Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Lovísa Arnardóttir skrifar 25. apríl 2025 08:23 Guðrún Hafsteinsdóttir segir gæsluvarðhald alvarlegt inngrip. Það séu ströng skilyrði um slíkt inngrip. Vísir/Vilhelm Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir það taka á að heyra frásagnir þolenda kynferðisofbeldis og að þeir upplifi ekki að réttarkerfið verndi þá. Það sé þó mikilvægt að fólk beri traust til réttarríkisins og að lögregla og dómskerfi fái rými til að vinna sína vinnu. Nauðsynlegt sé þó að réttarkerfið grípi þolendur eins og aðra. Fjallað hefur verið um það í fréttum að sömu þrír mennirnir séu grunaðir um tvær hópnauðganir. Þeir eru ekki í gæsluvarðhaldi. Einn er farbanni. Greint var frá því í gær að mennirnir eru bannaðir á skemmtistað í miðbænum vegna málanna og hefur verið send út viðvörun til annarra skemmtistaða vegna þeirra. Guðrún var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun um þetta mál og réttarkerfið almennt. Sjá einnig: Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hún segir gríðarlega mikilvægt að réttarkerfið sé skilvirkt og réttlátt og að það verndi þá einstaklinga sem leita til þess. Hún segist telja það gott en það megi sífellt bæta það. Hún hafi lagt áherslu á það í sinni ráðherratíð til dæmis að hraða meðferð kynferðisbrotamála. Það sé nauðsynlegt fyrir þolendur að fá skjóta úrvinnslu. Á sama tíma þurfi að vera skýrt að þegar einhver leggur fram kæru sé hún skoðuð fljótt og vel. Þyki ástæða til að ákæra grípi dómskerfið við og það verði að vera skilvirkt. Við endann sé svo fullnustukerfið og hún hafi lagt mikla áherslu á að gera breytingar á því kerfi þegar hún var ráðherra. Ástandið þar sé óviðunandi. Gæsluvarðhald alvarlegt inngrip Guðrún segist ekki geta svarað því hvers vegna mennirnir hafi ekki verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald og lögreglan verði að svara því hvers vegna það sé. Gæsluvarðhald sé ekki refsing heldur tímabundin frelsissvipting á rannsóknarstigi máls. „Við verðum að hafa það í huga að þetta er alvarlegt inngrip í réttindi einstakling,“ segir Guðrún og að það séu mjög ströng skilyrði vegna þess hve alvarlegt úrræði það er að frelsissvipta einhvern. Það verði að vera rökstuddur grunur um brot og brotið varði fangelsisvist. „Við erum réttarríki og við verðum að bera traust til réttarkerfisins,“ segir Guðrún spurð um það hvort að það að varðveita rétt manna sem séu sakaðir um svo gróf brot sé mögulega á kostnað þolenda. Skiljanlegt að málið veki miklar og erfiðar tilfinningar „Ég skil það mjög vel, að í dæmi sem þessu sem hér er nefnd, að það veki miklar og erfiðar tilfinningar. Hér erum við að tala um gríðarlega alvarlega glæpi og þess vegna ber ég traust til lögreglunnar til að sinna sínum störfum.“ Guðrún segir að tryggja verði öllum réttláta málsmeðferð. Þolendur kynferðisbrota upplifi þó oft að það sé ekki tilfellið. Hún segir mikla áherslu lagða á málaflokkinn í dómsmálaráðuneytinu og það sé þörf á að halda þessari vinnu áfram. Það þurfi að tryggja öryggi þolenda og trúa þeim. „Fyrst og fremst þurfum við að trúa þolendum og grípa þá… Það er upplifun mjög margra þolenda að þeir séu ekki gripnir og öryggi þeirra sé ekki tryggt. Það þurfum við að laga og það er verkefni sem við erum sífellt í og höfum verið í,“ segir Guðrún. Lögreglunni hafi til dæmis verið tryggt meira fjármagn á síðasta kjörtímabili til að sinna þessum málaflokki. Hægt er að hlusta á viðtalið að ofan. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Bítið Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sjá meira
Fjallað hefur verið um það í fréttum að sömu þrír mennirnir séu grunaðir um tvær hópnauðganir. Þeir eru ekki í gæsluvarðhaldi. Einn er farbanni. Greint var frá því í gær að mennirnir eru bannaðir á skemmtistað í miðbænum vegna málanna og hefur verið send út viðvörun til annarra skemmtistaða vegna þeirra. Guðrún var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun um þetta mál og réttarkerfið almennt. Sjá einnig: Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hún segir gríðarlega mikilvægt að réttarkerfið sé skilvirkt og réttlátt og að það verndi þá einstaklinga sem leita til þess. Hún segist telja það gott en það megi sífellt bæta það. Hún hafi lagt áherslu á það í sinni ráðherratíð til dæmis að hraða meðferð kynferðisbrotamála. Það sé nauðsynlegt fyrir þolendur að fá skjóta úrvinnslu. Á sama tíma þurfi að vera skýrt að þegar einhver leggur fram kæru sé hún skoðuð fljótt og vel. Þyki ástæða til að ákæra grípi dómskerfið við og það verði að vera skilvirkt. Við endann sé svo fullnustukerfið og hún hafi lagt mikla áherslu á að gera breytingar á því kerfi þegar hún var ráðherra. Ástandið þar sé óviðunandi. Gæsluvarðhald alvarlegt inngrip Guðrún segist ekki geta svarað því hvers vegna mennirnir hafi ekki verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald og lögreglan verði að svara því hvers vegna það sé. Gæsluvarðhald sé ekki refsing heldur tímabundin frelsissvipting á rannsóknarstigi máls. „Við verðum að hafa það í huga að þetta er alvarlegt inngrip í réttindi einstakling,“ segir Guðrún og að það séu mjög ströng skilyrði vegna þess hve alvarlegt úrræði það er að frelsissvipta einhvern. Það verði að vera rökstuddur grunur um brot og brotið varði fangelsisvist. „Við erum réttarríki og við verðum að bera traust til réttarkerfisins,“ segir Guðrún spurð um það hvort að það að varðveita rétt manna sem séu sakaðir um svo gróf brot sé mögulega á kostnað þolenda. Skiljanlegt að málið veki miklar og erfiðar tilfinningar „Ég skil það mjög vel, að í dæmi sem þessu sem hér er nefnd, að það veki miklar og erfiðar tilfinningar. Hér erum við að tala um gríðarlega alvarlega glæpi og þess vegna ber ég traust til lögreglunnar til að sinna sínum störfum.“ Guðrún segir að tryggja verði öllum réttláta málsmeðferð. Þolendur kynferðisbrota upplifi þó oft að það sé ekki tilfellið. Hún segir mikla áherslu lagða á málaflokkinn í dómsmálaráðuneytinu og það sé þörf á að halda þessari vinnu áfram. Það þurfi að tryggja öryggi þolenda og trúa þeim. „Fyrst og fremst þurfum við að trúa þolendum og grípa þá… Það er upplifun mjög margra þolenda að þeir séu ekki gripnir og öryggi þeirra sé ekki tryggt. Það þurfum við að laga og það er verkefni sem við erum sífellt í og höfum verið í,“ segir Guðrún. Lögreglunni hafi til dæmis verið tryggt meira fjármagn á síðasta kjörtímabili til að sinna þessum málaflokki. Hægt er að hlusta á viðtalið að ofan.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Bítið Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði