Fjármálaeftirlitið samþykkir samruna Landsbankans og TM Lovísa Arnardóttir skrifar 25. september 2024 17:14 Landsbankinn keypti TM af Kviku banka í maí á tæpa 27 miljarða. Vísir/Vilhelm Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur samþykkt samruna TM og Landsbankans. Í tilkynningu á vef bankans kemur fram að Fjármálaeftirlitið telji Landsbankann hæfan til að eiga virkan eignarhlut í TM tryggingum hf. Bankinn undirritaði samning um kaup á öllu hlutafé í TM í maí 2024. Í tilkynningu segir að markmiðið með kaupunum sé að bjóða viðskiptavinum fjölbreyttari þjónustu, fjölga tekjustoðum og auka verðmæti bankans fyrir hluthafa. Þá kemur einnig fram í tilkynningunni að Fjármálaeftirlitið telji Landsbankann einnig hæfan til að fara með virkan eignarhlut í TM líftryggingum hf. og Íslenskri endurtryggingu hf. sem eru dótturfélög TM trygginga hf. Kaupin eru enn háð því að Samkeppniseftirlitið samþykkti þau en sú málsmeðferð er nú hafin. Í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu í gær kom fram að formleg málsmeðferð hafi hafist 20. september. Í tilkynningunni var öllum hagsmunaaðilum og öðrum áhugasömum aðilum boðið að skila inn sínum sjónarmiðum varðandi samruna fyrirtækjanna. Frestur var gefinn til föstudagsins næsta, 27. september. Greint var frá því í maí á þessu ári að Landsbankinn hefði gengið til samninga við Kviku banka um kaup á tryggingafélaginu TM fyrir 28,6 milljarða króna. Endanleg greiðsla fyrir TM er sögð háð kaupverðsaðlögun á þeim degi sem bankinn tekur við rekstri félagsins að fengnu leyfi eftirlitsstofnana. Kaup Landsbankans á TM hafa verið umdeild. Bankasýsla ríkisins taldi kaupin ekki samræmast eigendastefnu ríkisins og sagðist ekki hafa verið upplýst um fyrirætlanir bankans. Því hafnaði þáverandi bankaráðið og sakaði bankasýsluna um aðdróttanir í sinn garð. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þáverandi fjármálaráðherra, lýsti einnig andstöðu við kaupin. Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Seðlabankinn Fjármálafyrirtæki Tryggingar Samkeppnismál Tengdar fréttir Kvika stendur vel að vígi samanborið við hina bankana þegar kreppir að Kvika mun standa vel að vígi eftir sölu á TM samanborið við viðskiptabankana þegar kreppir að í efnahagslífinu og peningamagn í umferð dregst frekar saman. Þótt útlit sé fyrir að róðurinn í efnahagsmálum muni þyngjast í vetur þá hefur spá um hreinar vaxtatekjur Kviku verið endurskoðaðar til örlítillar hækkunar, segir í hlutabréfagreiningu. 7. júní 2024 11:58 Skorti heildarmynd í Landsbankamálinu Fjárlaganefnd hefur enn ekki fengið svör frá Fjármálaráðuneytinu um hver samskipti þess og Bankasýslu ríkisins voru í aðdraganda kaupa Landsbankans á TM. Nefndarmaður er svartsýnn á að þau berist. Heildarmynd í málinu liggi enn ekki fyrir. 15. apríl 2024 13:30 Bankaráðið sakar bankasýsluna um aðdróttanir Ásakanir um að leiðin sem Landsbankinn fer til að fjármagna kaup á tryggingafélaginu TM hafi verið valin til að komast hjá því að leita samþykkis hluthafafundar eru aðdróttanir, að sögn bankaráðs Landsbankans. Bankinn sé langt yfir eiginfjárkröfum eftir kaupin. 17. apríl 2024 12:24 Mest lesið Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Sjá meira
Í tilkynningu segir að markmiðið með kaupunum sé að bjóða viðskiptavinum fjölbreyttari þjónustu, fjölga tekjustoðum og auka verðmæti bankans fyrir hluthafa. Þá kemur einnig fram í tilkynningunni að Fjármálaeftirlitið telji Landsbankann einnig hæfan til að fara með virkan eignarhlut í TM líftryggingum hf. og Íslenskri endurtryggingu hf. sem eru dótturfélög TM trygginga hf. Kaupin eru enn háð því að Samkeppniseftirlitið samþykkti þau en sú málsmeðferð er nú hafin. Í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu í gær kom fram að formleg málsmeðferð hafi hafist 20. september. Í tilkynningunni var öllum hagsmunaaðilum og öðrum áhugasömum aðilum boðið að skila inn sínum sjónarmiðum varðandi samruna fyrirtækjanna. Frestur var gefinn til föstudagsins næsta, 27. september. Greint var frá því í maí á þessu ári að Landsbankinn hefði gengið til samninga við Kviku banka um kaup á tryggingafélaginu TM fyrir 28,6 milljarða króna. Endanleg greiðsla fyrir TM er sögð háð kaupverðsaðlögun á þeim degi sem bankinn tekur við rekstri félagsins að fengnu leyfi eftirlitsstofnana. Kaup Landsbankans á TM hafa verið umdeild. Bankasýsla ríkisins taldi kaupin ekki samræmast eigendastefnu ríkisins og sagðist ekki hafa verið upplýst um fyrirætlanir bankans. Því hafnaði þáverandi bankaráðið og sakaði bankasýsluna um aðdróttanir í sinn garð. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þáverandi fjármálaráðherra, lýsti einnig andstöðu við kaupin.
Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Seðlabankinn Fjármálafyrirtæki Tryggingar Samkeppnismál Tengdar fréttir Kvika stendur vel að vígi samanborið við hina bankana þegar kreppir að Kvika mun standa vel að vígi eftir sölu á TM samanborið við viðskiptabankana þegar kreppir að í efnahagslífinu og peningamagn í umferð dregst frekar saman. Þótt útlit sé fyrir að róðurinn í efnahagsmálum muni þyngjast í vetur þá hefur spá um hreinar vaxtatekjur Kviku verið endurskoðaðar til örlítillar hækkunar, segir í hlutabréfagreiningu. 7. júní 2024 11:58 Skorti heildarmynd í Landsbankamálinu Fjárlaganefnd hefur enn ekki fengið svör frá Fjármálaráðuneytinu um hver samskipti þess og Bankasýslu ríkisins voru í aðdraganda kaupa Landsbankans á TM. Nefndarmaður er svartsýnn á að þau berist. Heildarmynd í málinu liggi enn ekki fyrir. 15. apríl 2024 13:30 Bankaráðið sakar bankasýsluna um aðdróttanir Ásakanir um að leiðin sem Landsbankinn fer til að fjármagna kaup á tryggingafélaginu TM hafi verið valin til að komast hjá því að leita samþykkis hluthafafundar eru aðdróttanir, að sögn bankaráðs Landsbankans. Bankinn sé langt yfir eiginfjárkröfum eftir kaupin. 17. apríl 2024 12:24 Mest lesið Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Sjá meira
Kvika stendur vel að vígi samanborið við hina bankana þegar kreppir að Kvika mun standa vel að vígi eftir sölu á TM samanborið við viðskiptabankana þegar kreppir að í efnahagslífinu og peningamagn í umferð dregst frekar saman. Þótt útlit sé fyrir að róðurinn í efnahagsmálum muni þyngjast í vetur þá hefur spá um hreinar vaxtatekjur Kviku verið endurskoðaðar til örlítillar hækkunar, segir í hlutabréfagreiningu. 7. júní 2024 11:58
Skorti heildarmynd í Landsbankamálinu Fjárlaganefnd hefur enn ekki fengið svör frá Fjármálaráðuneytinu um hver samskipti þess og Bankasýslu ríkisins voru í aðdraganda kaupa Landsbankans á TM. Nefndarmaður er svartsýnn á að þau berist. Heildarmynd í málinu liggi enn ekki fyrir. 15. apríl 2024 13:30
Bankaráðið sakar bankasýsluna um aðdróttanir Ásakanir um að leiðin sem Landsbankinn fer til að fjármagna kaup á tryggingafélaginu TM hafi verið valin til að komast hjá því að leita samþykkis hluthafafundar eru aðdróttanir, að sögn bankaráðs Landsbankans. Bankinn sé langt yfir eiginfjárkröfum eftir kaupin. 17. apríl 2024 12:24