Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. nóvember 2024 11:26 Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar þingsins. Vísir/Vilhelm Lögfræðingar hjá nefnda- og greiningarsviði Alþingis lögðu til við formann atvinnuveganefndar að nýtt frumvarp um breytingar á búvörulögum yrði lagt fram þar sem breytingartillögur nefndarinnar gengju of langt. Þeir töldu breytingarnar þó ekki stríða gegn 44. grein stjórnarskrár. Greint var frá því í gær að dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hafi slegið því föstu að umdeild breyting á búvörulögum hafi strítt gegn 44. grein stjórnarskrár og hafi því ekkert gildi að lögum. Grundvallarbreytingar voru gerðar á frumvarpinu í atvinnuveganefnd, svo miklar að mati dómara að frumvarpið sem var lagt fram síðasta vetur og það sem var samþykkt í vor höfðu ekkert sameiginlegt nema málsnúmer og heiti. „Við fáum frumvörp til okkar frá ráðuneytunum, nefndirnar vinna í þeim og oft er þeim breytt allverulega. Þegar það er gert fer nefndarsvið Alþingis yfir það með sínum lögfræðingum, hvort verið sé að fara út fyrir rammann. Ef þeir hefðu talið að við hefðum farið út fyrir rammann þá hefði málið ekki farið áfram,“ sagði Þórarinn Ingi Pétursson formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins í viðtali við fréttastofu í gær. Matvælaráðuneytið kom ekki að vinnslu breytingartillagna Fram kemur í minnisblaði nefnda- og greiningarsviðs Alþingis, sem fréttastofa hefur undir höndum, að lögfræðingar sviðsins hafi fundað með Þórarni áður en málið var afgreitt úr nefnd. Þar hafi honum verið tjáð að breytingarnar væru það miklar að best færi á því að lagt yrði fram sérstakt frumvarp um sama efni. Ekki var þó talið að vinnubrögðin og afgreiðsla nefndarinnar gengi bersýnlega gegn 44. grein stjórnarskrár og kröfu hennar um þrjár umræður þingmála. Eins var gerð athugasemd í minnisblaðinu við það að fulltrúar Matvælaráðuneytisins hefðu ekki komið að vinnslu breytingartillagnanna sem lagðar voru til. Slíkt sé vanalegt þegar um jafn viðamiklar breytingar er að ræða segir í minnisblaðinu. Þvingaður út af KS Í skjóli nýju laganna keypti Kaupfélag Skagfirðinga Kjarnafæði Norðlenska en Búsæld á stóran hlut í því. Þórarinn Ingi vá 0,6 prósenta hut í Búsæld. Hefur þú selt hlut þinn í Búsæld til KS? „Nei, ég hafnaði tilboðinu.“ Hvers vegna gerðirðu það? „Á þeim grunni að mér þótti það óeðlilegt. Þegar þetta kom upp þótti mér það ekki vera við hæfi og þar af leiðandi hafnaði ég tilboðinu,“ sagði Þórarinn í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. RÚV fjallaði um það í september að langflestir hluthafar í Búsæld hafi ákveðið að selja sína hluti en eftir hafi staðið þrettán bændur sem vildu ekki selja, þar á meðal Þórarinn. KS hafi hins vegar ákveðið að krefjast innlausnar á þeim hlutum sem eftir stæðu á grundvelli hlutafjárlaga, sem heimila það þar sem KS á yfir 90% í Kjarnafæði Norðlenska. Þórarinn Ingi gaf ekki kost á viðtali fyrir hádegisfréttir. Búvörusamningar Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Samkeppnismál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira
Greint var frá því í gær að dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hafi slegið því föstu að umdeild breyting á búvörulögum hafi strítt gegn 44. grein stjórnarskrár og hafi því ekkert gildi að lögum. Grundvallarbreytingar voru gerðar á frumvarpinu í atvinnuveganefnd, svo miklar að mati dómara að frumvarpið sem var lagt fram síðasta vetur og það sem var samþykkt í vor höfðu ekkert sameiginlegt nema málsnúmer og heiti. „Við fáum frumvörp til okkar frá ráðuneytunum, nefndirnar vinna í þeim og oft er þeim breytt allverulega. Þegar það er gert fer nefndarsvið Alþingis yfir það með sínum lögfræðingum, hvort verið sé að fara út fyrir rammann. Ef þeir hefðu talið að við hefðum farið út fyrir rammann þá hefði málið ekki farið áfram,“ sagði Þórarinn Ingi Pétursson formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins í viðtali við fréttastofu í gær. Matvælaráðuneytið kom ekki að vinnslu breytingartillagna Fram kemur í minnisblaði nefnda- og greiningarsviðs Alþingis, sem fréttastofa hefur undir höndum, að lögfræðingar sviðsins hafi fundað með Þórarni áður en málið var afgreitt úr nefnd. Þar hafi honum verið tjáð að breytingarnar væru það miklar að best færi á því að lagt yrði fram sérstakt frumvarp um sama efni. Ekki var þó talið að vinnubrögðin og afgreiðsla nefndarinnar gengi bersýnlega gegn 44. grein stjórnarskrár og kröfu hennar um þrjár umræður þingmála. Eins var gerð athugasemd í minnisblaðinu við það að fulltrúar Matvælaráðuneytisins hefðu ekki komið að vinnslu breytingartillagnanna sem lagðar voru til. Slíkt sé vanalegt þegar um jafn viðamiklar breytingar er að ræða segir í minnisblaðinu. Þvingaður út af KS Í skjóli nýju laganna keypti Kaupfélag Skagfirðinga Kjarnafæði Norðlenska en Búsæld á stóran hlut í því. Þórarinn Ingi vá 0,6 prósenta hut í Búsæld. Hefur þú selt hlut þinn í Búsæld til KS? „Nei, ég hafnaði tilboðinu.“ Hvers vegna gerðirðu það? „Á þeim grunni að mér þótti það óeðlilegt. Þegar þetta kom upp þótti mér það ekki vera við hæfi og þar af leiðandi hafnaði ég tilboðinu,“ sagði Þórarinn í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. RÚV fjallaði um það í september að langflestir hluthafar í Búsæld hafi ákveðið að selja sína hluti en eftir hafi staðið þrettán bændur sem vildu ekki selja, þar á meðal Þórarinn. KS hafi hins vegar ákveðið að krefjast innlausnar á þeim hlutum sem eftir stæðu á grundvelli hlutafjárlaga, sem heimila það þar sem KS á yfir 90% í Kjarnafæði Norðlenska. Þórarinn Ingi gaf ekki kost á viðtali fyrir hádegisfréttir.
Búvörusamningar Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Samkeppnismál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira