Lífið

Týndist í Reykjavík en fannst á Akranesi átta árum síðar

Samúel Karl Ólason skrifar
Smigly í faðmi gamla eigandans.
Smigly í faðmi gamla eigandans. Villikettir Vesturland

Kötturinn Smigly hvarf frá eigendum sínum í Reykjavík fyrir átta árum síðan. Í gær fannst hann í garði á Akranesi og er hann nú kominn í hendur gömlu eigenda sinna.

Íbúi á Akranesi hafði sambandi við dýraverndunarfélagið Villiketti í gær eftir að köttur sást þar í garði. Sjálfboðaliði Villikatta fór á vettvang og skannaði örmerkingu kattarins.

Samkvæmt færslu á Facebooksíðu Villikatta á Vesturlandi kom í ljós að kötturinn héti Smigly og hann hefði verið týndur í átta ár. Smigly er tólf ára gamall. Það sem meira er, þá hvarf kötturinn í Reykjavík en líklegt þykir að hann hafi óvart fengið far með bíl á sínum tíma.

„Hér sést hvað örmerking er mikilvæg fyrir kisurnar okkar en án hennar hefðum við ekki haft upp á eiganda svona fljótt,“ segir í færslu Villikatta.

Kraftaverk dagsins! Haft var samband við okkur í gær um kött sem hélt sig í garði hér á Akranesi, sjálfboðaliði fór á...

Posted by Villikettir Vesturland on Monday, 3 May 2021





Fleiri fréttir

Sjá meira


×