177 manns stukku í sjóinn fyrir Svenna Eiður Þór Árnason skrifar 1. maí 2021 18:27 Skömmu fyrir upphafsstökkið. Frá vinstri: Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra, Pétur Magnússon úr árgangi '71, Sigrún Guðný Pétursdóttir, formaður Björgunarfélags Akraness, dætur Sveinbjörs og Guðný Ósk Stefánsdóttir, eiginkona hans, Sveinbjörn sjálfur, Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness og Hallgrímur Ólafsson leikari. Aðsend 177 manns stukku í sjóinn við Akraneshöfn í blíðskaparveðri í dag til að safna fyrir sérstöku rafhjóli fyrir Sveinbjörn Reyr Hjaltason sem lenti í alvarlegu mótorkrossslysi. Skagamennirnir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness og Hallgrímur Ólafsson leikari voru meðal þeirra sem tóku stökkið á smábátasvæðinu á Akranesi. Var sá yngsti einungis fimm ára gamall en skorað var á einstaklinga, hópa, félagasamtök og fyrirtæki til að heita á fólk sem stökk í sjóinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá '71 árganginum á Akranesi sem stóð fyrir viðburðinum til að styðja við jafnaldra sinn og félaga. Fullyrða skipuleggjendur að með þessu hafi jafnvel verið sett óformlegt Íslandsmet í bryggjustökki. Vinir Sveinbjörns í árgangi '71 voru kampakátir áður en þeir stukku í sjóinnAðsend Lamaðist fyrir neðan brjóstkassa Sveinbjörn Reyr slasaðist í mótorkrossbrautinni við Akranes fyrir rúmu ári og brotnaði sjötti hryggjarliðurinn í slysinu. Hann er nú lamaður fyrir neðan brjóstkassa og er markmiðið með söfnuninni að safna fyrir áðurnefndu hjóli sem kostar um þrjár milljónir króna. Skagafréttir greina frá því að söfnunin hafi gengið gríðarlega vel og að allar líkur séu á því að markmiðinu verði náð á allra næstu dögum. Þórdís Kolbrún ráðherra tók fyrsta stökkið í dag en á meðal þeirra sem fylgdu á eftir voru útvarpsmaðurinn Óli Palli, Gísli Einarsson sjónvarpsmaður, Theodór Freyr Hervarsson veðurfræðingur, Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar og nokkrir bæjarfulltrúar Akraness. Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að leggja inn á söfnunarreikning átaksins. Reikningsnúmerið er 552-26-3071 og kennitala 540710-0150. Akranes Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Fleiri fréttir Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land Sjá meira
Skagamennirnir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness og Hallgrímur Ólafsson leikari voru meðal þeirra sem tóku stökkið á smábátasvæðinu á Akranesi. Var sá yngsti einungis fimm ára gamall en skorað var á einstaklinga, hópa, félagasamtök og fyrirtæki til að heita á fólk sem stökk í sjóinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá '71 árganginum á Akranesi sem stóð fyrir viðburðinum til að styðja við jafnaldra sinn og félaga. Fullyrða skipuleggjendur að með þessu hafi jafnvel verið sett óformlegt Íslandsmet í bryggjustökki. Vinir Sveinbjörns í árgangi '71 voru kampakátir áður en þeir stukku í sjóinnAðsend Lamaðist fyrir neðan brjóstkassa Sveinbjörn Reyr slasaðist í mótorkrossbrautinni við Akranes fyrir rúmu ári og brotnaði sjötti hryggjarliðurinn í slysinu. Hann er nú lamaður fyrir neðan brjóstkassa og er markmiðið með söfnuninni að safna fyrir áðurnefndu hjóli sem kostar um þrjár milljónir króna. Skagafréttir greina frá því að söfnunin hafi gengið gríðarlega vel og að allar líkur séu á því að markmiðinu verði náð á allra næstu dögum. Þórdís Kolbrún ráðherra tók fyrsta stökkið í dag en á meðal þeirra sem fylgdu á eftir voru útvarpsmaðurinn Óli Palli, Gísli Einarsson sjónvarpsmaður, Theodór Freyr Hervarsson veðurfræðingur, Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar og nokkrir bæjarfulltrúar Akraness. Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að leggja inn á söfnunarreikning átaksins. Reikningsnúmerið er 552-26-3071 og kennitala 540710-0150.
Akranes Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Fleiri fréttir Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land Sjá meira