Ósanngjarnt að fá aðeins að taka á móti 10 manns í 3000 fm húsnæði Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. desember 2020 20:01 Kristín Helga Gísladóttir, framkvæmdastjóri Garðheima, segir að verslunin geri það besta úr hlutunum og að viðskiptavinir síni starfsfólki skilning. Vísir/Egill Kristín Helga Gísladóttir, framkvæmdastjóri Garðheima, segir að það hafi verið erfitt að fá þær fréttir að tíu manna fjöldatakmarkanir verði áfram í gildi, þó þær hafi vissulega verið viðbúnar. Ósanngjarnt sé að mega ekki taka á móti fleirum en tíu í einu í þessu gríðarstóra húsnæði en að gert sé það besta úr hlutunum með hólfaskiptingum. „Þetta er bara mjög ósanngjarnt. Í þessari stóru verslun, sem er um 3000 fermetrar, að það megi bara vera tíu manns. Með því að skipta henni í tvennt geta verið tuttugu inni í einu en það er ósanngjarnt þegar það er lítil vínbúð hér við hliðina á og hún má hleypa fleirum inn en við,“ segir Kristín, en vínbúðir flokkast undir matvöruverslanir og mega taka á móti 50 manns hverju sinni, óháð stærð húsnæðisins. Kristín segir að verslun aukist jafnt og þétt nú þegar nær dragi jólum og að það sé röð inn í búðina nánast frá opnun til lokunar. „Það gengur ágætlega. Þetta er svolítið flókið, við erum með stóra verslun og manni finnst alltaf eins og búðin sé hálf tóm vegna þess að það eru svo fáir sem mega vera hérna inni. En við höfum kosið í raun upp í eins og tvær verslanir, það er sér inngangur í hvort rými. Það hefur verið svona okkar leið til þess að láta þetta ganga hraðar en þetta er mjög erfitt.“ Bundnar hafi verið vonir um tilslakanir nú í desember. „Maður átti svo sem alveg von á þessu. En það er samt mjög erfitt. Það er erfitt að geta ekki sagt starfsfólki sínu hvernig þeirra vinnutími verður næstudaga og vikur ,þetta er mjög erfitt. Maður þarf að vera á tánum með að taka ákvarðanir um hvernig eigi að tækla hlutina og þetta er óvissa fyrir starfsfólkið. Að fá ekki að vita almennilega hvernig þeirra vinnutími eða vinnufyrirkomulag nema með nokkurra klukkutíma fyrirvara,“ segir hún. Þá sé jólatrjáasala að hefjast en að þá verði versluninni skipt upp í þrjú rými svo fleiri komist að. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Samkomubann á Íslandi Garðyrkja Reykjavík Tengdar fréttir Sóttvarnalæknir lagði til 20 manna samkomubann áður en smitum fór fjölgandi Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að á meðan kórónuveirufaraldurinn sé í vexti, líkt og nú er, sé ekki tilefni til þess að slaka á samkomutakmörkunum. Það sé of mikið að tíu til tuttugu smit séu að greinast á hverjum degi. 1. desember 2020 12:30 Óbreyttar samkomutakmarkanir til 9. desember Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja gildandi reglugerðir um takmarkanir á samkomum og skólastarfi óbreyttar til 9. desember næstkomandi. 1. desember 2020 11:38 Segir ekkert samræmi í fjöldatakmörkun í verslunum Forstjóri Olís kallar eftir fyrirsjáanleika í sóttvarnaraðgerðum og óskar eftir opnu samtali við stjórnvöld. Jafnvel þótt atvinnulífið hafi hagsmuna að gæta búi verslunarfólk yfir reynslu af beitingu aðgerða. 26. nóvember 2020 18:31 Mest lesið Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Samstarf Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Verðbólga heldur áfram að hjaðna Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Íhuga að sameina lífeyrissjóði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Sjá meira
„Þetta er bara mjög ósanngjarnt. Í þessari stóru verslun, sem er um 3000 fermetrar, að það megi bara vera tíu manns. Með því að skipta henni í tvennt geta verið tuttugu inni í einu en það er ósanngjarnt þegar það er lítil vínbúð hér við hliðina á og hún má hleypa fleirum inn en við,“ segir Kristín, en vínbúðir flokkast undir matvöruverslanir og mega taka á móti 50 manns hverju sinni, óháð stærð húsnæðisins. Kristín segir að verslun aukist jafnt og þétt nú þegar nær dragi jólum og að það sé röð inn í búðina nánast frá opnun til lokunar. „Það gengur ágætlega. Þetta er svolítið flókið, við erum með stóra verslun og manni finnst alltaf eins og búðin sé hálf tóm vegna þess að það eru svo fáir sem mega vera hérna inni. En við höfum kosið í raun upp í eins og tvær verslanir, það er sér inngangur í hvort rými. Það hefur verið svona okkar leið til þess að láta þetta ganga hraðar en þetta er mjög erfitt.“ Bundnar hafi verið vonir um tilslakanir nú í desember. „Maður átti svo sem alveg von á þessu. En það er samt mjög erfitt. Það er erfitt að geta ekki sagt starfsfólki sínu hvernig þeirra vinnutími verður næstudaga og vikur ,þetta er mjög erfitt. Maður þarf að vera á tánum með að taka ákvarðanir um hvernig eigi að tækla hlutina og þetta er óvissa fyrir starfsfólkið. Að fá ekki að vita almennilega hvernig þeirra vinnutími eða vinnufyrirkomulag nema með nokkurra klukkutíma fyrirvara,“ segir hún. Þá sé jólatrjáasala að hefjast en að þá verði versluninni skipt upp í þrjú rými svo fleiri komist að.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Samkomubann á Íslandi Garðyrkja Reykjavík Tengdar fréttir Sóttvarnalæknir lagði til 20 manna samkomubann áður en smitum fór fjölgandi Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að á meðan kórónuveirufaraldurinn sé í vexti, líkt og nú er, sé ekki tilefni til þess að slaka á samkomutakmörkunum. Það sé of mikið að tíu til tuttugu smit séu að greinast á hverjum degi. 1. desember 2020 12:30 Óbreyttar samkomutakmarkanir til 9. desember Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja gildandi reglugerðir um takmarkanir á samkomum og skólastarfi óbreyttar til 9. desember næstkomandi. 1. desember 2020 11:38 Segir ekkert samræmi í fjöldatakmörkun í verslunum Forstjóri Olís kallar eftir fyrirsjáanleika í sóttvarnaraðgerðum og óskar eftir opnu samtali við stjórnvöld. Jafnvel þótt atvinnulífið hafi hagsmuna að gæta búi verslunarfólk yfir reynslu af beitingu aðgerða. 26. nóvember 2020 18:31 Mest lesið Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Samstarf Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Verðbólga heldur áfram að hjaðna Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Íhuga að sameina lífeyrissjóði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Sjá meira
Sóttvarnalæknir lagði til 20 manna samkomubann áður en smitum fór fjölgandi Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að á meðan kórónuveirufaraldurinn sé í vexti, líkt og nú er, sé ekki tilefni til þess að slaka á samkomutakmörkunum. Það sé of mikið að tíu til tuttugu smit séu að greinast á hverjum degi. 1. desember 2020 12:30
Óbreyttar samkomutakmarkanir til 9. desember Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja gildandi reglugerðir um takmarkanir á samkomum og skólastarfi óbreyttar til 9. desember næstkomandi. 1. desember 2020 11:38
Segir ekkert samræmi í fjöldatakmörkun í verslunum Forstjóri Olís kallar eftir fyrirsjáanleika í sóttvarnaraðgerðum og óskar eftir opnu samtali við stjórnvöld. Jafnvel þótt atvinnulífið hafi hagsmuna að gæta búi verslunarfólk yfir reynslu af beitingu aðgerða. 26. nóvember 2020 18:31