Innlent

Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um há­bjartan dag

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Foreldrar í Breiðholtsskóla hafa lýst yfir miklum áhyggjum af öryggi barna sinna vegna annarra barna í skólanum. Árásin í gær virðist alls ótengd þeirri erfiðu stöðu sem fjallað hefur verið um undanfarnar vikur og mánuði.
Foreldrar í Breiðholtsskóla hafa lýst yfir miklum áhyggjum af öryggi barna sinna vegna annarra barna í skólanum. Árásin í gær virðist alls ótengd þeirri erfiðu stöðu sem fjallað hefur verið um undanfarnar vikur og mánuði. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vonast til þess að upptökur úr eftirlitsmyndavél geti aðstoðað sig við rannsókn á líkamsárásarmáli við Breiðholtsskóla síðdegis í gær.

Fram kom í dagbók lögreglunnar í morgun að tilkynnt hefði verið um líkamsárás á svæði lögreglustöðvar 3 sem sinnir verkefnum í Kópavogi og Breiðholti.

Sigrún Kristín Jónasdóttir lögreglufulltrúi segir árásina við Breiðholtsskóla hafa átt sér stað um fimmleytið síðdegis í gær. Þar hafi fólk á þrítugsaldri verið á göngu þegar nokkrir aðilar hafi stigið út úr bíl og farið að áreita það.

Fólkið hafi ekki orðið fyrir alvarlegum meiðslum. Enn er á huldu hverjir gerendurnir eru en vonast er til að upptökur úr eftirlitsmyndavélum geti hjálpað til við að leiða í ljós hverjir voru þarna að verki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×