Akranes

Fréttamynd

Steinunn Inga tekur við af Ágústu

Steinunn Inga Óttarsdóttir hefur verið skipuð nýr skólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Hún tekur við stöðunni af Ágústu Elínu Ingþórsdóttur.

Innlent
Fréttamynd

Verktaki ákærður fyrir stórfelld skattsvik

Engilbert Runólfsson sem hefur verið umsvifamikill verktaki á Akranesi hefur verið ákærður fyrir stórfelld skattsvik og peningaþvætti. Félag sem hann hefur verið í forsvari fyrir hyggur meðal annars á milljarða framkvæmdir við hótel og verslunarkjarna á Akranesi.

Innlent
Fréttamynd

Ungmenni talið hafa veikst vegna rafrettuvökva

Flytja þurfti ungmenni á Akranesi á spítala eftir að viðkomandi veiktist í síðustu viku. Sá hafði verið að neyta kannabisefnis og samkvæmt frétt Skessuhorns segir Lögreglan á Vesturlandi að atvikið tengist líklega rafrettuvökva.

Innlent
Fréttamynd

Hópuppsagnir!

Það er alltaf erfitt að heyra þegar hópuppsagnir verða í okkar litla samfélagi. Nú síðast var öllu starfsfólki Ísfisks á Akranesi sagt upp störfum. Þær uppsagnir bætast svo ofan á uppsagnir fjármálafyrirtækja í lok síðasta mánaðar ásamt uppsögnum hjá Íslandspósti og Icelandair.

Skoðun
Fréttamynd

Matthías keypti blokk á Akranesi af Heimavöllum hf.

Fjárfestirinn Matthías Imsland keypti nýlega fjórtán íbúða blokk á Akranesi af leigurisanum. Hann fjármagnaði kaupin með lánum til 50 ára frá Íbúðalánasjóði sem aðeins eru ætluð óhagnaðardrifnum leigufélögum. Slík félög þurfa að uppfylla ströng skilyrði en meðal annars eru arðgreiðslur bannaðar.

Viðskipti innlent