Reykjavík Pétur Jóhann gripinn glóðvolgur af grjóthörðum stöðumælaverði „Hvað tekur langan tíma að fá sér kaffi?“ spyr Pétur Jóhann Sigfússon skemmtikraftur félaga sinn Sverri Þór Sverrisson sem betur er þekktur sem Sveppi krull. En hann lagði bíl sínum fyrir utan kaffihús til að grípa sér „take-a-way“ kaffi. Og lenti í grjóthörðum stöðumælaverði. Innlent 30.11.2023 16:33 Fossvogsbrú á minn hátt Aldan var vinningstillagan í samkeppni um Fossvogsbrú. Ég skoðaði vinningstillöguna frá Eflu og brúin er gullfalleg. Ég ferðast um brúnna í huganum og skynja hvað gæti verið betra í mínum huga. Skoðun 30.11.2023 16:01 Pálmi fékk stöðumælasekt á einkastæði Pálmi Gestsson leikari er ómyrkur í máli um framgöngu stöðumælavarða Reykjavíkurborgar en hann fékk stöðumælasekt inni á einkastæði Þjóðleikhússins. Innlent 30.11.2023 13:17 Egill varar við knáum stöðumælavörðum Egill Helgason sjónvarpsmaður, einn þekktasti miðborgarmaður sem um getur, hefur séð sig tilneyddan að senda út sérstakan varúðarpóst, þar sem hann varar við snörum stöðumælavörðum. Innlent 30.11.2023 11:25 Tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir og innbrot í bíla Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gær tilkynning um grunsamlegar mannaferðir í póstnúmerinu 110 en í sama hverfi barst einnig tilkynning um einstakling sem var sagður vera að brjótast inn í bifreiðar. Innlent 30.11.2023 06:17 Borgarstjóri felldi Óslóartréð í Heiðmörk Dagur B. Eggertsson borgarstjóri felldi Óslóartré ársins í Heiðmörk í hádeginu í dag. Tréð mun prýða Austurvöll yfir hátíðarnar. Lífið 29.11.2023 20:23 Lokuðu Grafarvogslaug um stund vegna bilunar Loka þurfti Grafarvogslaug um stund í morgun vegna bilunar hjá Veitum. Lokunin varði í rúma klukkustund en laugin er nú opin. Heitavatnslaust er í hluta Hamrahverfis. Innlent 29.11.2023 12:00 Palestínska fánanum flaggað við Ráðhúsið, Háskólann og Hallgrímskirkju Palestínski fáinn blakti við hún við Ráðhús Reykjavíkur, Háskóla Íslands og Hallgrímskirkju í morgun. Svo virðist sem um gjörning sé að ræða. Innlent 29.11.2023 11:28 Látinn eftir eldsvoðann í Stangarhyl Karlmaðurinn sem fluttur var með hraði á Landspítalann eftir eldsvoða í Stangarhyl í Árbæ aðfaranótt sunnudags er látinn. Hann var frá Rúmeníu og á fertugsaldri. Innlent 29.11.2023 10:59 Þetta er Purrkur Pillnikk Purrkur Pillnikk, sú goðsagnakennda pönksveit sem margir muna úr kvikmyndinni Rokki í Reykjavík og margir telja reyndar eina bestu hljómsveit þess merka tímabils í tónlistarsögunni, eru að senda frá sér heildarsafn verka sinna og nýtt efni að auki. Þeir stíga á stokk á laugardaginn komandi. Lífið 29.11.2023 10:43 Tók konu kverkataki og dró hana burt Karlmaður hlaut í vikunni sextíu daga fangelsisdóm, skilorðsbundin til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna líkamsárásar gegn konu. Innlent 29.11.2023 10:37 Vandamál í áratugi Ungmenni náðust á myndband þar sem þau héngu aftan á strætisvagni á Háaleitisbraut í Reykjavík, úr Lágmúla og yfir í Háteigshverfi. Framkvæmdastjóri Strætó segir um að ræða vandamál sem hafi þekkst í áratugi. Innlent 29.11.2023 06:46 Líkamsárás, umferðarslys og þjófnaðir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til um klukkan hálf þrjú í nótt vegna líkamsárásar í póstnúmerinu 105. Einn var handtekinn en sá sem ráðist var á neitaði að fara á bráðamóttöku þrátt fyrir að áverkar væru á honum. Innlent 29.11.2023 06:26 Hellisheiðinni lokað á morgun Hellisheiðinni verður lokað tímabundið á morgun vegna malbiksviðgerða á veginum. Innlent 28.11.2023 21:28 Maður í dulargervi hafi fylgst náið með börnum við skóla Íbúi í Norðlingaholti í Reykjavík tilkynnti stjórnendum Norðlingaskóla um grunsamlegar mannaferðir við húsnæði skólans. Maður klæddur ljósri hárkollu er sagður hafa fylgst grannt með ferðum nemenda. Innlent 28.11.2023 18:08 Joey Christ og Alma selja bjarta hæð Listamaðurinn Jóhann Kristófer Stefánsson, betur þekktu sem Joey Christ, og kærasta hans Alma Gytha Huntingdon-Williams jarðfræðingur, hafa sett fallega íbúð sína við Skeggjagötu í Reykjavík á sölu. Ásett verð er 63,8 milljónir. Lífið 28.11.2023 15:35 Rík ástæða fyrir fólk að hringja fyrst Enn er mikið álag á bráðamótttökunni á Landspítalanum í Fossvogi. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef spítalans þar sem fólk er beðið um að hringja fyrst í 1700 sé það ekki í bráðri hættu. Innlent 28.11.2023 14:07 Fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna hnífstungu í Grafarholti Karlmaður var í gærkvöldi úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna rannsóknar lögreglu á hnífstungu í Grafarholti í Reykjavík síðasta föstudagsmorgun. Innlent 28.11.2023 12:05 Pláss fyrir 125 farþega í 18 metra Borgarlínuvagni Er Borgarlínan lest? Við hjá Verkefnastofu Borgarlínunnar fáum reglulega þessa spurningu, en henni er auðsvarað. Nei, Borgarlínan er ekki lest. Borgarlínuvagnarnir verða líkari venjulegum almenningsvögnum en þeir verða 18 metra langir liðvagnar á hjólum með plássi fyrir 125 farþega. Skoðun 28.11.2023 12:00 Spyr hvort atlot séra Friðriks hafi verið eins og atlot ættingja Formaður Miðflokksins segist hafa miklar áhyggjur af framgöngu almennings við séra Friðrik Friðriksson heitinn, en til stendur að taka niður styttu af honum sem stendur við Lækjargötu. Hann veltir fyrir sér hvort atlot séra Friðriks, við unga drengi, hafi verið sama eðlis og atlot ættingja við börn sem þeim þykir vænt um. Innlent 28.11.2023 09:04 Fríska upp á Landnám og slíta sjóði Þórs Til stendur að endurgera minnisvarða um landnám Íslands sem stendur á grassvæði nærri Austurveri við Háaleitisbraut í Reykjavík og hefur mikið látið á sjá á síðustu árum. Fjármagn úr minnisvarðasjóði Þórs Sandholt verður nýtt til verksins og sjóðum í kjölfarið slitið. Innlent 28.11.2023 07:01 Datt og fékk skurð í andlitið Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti tveimur útköllum í gærkvöldi vegna þjófnaðar úr verslun og þá var tilkynnt um minniháttar skemmdarverk í póstnúmerinu 105. Innlent 28.11.2023 06:21 Krefjast gæsluvarðhalds yfir einum vegna hnífstungunnar Lögreglan á höfuðborgarsvæði hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir einum vegna hnífstunguárásarinnar sem framin var í Grafarholti í Reykjavík á föstudagsmorgun. Alls voru fimm handteknir en fjórum þeirra hefur verið sleppt. Innlent 27.11.2023 22:29 Heppni að ekki fór verr Örn Úlfar Sævarsson texta- og hugmyndasmiður slapp vel þegar leigubíll keyrði á hann við Hringbraut síðdegis í dag. Hjól hans þarfnast viðgerðar en hann segir lærdóminn að vera ávallt á varðbergi í umferðinni – bæði ökumenn og hjólreiðamenn – sérstaklega nú þegar skammdegið er að skella á. Innlent 27.11.2023 21:53 Ökumaður á slævandi lyfjum olli tveimur óhöppum Í morgun varð ökumaður valdur að tveimur umferðaróhöppum. Sá hélst vart vakandi þegar lögregla hafði afskipti af honum og viðurkenndi að hafa neytt slævandi efna áður en hann settist undir stýri. Innlent 27.11.2023 18:43 Þúsund rampa partý í þakíbúðinni hans Haraldar Haraldur Ingi Þorleifsson hélt í dag viðburð á heimili sínu í tilefni af því að þúsund rampar hafi verið byggðir til að bæta aðgengi hreyfihamlaðra, og það ári á undan áætlun. Innlent 27.11.2023 16:58 Vilja ekki breyta nöfnum ráðs og sviðs Meirihlutinn í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkurborgar ætlar ekki að breyta nafngift eins ráðs og eins sviðs innan borgarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn segir það merki um að menningarlíf sé ofar í huga nefndarmanna en íþróttir. Innlent 27.11.2023 16:31 Enn þungt haldinn og haldið sofandi á gjörgæslu Karlmaður á fertugsaldri sem fluttur var á sjúkrahús í kjölfar bruna í húsi við Stangarhyl 3 snemma í gærmorgun liggur enn þungt haldinn á gjörgæslu. Manninum er haldið sofandi. Innlent 27.11.2023 14:23 Þriggja bíla árekstur við Vesturlandsveg Árekstur varð í hádeginu á frárein frá Vesturlandsvegi upp Höfðabakka. Líklega átti áreksturinn sér stað skömmu fyrir eitt í dag. Innlent 27.11.2023 13:16 Hafa yfirheyrt vitni um helgina Rannsókn lögreglu á hnífstunguárás í höfuðborginni á föstudagsmorgun hefur mjakast ágætlega yfir helgina að sögn yfirlögregluþjóns. Nokkrir hafa verið yfirheyrðir vegna málsins síðustu daga. Innlent 27.11.2023 13:11 « ‹ 63 64 65 66 67 68 69 70 71 … 334 ›
Pétur Jóhann gripinn glóðvolgur af grjóthörðum stöðumælaverði „Hvað tekur langan tíma að fá sér kaffi?“ spyr Pétur Jóhann Sigfússon skemmtikraftur félaga sinn Sverri Þór Sverrisson sem betur er þekktur sem Sveppi krull. En hann lagði bíl sínum fyrir utan kaffihús til að grípa sér „take-a-way“ kaffi. Og lenti í grjóthörðum stöðumælaverði. Innlent 30.11.2023 16:33
Fossvogsbrú á minn hátt Aldan var vinningstillagan í samkeppni um Fossvogsbrú. Ég skoðaði vinningstillöguna frá Eflu og brúin er gullfalleg. Ég ferðast um brúnna í huganum og skynja hvað gæti verið betra í mínum huga. Skoðun 30.11.2023 16:01
Pálmi fékk stöðumælasekt á einkastæði Pálmi Gestsson leikari er ómyrkur í máli um framgöngu stöðumælavarða Reykjavíkurborgar en hann fékk stöðumælasekt inni á einkastæði Þjóðleikhússins. Innlent 30.11.2023 13:17
Egill varar við knáum stöðumælavörðum Egill Helgason sjónvarpsmaður, einn þekktasti miðborgarmaður sem um getur, hefur séð sig tilneyddan að senda út sérstakan varúðarpóst, þar sem hann varar við snörum stöðumælavörðum. Innlent 30.11.2023 11:25
Tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir og innbrot í bíla Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gær tilkynning um grunsamlegar mannaferðir í póstnúmerinu 110 en í sama hverfi barst einnig tilkynning um einstakling sem var sagður vera að brjótast inn í bifreiðar. Innlent 30.11.2023 06:17
Borgarstjóri felldi Óslóartréð í Heiðmörk Dagur B. Eggertsson borgarstjóri felldi Óslóartré ársins í Heiðmörk í hádeginu í dag. Tréð mun prýða Austurvöll yfir hátíðarnar. Lífið 29.11.2023 20:23
Lokuðu Grafarvogslaug um stund vegna bilunar Loka þurfti Grafarvogslaug um stund í morgun vegna bilunar hjá Veitum. Lokunin varði í rúma klukkustund en laugin er nú opin. Heitavatnslaust er í hluta Hamrahverfis. Innlent 29.11.2023 12:00
Palestínska fánanum flaggað við Ráðhúsið, Háskólann og Hallgrímskirkju Palestínski fáinn blakti við hún við Ráðhús Reykjavíkur, Háskóla Íslands og Hallgrímskirkju í morgun. Svo virðist sem um gjörning sé að ræða. Innlent 29.11.2023 11:28
Látinn eftir eldsvoðann í Stangarhyl Karlmaðurinn sem fluttur var með hraði á Landspítalann eftir eldsvoða í Stangarhyl í Árbæ aðfaranótt sunnudags er látinn. Hann var frá Rúmeníu og á fertugsaldri. Innlent 29.11.2023 10:59
Þetta er Purrkur Pillnikk Purrkur Pillnikk, sú goðsagnakennda pönksveit sem margir muna úr kvikmyndinni Rokki í Reykjavík og margir telja reyndar eina bestu hljómsveit þess merka tímabils í tónlistarsögunni, eru að senda frá sér heildarsafn verka sinna og nýtt efni að auki. Þeir stíga á stokk á laugardaginn komandi. Lífið 29.11.2023 10:43
Tók konu kverkataki og dró hana burt Karlmaður hlaut í vikunni sextíu daga fangelsisdóm, skilorðsbundin til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna líkamsárásar gegn konu. Innlent 29.11.2023 10:37
Vandamál í áratugi Ungmenni náðust á myndband þar sem þau héngu aftan á strætisvagni á Háaleitisbraut í Reykjavík, úr Lágmúla og yfir í Háteigshverfi. Framkvæmdastjóri Strætó segir um að ræða vandamál sem hafi þekkst í áratugi. Innlent 29.11.2023 06:46
Líkamsárás, umferðarslys og þjófnaðir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til um klukkan hálf þrjú í nótt vegna líkamsárásar í póstnúmerinu 105. Einn var handtekinn en sá sem ráðist var á neitaði að fara á bráðamóttöku þrátt fyrir að áverkar væru á honum. Innlent 29.11.2023 06:26
Hellisheiðinni lokað á morgun Hellisheiðinni verður lokað tímabundið á morgun vegna malbiksviðgerða á veginum. Innlent 28.11.2023 21:28
Maður í dulargervi hafi fylgst náið með börnum við skóla Íbúi í Norðlingaholti í Reykjavík tilkynnti stjórnendum Norðlingaskóla um grunsamlegar mannaferðir við húsnæði skólans. Maður klæddur ljósri hárkollu er sagður hafa fylgst grannt með ferðum nemenda. Innlent 28.11.2023 18:08
Joey Christ og Alma selja bjarta hæð Listamaðurinn Jóhann Kristófer Stefánsson, betur þekktu sem Joey Christ, og kærasta hans Alma Gytha Huntingdon-Williams jarðfræðingur, hafa sett fallega íbúð sína við Skeggjagötu í Reykjavík á sölu. Ásett verð er 63,8 milljónir. Lífið 28.11.2023 15:35
Rík ástæða fyrir fólk að hringja fyrst Enn er mikið álag á bráðamótttökunni á Landspítalanum í Fossvogi. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef spítalans þar sem fólk er beðið um að hringja fyrst í 1700 sé það ekki í bráðri hættu. Innlent 28.11.2023 14:07
Fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna hnífstungu í Grafarholti Karlmaður var í gærkvöldi úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna rannsóknar lögreglu á hnífstungu í Grafarholti í Reykjavík síðasta föstudagsmorgun. Innlent 28.11.2023 12:05
Pláss fyrir 125 farþega í 18 metra Borgarlínuvagni Er Borgarlínan lest? Við hjá Verkefnastofu Borgarlínunnar fáum reglulega þessa spurningu, en henni er auðsvarað. Nei, Borgarlínan er ekki lest. Borgarlínuvagnarnir verða líkari venjulegum almenningsvögnum en þeir verða 18 metra langir liðvagnar á hjólum með plássi fyrir 125 farþega. Skoðun 28.11.2023 12:00
Spyr hvort atlot séra Friðriks hafi verið eins og atlot ættingja Formaður Miðflokksins segist hafa miklar áhyggjur af framgöngu almennings við séra Friðrik Friðriksson heitinn, en til stendur að taka niður styttu af honum sem stendur við Lækjargötu. Hann veltir fyrir sér hvort atlot séra Friðriks, við unga drengi, hafi verið sama eðlis og atlot ættingja við börn sem þeim þykir vænt um. Innlent 28.11.2023 09:04
Fríska upp á Landnám og slíta sjóði Þórs Til stendur að endurgera minnisvarða um landnám Íslands sem stendur á grassvæði nærri Austurveri við Háaleitisbraut í Reykjavík og hefur mikið látið á sjá á síðustu árum. Fjármagn úr minnisvarðasjóði Þórs Sandholt verður nýtt til verksins og sjóðum í kjölfarið slitið. Innlent 28.11.2023 07:01
Datt og fékk skurð í andlitið Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti tveimur útköllum í gærkvöldi vegna þjófnaðar úr verslun og þá var tilkynnt um minniháttar skemmdarverk í póstnúmerinu 105. Innlent 28.11.2023 06:21
Krefjast gæsluvarðhalds yfir einum vegna hnífstungunnar Lögreglan á höfuðborgarsvæði hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir einum vegna hnífstunguárásarinnar sem framin var í Grafarholti í Reykjavík á föstudagsmorgun. Alls voru fimm handteknir en fjórum þeirra hefur verið sleppt. Innlent 27.11.2023 22:29
Heppni að ekki fór verr Örn Úlfar Sævarsson texta- og hugmyndasmiður slapp vel þegar leigubíll keyrði á hann við Hringbraut síðdegis í dag. Hjól hans þarfnast viðgerðar en hann segir lærdóminn að vera ávallt á varðbergi í umferðinni – bæði ökumenn og hjólreiðamenn – sérstaklega nú þegar skammdegið er að skella á. Innlent 27.11.2023 21:53
Ökumaður á slævandi lyfjum olli tveimur óhöppum Í morgun varð ökumaður valdur að tveimur umferðaróhöppum. Sá hélst vart vakandi þegar lögregla hafði afskipti af honum og viðurkenndi að hafa neytt slævandi efna áður en hann settist undir stýri. Innlent 27.11.2023 18:43
Þúsund rampa partý í þakíbúðinni hans Haraldar Haraldur Ingi Þorleifsson hélt í dag viðburð á heimili sínu í tilefni af því að þúsund rampar hafi verið byggðir til að bæta aðgengi hreyfihamlaðra, og það ári á undan áætlun. Innlent 27.11.2023 16:58
Vilja ekki breyta nöfnum ráðs og sviðs Meirihlutinn í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkurborgar ætlar ekki að breyta nafngift eins ráðs og eins sviðs innan borgarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn segir það merki um að menningarlíf sé ofar í huga nefndarmanna en íþróttir. Innlent 27.11.2023 16:31
Enn þungt haldinn og haldið sofandi á gjörgæslu Karlmaður á fertugsaldri sem fluttur var á sjúkrahús í kjölfar bruna í húsi við Stangarhyl 3 snemma í gærmorgun liggur enn þungt haldinn á gjörgæslu. Manninum er haldið sofandi. Innlent 27.11.2023 14:23
Þriggja bíla árekstur við Vesturlandsveg Árekstur varð í hádeginu á frárein frá Vesturlandsvegi upp Höfðabakka. Líklega átti áreksturinn sér stað skömmu fyrir eitt í dag. Innlent 27.11.2023 13:16
Hafa yfirheyrt vitni um helgina Rannsókn lögreglu á hnífstunguárás í höfuðborginni á föstudagsmorgun hefur mjakast ágætlega yfir helgina að sögn yfirlögregluþjóns. Nokkrir hafa verið yfirheyrðir vegna málsins síðustu daga. Innlent 27.11.2023 13:11