Sport

Mætti ekki í við­töl eftir tap

Stefán Marteinn Ólafsson skrifar
Hörður Axel Vilhjálmsson
Hörður Axel Vilhjálmsson Hulda/Vísir

Nágrannaslagur Njarðvíkur og Keflavíkur fór fram í IceMar höllinni í kvöld þegar fimmtánda umferð Bónus deild kvenna leið undir lok. Njarðvík fór með öflugan ellefu stiga sigur af hólmi 88-77.

Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur í Bónus deild kvenna gaf ekki kost á sér í viðtöl eftir ellefu stiga tap 88-77 gegn Njarðvík þegar liðin áttust við í fimmtándu umferð Bónus deild kvenna í kvöld.

Þegar fréttaritari fór að leita af þjálfara Keflavíkur eftir leik var honum tjáð að báðir þjálfarar liðsins, Hörður Axel Vilhjálmsson og Arnór Daði Jónsson væru báðir búnir að yfirgefa IceMar höllina.

Það verður ekki annað sagt en að þetta hafi verið gríðarleg vonbriði að þjálfarar liðsins hafi ekki séð sig fært að mæta í viðtöl eftir leik þrátt fyrir sárt tap.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×