Hafnarfjörður

Fréttamynd

Ekki lengur kátt á Klambra

Skipuleggjendur barnahátíðarinnar Kátt á Klambra sem haldin hefur verið í fjórgang á Klambratúni leita nú að annarri staðsetningu fyrir hátíðina. Þeir segjast mæta fálæti og áhugaleysi hjá borgaryfirvöldum en hefur verið tekið opnum örmum hjá öðrum sveitarfélögum.

Innlent
Fréttamynd

Betur fór en á horfðist

Ástand manns sem lenti undir þakplötu í vinnuslysi á Völlunum í Hafnarfirði í dag er gott eftir atvikum, segir Þorsteinn Gunnarsson, aðstoðarvarstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Fluttur á sjúkra­hús eftir al­var­legt vinnu­slys

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út að byggingasvæði á Völlunum í Hafnarfirði á öðrum tímanum í dag vegna vinnuslyss. Karlmaður festist undir þakplötu sem verið var að steypa og gaf sig. Hann var klukkustund síðar fluttur á sjúkrahús.

Innlent
Fréttamynd

Ógnaði fólki með hnífi og lét sig hverfa

Talsverður erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Tilkynnt var um mann sem hafði hótað fólki með hnífi í hverfi 108. Sá var á bak og burt þegar lögreglu bar að garði. 

Innlent
Fréttamynd

Eldur í Hafnar­firði

Eldur kviknaði í gámi á Óseyrarbraut í Hafnafirði rétt fyrir klukkan fimm í dag. Eldurinn var minniháttar og er búið að slökkva hann.

Innlent
Fréttamynd

Á­rekstur við Kapla­krika

Árekstur tveggja bíla var á gatnamótum Reykjanesbrautar og Fjarðarhrauns við Kaplakrika í Hafnarfirði á níunda tímanum í kvöld. Engin alvarleg slys urðu á fólki.

Innlent
Fréttamynd

Sakar leigjanda sinn um blekkingar en vill grafa stríðs­öxina

Árni Stefán Árnason eigandi Austurgötu 10 í Hafnarfirði og leigusali segist vera stálheiðarlegur, agaður, samviskusamur og vandvirkur einstaklingur að eigin mati og annarra. Hann segir öryrkja sem leigir íbúð í húsinu við Austurgötu þarfnast hjálpar og ætlar að gera sitt til að leysa samskiptavanda þeirra og hjálpa henni.

Innlent
Fréttamynd

Festist í dekkjar­ólu á Völlunum

Slökkvilið og lögregla á höfuðborgarsvæðinu voru kölluð út eftir að ungur einstaklingur hafði fests í dekkjarólu á leiksvæði í Hafnarfirði í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Ætlar aldrei að gefast upp

Líf Bjarnheiðar Hannesdóttur tók kollsteypu í desember árið 2012 þegar hún fékk skyndilegt hjartastopp sem varði í tuttugu mínútur. Henni var vart hugað líf en barðist ötullega og hafði loks betur. Hjartastoppið olli hins vegar gífurlegum heilaskaða og Bjarnheiður, eða Heiða eins og hún er alltaf kölluð, fór frá því að vera aktíf og fullfrísk þriggja barna móðir og fasteignasali yfir í að vera algjörlega ósjálfsbjarga.

Lífið
Fréttamynd

Kjara­samningar, gjald­frjálsar skóla­mál­tíðir, Sjálf­stæðis­flokkurinn og Hafnar­fjörður

Sjálfstæðisflokkurinn hefur fundið mál sem hann getur sameinast um á erfiðum tímum hjá flokknum! Það er baráttan gegn gjaldfrjálsum skólamáltíðum í grunnskólum! Þar dregur flokkurinn línu í sandinn! Því ber að mótmæla. Afstaða og stefna Samfylkingarinnar er alveg skýr; grunnskólinn á að vera gjaldfrjáls, þar með talið skólamáltíðir.

Skoðun
Fréttamynd

Vonar að bú­setu í húsinu verði hætt

Slökkviliðsstjóri segir það dapurt að einhver búi í húsi í jafnslæmu ástandi og kona sem rætt var við í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær gerir. Hann segir að þrátt fyrir meintan þrýsting hennar á leigusalann sé ábyrgðin alltaf hans. 

Innlent
Fréttamynd

„Verður al­­gjör bylting“

Það styttist í að iðk­endur Hauka geti æft knatt­spyrnu við að­stæður eins og þær gerast bestar, sér í lagi yfir há­veturinn hér á landi. Nýtt fjöl­nota knatt­hús rís nú hratt á Ás­völlum. Al­gjör bylting fyrir alla Hafn­firðinga segir byggingar­stjóri verk­efnisins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Þetta hús­næði er ekki leigu­hæft, og það viður­kenni ég“

Leigusali konu, sem sakar hann um að standa ekki við loforð um framkvæmdir til að gera húsnæðið sem hún býr í mannsæmandi, segir margt vanta í frásögn konunnar. Hann viðurkennir sjálfur að húsnæðið, sem hann hafi aldrei auglýst sem leiguhúsnæði, sé ekki hæft til langtímaleigu, en konan hafi sótt það fast að fá að búa þar. 

Innlent
Fréttamynd

„Ég er bara skít­hrædd hérna“

Öryrki óttast um líf sitt þar sem hún segir leigusala ekki standa við loforð um framkvæmdir svo húsnæðið sem hún býr í geti verið mannsæmandi. Hún segir ástandið versna með hverjum deginum.

Innlent
Fréttamynd

Marinn eftir gest á árs­há­tíð Hafnar­fjarðar

Tónlistarmaðurinn Gauti Þeyr Másson, eða Emmsjé Gauti, lenti í því leiðinlega atviki síðastliðið laugardagskvöld að gestur á árshátíð Hafnarfjarðarbæjar henti nikótíndollu í hausinn á honum. Gauti fékk kúlu og mar eftir höggið. 

Lífið
Fréttamynd

Öllu tjaldað til á árs­há­tíð Hafnarfjarðarbæjar

Árshátíð Hafnarfjarðarbæjar var haldin með pompi og prakt á laugardagskvöld á Ásvöllum. Um 1500 manns mættu í gleðskapinn og komust færri að en vildu. Þema kvöldsins var konunglegt eða Royal og klæddust gestir sínu fínasta pússi.

Lífið
Fréttamynd

Listamannaíbúð til sölu í Hafnar­firði

Reinar Ágúst Foreman myndlistamaður og eiginkona hans, Jenný Lárentínusardóttir, hafa sett ævintýralega íbúð við Nönnustíg 8 í Hafnarfirði á sölu. Ásett verð er 94,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Hundi bjargað úr sprungu í Hafnar­firði

Björgunarsveit Hafnarfjarðar var boðuð út í dag þegar tilkynnt var um að hundur sem var á göngu með eiganda sínum við Stórhöfðastíg, hefði dottið ofan í þrönga og djúpa sprungu og kæmist hvergi.

Innlent
Fréttamynd

Var í símanum undir stýri og fær kaskótryggingar ekki endur­greiddar

Vátryggingafélag Íslands þarf ekki að endurgreiða manni kaskótryggingar, sem félagið hafði endurkrafið manninn um í kjölfar umferðarslyss sem hann olli. Maðurinn hafði ekið aftan á röð bifreiða á Reykjanesbraut á meðan hann var í símanum undir stýri og urðu fjórir bílar fyrir skemmdum. 

Innlent
Fréttamynd

Meiri­hluti á blá­þræði

Bæjarstjórnarmeirihluti, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokks, Í Hafnarfirði hékk á bláþræði í gær, fimmtudaginn, 7.febrúar. Ástæðan var andstaða fulltrúa Sjálfstæðisflokksins við það hliðarákvæði kjarasamninga, að börnum í grunnskólum yrði boðnar gjaldfrjálsar máltíðir í skólum.

Skoðun
Fréttamynd

Sakar Guð­mund Árna um að brjóta trúnað

Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði segist líta meint brot Guðmundar Árna Stefánssonar bæjarfulltrúa á trúnaði alvarlegum augum. Vísar Rósa þar til þess að Guðmundur Árni veitti viðtal í fundarhléi bæjarráðs í gær þar sem hann rakti umræðuefni fundarins.

Innlent