Erlent

Davos-vaktin: Trump hættur við tolla og segir lausn í sjón­máli

Samúel Karl Ólason og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa
Trump fer yfir málin í ræðu sinni í Davos.
Trump fer yfir málin í ræðu sinni í Davos. AP/Evan Vucci

Margir af þjóðarleiðtogum heims eru staddir í Davos í Sviss á ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum). Mikil umræða átti sér stað þar í gær um stöðuna í heimsmálum, hótanir Bandaríkjamanna í garð Grænlands, stríðsrekstur Rússa í Úkraínu og breytta ásýnd heimsins.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sem margir í Evrópu telja ástæðu þessarar breyttu heimsmyndar sem heimsálfan stendur frammi fyrir, hélt ræðu í Davos í dag. Forsetaflugvél hans var snúið við í morgun vegna bilunar en mætti síðar með annarri flugvél.

Ræðan var flutt á sama tíma og Trump hefur beitt nokkur bandalagsríki Bandaríkjanna í NATO tollum vegna samstöðu þeirra með Grænlendingum, sem Trump vill þvinga til að ganga inn í Bandaríkin, og Dönum.

Í ræðum í gær vöruðu leiðtogar eins og Mark Carney, forsætisráðherra Kanada, og Emmanuel Macron, forseti Frakklands, við því að lögmál frumskógarins væri að taka við af alþjóðasamþykktum og samvinnu.

Í vaktinni hér að neðan ætlum við að fylgjast með helstu vendingum í Davos í dag og öðrum vendingum sem snúa að Trump og Grænlandi, svo eitthvað sé nefnt.

Útsendingu frá Davos má sjá í spilaranum hér að neðan. Vaktin er svo þar fyrir neðan.

Hér fyrir neðan má finna vaktina okkar, þar sem við fylgdust með þróun mála. Ef hún birtist ekki er ráð að endurhlaða síðunni (e. refresh).




Fleiri fréttir

Sjá meira
×