Samkeppnismál

Fréttamynd

Vill dæma þá í fangelsi sem gerast sekir um samráð

Vil­hjálmur Birgis­son, for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness, segir að sér sé brugðið yfir því hve lágar fjár­hæðir séu lagðar í rekstur Sam­keppnis­eftir­litsins á hverju ári. Hann skorar á stjórn­völd að tryggja eftir­litinu nægt fjár­magn svo hægt sé að auka til muna eftir­lit með sam­keppnis­brotum. Þá vill hann fangelsisdóma yfir þeim sem eru staðnir að stórtæku samráði.

Innlent
Fréttamynd

Kaup Sýnar á Já fá grænt ljós

Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaup Sýnar á Eignarhaldsfélaginu Njálu ehf., móðurfélagi Já hf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýn. Í sáttinni felst að síðasta fyrirvara í samningi um kaup Sýnar er aflétt.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Milljarðar í ó­þarfa kostnað fyrir neyt­endur

Tryggja þarf aukið eftirlit á bankamarkaði til að tryggja aukna samkeppni. Þetta kom fram í morgun á málþingi um nýútkomna skýrslu um gjaldtöku og arðsemi bankanna. Formaður Neytendasamtakanna segir innlenda greiðslumiðlun mikilvæga í þessu tilliti.

Neytendur
Fréttamynd

Kverkatak

Í upphafi síðasta mánaðar kynnti Samkeppnisstofnun skýrslu um samráð skipafélaganna Eimskipa og Samskipa og að stjórnendur Eimskipa hafi samþykkt 1,2 milljarða sekt, en mál sé höfðað gegn Samskipum þar sem farið er fram á 4,2 milljarða í sekt.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­skip krefja Eim­skip um bætur

Sam­skip hafa falið Mörkinni lög­manns­stofu að sækja bætur á hendur Eim­skipi vegna þess sem fé­lagið kallar ó­lög­mætar og sak­næmar at­hafnir fé­lagsins gagn­vart Sam­skipum. Þetta kemur fram í til­kynningu frá fé­laginu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Heimta gögnin til baka og að vinnu verði eytt

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækið G. Run í Grundarfirði hefur farið fram á það við Samkeppniseftirlitið að stofnunin skili öllum þeim gögnum sem fyrirtækið afhenti í tengslum við úttekt á stjórn­un­ar- og eigna­tengsl­um í sjáv­ar­út­vegi.

Innlent
Fréttamynd

Sumar hinna háu sekta

Á örfáum mánuðum hafa margar af helstu eftirlitsstofnunum á sviði fjármála- og viðskiptalífs á Íslandi lagt á langhæstu sektir í sögu hverrar stofnunar fyrir sig. 

Skoðun
Fréttamynd

Dag­sektir á hendur Brimi ó­lög­mætar

Úrskurðarnefnd samkeppnismála úrskurðaði í dag að fella bæri úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins 19. júlí síðastliðinn um að beita útgerðarfélaginu Brim hf. dagsektum upp á 3,5 milljónir króna þar fyrirtækið veitti eftirlitinu upplýsingar og gögn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sam­keppnis­laga­brot skipa­fé­laganna, bóta­á­byrgð og evrópska skaða­bóta­til­skipunin

Það er ekki nóg að íslenskir ráðamenn fordæmi meint samkeppnislagabrot skipafélaganna, heldur þurfa þeir að sýna í verki að þeir taki hagsmuni neytanda og smærri fyrirtækja fram yfir hagsmuni stórfyrirtækjanna sem sífellt gerast brotleg við lög. Það verður helst gert með því eyða óvissu um réttarstöðu tjónþola í samkeppnislagabrotum og innleiða evrópsku skaðabótatilskipunina nr. 2014/104, að mati tveggja lögmanna.

Umræðan
Fréttamynd

Telur játningu Eimskipa vera taktíska ákvörðun

Hörður Felix Harðarson, lögmaður Samskipa, viðurkennir að játning Eimskipa í máli er varðar ólöglegt samráð fyrirtækjanna setji málið í einkennilega stöðu. Þrátt fyrir það telur hann játninguna vera taktíska ákvörðun fyrirtækisins, en segir Samskip ekki hafa viljað taka álíka ákvörðun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Segir á­sakanir um þaul­skipu­lagða glæpi mann­orðsmorð

Samskip eru sökuð um ólöglegt samráð í flutningaþjónustu á Norðurlandi í tíð stjórnarformanns lífeyrissjóðsina Gildis sem formaður VR sakar um „þaulskipulagða glæpi“. Lífeyrissjóðsstjórinn hætti störfum hjá Samskipum áður en alvarlegustu brotin sem Samkeppniseftirlitið sektaði fyrirtækið fyrir voru framin.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skiptir sann­leikurinn Ragnar Þór ein­hverju máli?

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR fór mikinn á heimasíðu sinni þar sem hann ásakaði undirritaðan um sakhæft athæfi. Þar sagði hann undirritaðan hafa verið lykilstjórnanda hjá Samskipum á þeim tíma er meginþorri þeirra meintu brota sem Samkeppniseftirlitið hefur fjallað um í nýútkominni skýrslu sinni.

Skoðun
Fréttamynd

Nokkur orð um sátt og sektir

Eimskip er markaðsráðandi aðili á íslenskum flutningamarkaði. Félagið hefur mikla yfirburði í flutningum til og frá Evrópu og í einokunarstöðu í beinum flutningum til og frá N-Ameríku.

Skoðun
Fréttamynd

Stjórn­endur farið langt yfir strikið

Formaður Neytendasamtakanna telur samráð Samskipa og Eimskip hafa skilað sér til neytenda með hærra vöruverði. Hann segir það sorglegt að stjórnendur fyrirtækjanna tveggja hafi hagað sér með þessum hætti. 

Neytendur
Fréttamynd

Leggja til leiðir til að auka samkeppni

Samkeppniseftirlit Íslands leggur til að stjórnvöld grípi til aðgerða til að efla samkeppni á flutningamarkaði með ýmsum aðgerðum. Er það sagt vera mikilvægt og þá meðal annars vegna hækkana á vöruverði síðustu mánuði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lýsti hatri á forstjóra Samskipa en var með honum í vinahóp

Ein fyrstu viðbrögð forstjóra Samskipa við húsleit sem Samkeppniseftirlitið gerði árið 2013 voru að hafa samband við framkvæmdastjóra hjá Eimskipum. Samráð fyrirtækjanna sem Samskip sætir metsekt fyrir er sagt hafa gert þeim kleift að hlunnfara viðskiptavini sína. Forstjóri Eimskips lýsti hatri á forstjóra Samskipa en var með honum í vinahóp þar sem þeir spiluðu saman golf.

Viðskipti innlent