og til baka.“ Stinga og leyfa svo trénu að jafna sig Gurrý segir réttu aðferðina við flutning trjáa vera að stinga niður með skóflu hringinn í kringum stofninn, eins langt frá honum og maður treystir sér til. „Að því loknu skuli leyfa trénu aðeins að jafna sig áður maður flytur það. Þá sé hægt flytja tré sem getur verið einhverjir metrar á hæð,“ segir Gurrý. Réttast sé að leyfa trénu að jafna sig í þrjár til fjórar vikur. Hún segir að þegar stungið sé á ræturnar sem vaxi út frá stofninum og þá séu viðbrögðin þau að plantan fari að mynda nýjar rætur fyrir innan stungusárið. „Þá er hún í rauninni komin með allar þær rætur sem eru að ná í vatn og næringu úr jarðvegi – svona fínrótarkerfi sem við köllum. Þá er það komið fyrir innan stungusárið og þá er plantan betur undir það búin að vera flutt.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan. Þannig að metra hátt birkitré… Hvað erum við að tala um stungu langt frá stofninum? „Metra hátt birkitré... Þá erum við kannski að tala um að hnausinn í þvermál, hann getur verið 40 til 50 sentimetrar. Þannig að þú þarft að fara 20 til 25 sentimetra frá stofninum.“ Gurrý segir að svo sé það bara skófludýptin niður. „Það eru svo alltaf einhverjar rætur sem fara beint ofan í jarðveginn og eru í rauninni að festa tréð. Svo reynir maður að passa að allur hnausinn fylgi með, þegar maður flytur plöntuna og gjarnan er ágætt, þegar maður er kominn með þetta, það er að setja striga og smokra undir köggulinn og binda ofan á til að tryggja að minnst af jarðveginum detti í burtu. Reyna að hlífa rótarkerfinu ef maður þarf að flytja einhverja vegalengd.“ Furur erfiðastar Gurrý segir að í raun sé hægt að flytja hvaða tré sem er. „Þó eru furur erfiðastar. Eins og stafafura. Ástæðan er sú að þær hafa tilhneigingu að hafa rætur sem fara djúpt ofan í jarðveginn og beint niður. Virðast eiga erfitt með mynda fínrótarkerfi nálægt yfirborðinu heldur en margar aðrar tegundir. Þannig að það er oft svolítið snúið að flytja þær. Flest önnur tré er hægt að flytja bara ef maður undirbýr það nógu vel. Þau mega samt ekki vera orðin einhverjir tuttugu metrar. Það er of mikið.“
Bítið Garðyrkja Skógrækt og landgræðsla Tengdar fréttir Segir garðyrkjumenn fá fyrir hjartað þegar aspir eru kollaðar Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur, betur þekkt sem Gurrý, segir það vera í góðu lagi að saga til aspir á þessum árstíma. Hún segir flest tré taka því vel að þau séu klippt til. 24. júní 2020 08:54 Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Menning Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira
Segir garðyrkjumenn fá fyrir hjartað þegar aspir eru kollaðar Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur, betur þekkt sem Gurrý, segir það vera í góðu lagi að saga til aspir á þessum árstíma. Hún segir flest tré taka því vel að þau séu klippt til. 24. júní 2020 08:54