Væbaramanía og múgæsingur er nýtt átak var kynnt Tómas Arnar Þorláksson skrifar 2. júní 2025 20:31 Hljómsveitin Væb héldu tónleika fyrir nemendur grunnskóla Hafnarfjarðar á Thorsplaninu. Vísir/Anton Brink Hálfgerður múgæsingur myndaðist á Thorsplani þegar að foreldraráð Hafnarfjarðarbæjar með hjálp VÆB-bræðra kynntu nýtt framtak sem boðar símalaust sumar fyrir grunnskólanemendur. Krakkar í banastuði sögðu það ekki koma til greina að vera í símanum. Óhætt er að segja að ef þak hefði verið á Thorsplani hefði það rifnað af þegar að VÆB-bræður kynntu átakið, Horfumst í augu, í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ í dag enda undirtektirnar gífurlegar. Já hálfgerður múgæsingur á svæðinu og jafnvel hægt að tala um Væbaramaníu sem fyrirsvarsmenn átaksins tóku fagnandi. „Þetta er út frá víðtæku verkefni þar sem við erum að hvetja til þess að hafa símafrí í grunnskólum hérna í bænum með það að markmiðið að ýta undir betri líðan, samskipti og námsumhverfi barnanna,“ sagði Kristín Ólöf Grétarsdóttir, meðlimur í foreldraráði Hafnarfjarðarbæjar sem stendur á bak við framtakið. Hvernig sýndist þér til dæmis krakkarnir taka í þetta á þessum viðburði? „Þeim fannst brjálæðislega gaman. Þau voru alveg vel peppuð og þegar að Væb- strákarnir voru að segja: Ætlum við ekki að leggja frá okkur símana í sumar? Þá sögðu allir bara: JÁ! Svo það ætlar enginn í Hafnarfirði að vera í símanum í sumar,“ sagði Stella Björg Kristinsdóttir, forvarnarfulltrúi Hafnarfjarðarbæjar. En hvað segja krakkarnir um að sleppa símanum? Sjá má þeirra skoðun á þessu öllu saman í spilaranum hér fyrir neðan. Ýmsir sögðust ætla láta símann eiga sig á meðan aðrir tvíefldust og sögðu símann koma með hvert sem er. „Krakkar, það er sumar, við eigum að vera úti og hafa gaman. Verkefnið heitir Horfumst í augu. Við ætlum að horfast í augu, það er eye contact. Í staðinn fyrir að vera heima að skrolla. Inni í herbergi að skrolla. Maður græðir ekkert á því,“ sögðu VÆB-bræðurnir Hálfdán Helgi og Matthías Davíð Matthíassynir. Hafnarfjörður Símanotkun barna Börn og uppeldi Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Fleiri fréttir Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjá meira
Óhætt er að segja að ef þak hefði verið á Thorsplani hefði það rifnað af þegar að VÆB-bræður kynntu átakið, Horfumst í augu, í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ í dag enda undirtektirnar gífurlegar. Já hálfgerður múgæsingur á svæðinu og jafnvel hægt að tala um Væbaramaníu sem fyrirsvarsmenn átaksins tóku fagnandi. „Þetta er út frá víðtæku verkefni þar sem við erum að hvetja til þess að hafa símafrí í grunnskólum hérna í bænum með það að markmiðið að ýta undir betri líðan, samskipti og námsumhverfi barnanna,“ sagði Kristín Ólöf Grétarsdóttir, meðlimur í foreldraráði Hafnarfjarðarbæjar sem stendur á bak við framtakið. Hvernig sýndist þér til dæmis krakkarnir taka í þetta á þessum viðburði? „Þeim fannst brjálæðislega gaman. Þau voru alveg vel peppuð og þegar að Væb- strákarnir voru að segja: Ætlum við ekki að leggja frá okkur símana í sumar? Þá sögðu allir bara: JÁ! Svo það ætlar enginn í Hafnarfirði að vera í símanum í sumar,“ sagði Stella Björg Kristinsdóttir, forvarnarfulltrúi Hafnarfjarðarbæjar. En hvað segja krakkarnir um að sleppa símanum? Sjá má þeirra skoðun á þessu öllu saman í spilaranum hér fyrir neðan. Ýmsir sögðust ætla láta símann eiga sig á meðan aðrir tvíefldust og sögðu símann koma með hvert sem er. „Krakkar, það er sumar, við eigum að vera úti og hafa gaman. Verkefnið heitir Horfumst í augu. Við ætlum að horfast í augu, það er eye contact. Í staðinn fyrir að vera heima að skrolla. Inni í herbergi að skrolla. Maður græðir ekkert á því,“ sögðu VÆB-bræðurnir Hálfdán Helgi og Matthías Davíð Matthíassynir.
Hafnarfjörður Símanotkun barna Börn og uppeldi Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Fleiri fréttir Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjá meira