Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. nóvember 2024 19:08 Þórarinn Ingi Pétursson formaður atvinnuveganefndar. vísir Þórarinn Ingi Pétursson þingmaður Framsóknar og formaður atvinnuveganefndar segir að markmið með búvörulögum hafi ekki breyst við meðferð nefndarinnar. Hann var sakaður um sérhagsmunagæslu þegar málið stóð sem hæst á þingi. Tilefni þess að fréttastofa tók Þórarinn Inga tali er dómur héraðsdóms Reykjavíkur þar sem því er slegið föstu að breytingar á búvörulögum í mars síðastliðnum hafi strítt gegn stjórnarskrá og að breytingin hafi því ekkert gildi að lögum. Breytingarnar sneru að því að gera kjötafurðastöðvar undanþegnar samkeppnislögum. Ástæða þess að meðferð málsins var talin stangast á við stjórnarskrá er að málið hafi ekki verið rætt við þrjár umræður. Frumvarpinu hafi verið breytt of mikið í nefnd og breytingarnar ekki ræddar með réttu móti. Þórarinn Ingi, sem var framsögumaður málsins, var sakaður um að gæta sérhagsmuna við meðferð málsins, í ljósi kaupa sem áttu sér stað eftir lagasetninguna. Þórarinn átti hlut í Búsæld, félagi sem átti hlutafé Kjarnafæði Norðlenska. Kaup Kaupfélags Skagfirðinga á síðarnefnda félaginu gengu í gegn vegna lagabreytingarinnar en Þórarinn tók ákvörðun um að selja ekki sinn hlut í Búsæld. Lögfræðingar hafi samþykkt Í samtali við fréttastofu bendir Þórarinn í fyrsta lagi á að aðilar að málinu hafi verið Innes og Samkeppniseftirlitið. „Báðir þessir aðilar hafa lýst yfir andstöðu við búvörulögin,“ segir Þórarinn Ingi. Þá bendir hann á að lögfræðingar nefndarsviðs Alþingis hafi ekki talið að atvinnuveganefnd hafi farið út fyrir rammann hvað varðar breytingu á frumvarpinu. Varðandi ummæli dómsins, um að lagafrumvarpið sem nefndin hafi tekið til meðferðar og þess sem samþykkt var hafi lítið sem ekkert sameiginlegt, segir Þórarinn Ingi: „Því er ég alfarið ósammála. Markmið og tilgangur laganna er sá sami. Breytingin felst í því að heimildin er víkkuð, afmarkast ekki við meirihlutaeigu bænda heldur þeirra sem eru að vinna við kjötafurðir. Það var mat nefndarinnar.“ Fannst óeðlilegt að selja hlutinn Markmið laganna hafi verið að bæta starfsumhverfið og hagræða, með það að augnamiði að borga bændum hærra verð án þess að það komi niður á neytendum. „Það er mikilvægt að hafa það í huga að samkeppni á matvælamarkaði er að megninu til erlendis frá. Það eru einhverjir tollar á einhverjum vörum, en langt því frá öllum. Þess vegna var farið í þessa vegferð.“ Er ekki óeðlilegt að samkeppnislög gildi ekki um til dæmis Kaupfélag skagfirðinga, sem er líka innflutningsaðili? „Nú er það þannig að frumvarpið snýr að því framleiðendafélögum. Kaupfélag skagfirðinga breytti samþykktum sínum og varð framleiðendafélag til að þeir gætu ekki undirgengist þessar reglur sem settar voru,“ segir Þórarinn og bendir á að Innes, aðili dómsmálsins, sé ekki framleiðendafélag. Seldir þú hlut þinn í Búsæld til KS? „Nei. Ég hafnaði tilboðinu.“ Hvers vegna? „Á þeim grunni að mér þótti það óeðlilegt þegar þetta kom upp.“ Beittu fulltrúar Kaupfélags Skagfirðinga sér til að hafa áhrif á nefndina? „Fulltrúar frá fyrirtækjum í landbúnaði komu fyrir nefndina, eins og gengur í vinnslu svona mála. Samtök verslunar- og þjónustu og fleiri aðilar komu.“ Eins og áður segir voru margir hagsmunaaðilar andvígir lögunum. Þórarinn segir það ekki hafa komið á óvart. „Það er ekkert nýtt undir sólinni hvað það varðar“. Hann telur að málið fari á æðra dómstig. „Mér finnst það eðlilegt, og að málið verði tekið föstum tökum. Ég hef trú á því að Samkeppniseftirlitið fylgi því eftir. “ Búvörusamningar Alþingi Landbúnaður Framsóknarflokkurinn Samkeppnismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Tilefni þess að fréttastofa tók Þórarinn Inga tali er dómur héraðsdóms Reykjavíkur þar sem því er slegið föstu að breytingar á búvörulögum í mars síðastliðnum hafi strítt gegn stjórnarskrá og að breytingin hafi því ekkert gildi að lögum. Breytingarnar sneru að því að gera kjötafurðastöðvar undanþegnar samkeppnislögum. Ástæða þess að meðferð málsins var talin stangast á við stjórnarskrá er að málið hafi ekki verið rætt við þrjár umræður. Frumvarpinu hafi verið breytt of mikið í nefnd og breytingarnar ekki ræddar með réttu móti. Þórarinn Ingi, sem var framsögumaður málsins, var sakaður um að gæta sérhagsmuna við meðferð málsins, í ljósi kaupa sem áttu sér stað eftir lagasetninguna. Þórarinn átti hlut í Búsæld, félagi sem átti hlutafé Kjarnafæði Norðlenska. Kaup Kaupfélags Skagfirðinga á síðarnefnda félaginu gengu í gegn vegna lagabreytingarinnar en Þórarinn tók ákvörðun um að selja ekki sinn hlut í Búsæld. Lögfræðingar hafi samþykkt Í samtali við fréttastofu bendir Þórarinn í fyrsta lagi á að aðilar að málinu hafi verið Innes og Samkeppniseftirlitið. „Báðir þessir aðilar hafa lýst yfir andstöðu við búvörulögin,“ segir Þórarinn Ingi. Þá bendir hann á að lögfræðingar nefndarsviðs Alþingis hafi ekki talið að atvinnuveganefnd hafi farið út fyrir rammann hvað varðar breytingu á frumvarpinu. Varðandi ummæli dómsins, um að lagafrumvarpið sem nefndin hafi tekið til meðferðar og þess sem samþykkt var hafi lítið sem ekkert sameiginlegt, segir Þórarinn Ingi: „Því er ég alfarið ósammála. Markmið og tilgangur laganna er sá sami. Breytingin felst í því að heimildin er víkkuð, afmarkast ekki við meirihlutaeigu bænda heldur þeirra sem eru að vinna við kjötafurðir. Það var mat nefndarinnar.“ Fannst óeðlilegt að selja hlutinn Markmið laganna hafi verið að bæta starfsumhverfið og hagræða, með það að augnamiði að borga bændum hærra verð án þess að það komi niður á neytendum. „Það er mikilvægt að hafa það í huga að samkeppni á matvælamarkaði er að megninu til erlendis frá. Það eru einhverjir tollar á einhverjum vörum, en langt því frá öllum. Þess vegna var farið í þessa vegferð.“ Er ekki óeðlilegt að samkeppnislög gildi ekki um til dæmis Kaupfélag skagfirðinga, sem er líka innflutningsaðili? „Nú er það þannig að frumvarpið snýr að því framleiðendafélögum. Kaupfélag skagfirðinga breytti samþykktum sínum og varð framleiðendafélag til að þeir gætu ekki undirgengist þessar reglur sem settar voru,“ segir Þórarinn og bendir á að Innes, aðili dómsmálsins, sé ekki framleiðendafélag. Seldir þú hlut þinn í Búsæld til KS? „Nei. Ég hafnaði tilboðinu.“ Hvers vegna? „Á þeim grunni að mér þótti það óeðlilegt þegar þetta kom upp.“ Beittu fulltrúar Kaupfélags Skagfirðinga sér til að hafa áhrif á nefndina? „Fulltrúar frá fyrirtækjum í landbúnaði komu fyrir nefndina, eins og gengur í vinnslu svona mála. Samtök verslunar- og þjónustu og fleiri aðilar komu.“ Eins og áður segir voru margir hagsmunaaðilar andvígir lögunum. Þórarinn segir það ekki hafa komið á óvart. „Það er ekkert nýtt undir sólinni hvað það varðar“. Hann telur að málið fari á æðra dómstig. „Mér finnst það eðlilegt, og að málið verði tekið föstum tökum. Ég hef trú á því að Samkeppniseftirlitið fylgi því eftir. “
Búvörusamningar Alþingi Landbúnaður Framsóknarflokkurinn Samkeppnismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira