Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 1. maí 2025 23:09 Lögregluþjónar standa fyrir utan hús Orlofsnefndar húsmæðra að Hverfisgötu 69. Thorgeir Olafsson Maður um fertugt er grunaður um að hafa haldið erlendum ferðamanni í gíslingu í nokkrar klukkustundir auk þess sem hann hafi verið vopnaður byssu. Hann var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald fyrr í dag af Héraðsdómi Reykjavíkur samkvæmt umfjöllun RÚV. Líðan ferðamannsins er góð eftir atvikum að sögn Ásmundar Rúnars Gylfasonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann staðfesti að um frelsissviptingu hafi verið að ræða í samtali við fréttastofu. Ferðamaðurinn var hnepptur í gíslingu aðfaranótt fimmtudags en lögreglan fékk veður af því í morgun. Óvíst er hversu lengi ferðamaðurinn var í haldi en um sé að ræða nokkrar klukkustundir. Greint var frá fyrr í morgun að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um mann vopnaðan skotvopni á Hverfisgötu. Sérsveitin var einnig kölluð á vettvang en atvikið átti sér stað um klukkan átta. Mikill viðbúnaður viðbragðsaðila var á svæðinu líkt og sést á ljósmyndum sem bárust fréttastofu. „Lögreglan fékk tilkynningu um aðila sem væri vopnaður skotvopni þarna í íbúð við Hverfisgötu. Þess vegna var götum lokað og lögreglan með aðgerð,“ sagði Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu í morgun. RÚV greindi fyrst frá því að maðurinn hafi tekið erlendan ferðmann í gíslingu á heimili sínu við Hverfisgötu. Hann hafi verið leiddur fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur og úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Þá segir að maðurinn hafi oft komist í kast við lögin en stutt er síðan hann lauk afplánun. Fréttin var uppfærð 23:30. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Sjá meira
Líðan ferðamannsins er góð eftir atvikum að sögn Ásmundar Rúnars Gylfasonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann staðfesti að um frelsissviptingu hafi verið að ræða í samtali við fréttastofu. Ferðamaðurinn var hnepptur í gíslingu aðfaranótt fimmtudags en lögreglan fékk veður af því í morgun. Óvíst er hversu lengi ferðamaðurinn var í haldi en um sé að ræða nokkrar klukkustundir. Greint var frá fyrr í morgun að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um mann vopnaðan skotvopni á Hverfisgötu. Sérsveitin var einnig kölluð á vettvang en atvikið átti sér stað um klukkan átta. Mikill viðbúnaður viðbragðsaðila var á svæðinu líkt og sést á ljósmyndum sem bárust fréttastofu. „Lögreglan fékk tilkynningu um aðila sem væri vopnaður skotvopni þarna í íbúð við Hverfisgötu. Þess vegna var götum lokað og lögreglan með aðgerð,“ sagði Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu í morgun. RÚV greindi fyrst frá því að maðurinn hafi tekið erlendan ferðmann í gíslingu á heimili sínu við Hverfisgötu. Hann hafi verið leiddur fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur og úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Þá segir að maðurinn hafi oft komist í kast við lögin en stutt er síðan hann lauk afplánun. Fréttin var uppfærð 23:30.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Sjá meira