Brot á vopnalögum og líkamsárás á tónleikum Lovísa Arnardóttir skrifar 1. júní 2025 07:23 Mjög fjölmennir tónleikar fóru fram í Laugardalshöll í gær á vegum þáttastjórnenda FM95Blö. Það eru Auðunn Blöndal, Egill Einarsson, eða Gillz, og Steinþór Hróar Steinþórsson, eða Steindi Jrr. Vísir/Vilhelm Tveir voru handteknir vegna gruns um eða fyrir að hafa brotið vopnalög í gær á tónleikum. Ekki kemur fram hvaða tónleikar það eru í dagbók lögreglu en lögregla á stöð 1 sinnti útkallinu. Í gær fóru fram fjölmennir tóneikar í Laugardalshöll á vegum FM 95BLÖ. Þrír voru fluttir á slysadeild af tónleikunum og kemur fram í dagbók lögreglunnar að lögregluaðstoðar hafi einnig verið óskað vegna mögulegrar líkamsárásar á tónleikunum. Mikil umræða er um tónleikana í Facebook-hópnum Beautytips. Þar lýsa gestir miklum troðningi, ofbeldi og takmörkuðu aðgengi að salerni sem hafi endað með því að einhverjir pissuðu á gólfið. Miklar annir voru hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Alls gistu 13 í fangageymslu í nótt og voru 112 mál skráð í kerfi þeirra frá klukkan 17 til fimm í morgun. Stórfelld líkamsárás og mikil ölvun víða Á lögreglustöð 1, sem sér um miðborg, Laugardal, Hlíðar og Háaleiti, var töluvert um útköll vegna ölvunar og er til dæmis í dagbókinni fjallað um að lögreglan hafi þurft að vísa þó nokkrum aðilum af ölhúsum og þurft að hafa afskipti af gleðskap í heimahúsi og handtóku tvo sem eru grunaðir um stórfellda líkamsárás á ölhúsi. Sá sem ráðist var á var fluttur á bráðamóttöku. Þá var lögreglu á stöð 1 einnig tilkynnt um innbrot í líkamsræktarstöð. Á lögreglustöð 2, í Hafnafirði, var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna ökumanns sem ók af vettvangi eftir að hafa ekið á aðra bifreið. Lögregla handtók hann stuttu síðar vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis. Þá var einn handtekinn í Hafnarfirði vegna stórfelldrar líkamsárásar á ölhúsi. Líkamsárás í verslunarmiðstöð Á lögreglustöð 3, í Kópavogi og Breiðholti, var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna líkamsárásar í verslunarmiðstöð en gerendur fundust ekki. Málið er í rannsókn. Þá sinnti lögreglan einnig fjölda verkefna vegna samkvæmishávaða og ölvunar, þar með talið ölvunar ungmenna. Þá stöðvaði lögreglan ökumann bifreiðar sem reyndist vera aðeins 14 ára gamall og var með farþega sem var á sama aldri. Á lögreglustöð 4, í Grafarholti, var lögregla kölluð til vegna ungmenna sem voru til vandræða í strætisvagni og til að aðstoða við að vísa á brott hópi ungmenna sem ekki voru velkomin á veitingastað. Þá sinnti lögreglan þar einnig fjölda verkefna vegna ölvunar. Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Tónleikar á Íslandi Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Segir lögin greinilega ekki nógu mannúðleg Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ Sjá meira
Þrír voru fluttir á slysadeild af tónleikunum og kemur fram í dagbók lögreglunnar að lögregluaðstoðar hafi einnig verið óskað vegna mögulegrar líkamsárásar á tónleikunum. Mikil umræða er um tónleikana í Facebook-hópnum Beautytips. Þar lýsa gestir miklum troðningi, ofbeldi og takmörkuðu aðgengi að salerni sem hafi endað með því að einhverjir pissuðu á gólfið. Miklar annir voru hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Alls gistu 13 í fangageymslu í nótt og voru 112 mál skráð í kerfi þeirra frá klukkan 17 til fimm í morgun. Stórfelld líkamsárás og mikil ölvun víða Á lögreglustöð 1, sem sér um miðborg, Laugardal, Hlíðar og Háaleiti, var töluvert um útköll vegna ölvunar og er til dæmis í dagbókinni fjallað um að lögreglan hafi þurft að vísa þó nokkrum aðilum af ölhúsum og þurft að hafa afskipti af gleðskap í heimahúsi og handtóku tvo sem eru grunaðir um stórfellda líkamsárás á ölhúsi. Sá sem ráðist var á var fluttur á bráðamóttöku. Þá var lögreglu á stöð 1 einnig tilkynnt um innbrot í líkamsræktarstöð. Á lögreglustöð 2, í Hafnafirði, var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna ökumanns sem ók af vettvangi eftir að hafa ekið á aðra bifreið. Lögregla handtók hann stuttu síðar vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis. Þá var einn handtekinn í Hafnarfirði vegna stórfelldrar líkamsárásar á ölhúsi. Líkamsárás í verslunarmiðstöð Á lögreglustöð 3, í Kópavogi og Breiðholti, var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna líkamsárásar í verslunarmiðstöð en gerendur fundust ekki. Málið er í rannsókn. Þá sinnti lögreglan einnig fjölda verkefna vegna samkvæmishávaða og ölvunar, þar með talið ölvunar ungmenna. Þá stöðvaði lögreglan ökumann bifreiðar sem reyndist vera aðeins 14 ára gamall og var með farþega sem var á sama aldri. Á lögreglustöð 4, í Grafarholti, var lögregla kölluð til vegna ungmenna sem voru til vandræða í strætisvagni og til að aðstoða við að vísa á brott hópi ungmenna sem ekki voru velkomin á veitingastað. Þá sinnti lögreglan þar einnig fjölda verkefna vegna ölvunar.
Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Tónleikar á Íslandi Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Segir lögin greinilega ekki nógu mannúðleg Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum