Utanríkismál

Fréttamynd

Katrín segir nýja herstöð ekki koma til greina

Forsætisráðherra segir hugmyndir um varanlega viðveru Bandaríkjahers hér á landi og eða nýja herstöð á Austurlandi ekki hafa verið ámálgaðar við íslensk stjórnvöld. Þær komi heldur ekki til greina að hennar hálfu og þyrfti að ræða fyrir opnum tjöldum á Alþingi kæmu þær formlega fram.

Innlent
Fréttamynd

Ritstjórinn undrandi og lokað á Fréttablaðið

Ritstjóri Fréttablaðsins segir það vekja furðu að sendifulltrúi erlends ríkis reyni að grafa undan fréttaflutning frjáls fjölmiðils líkt og bandaríska sendiráðið gerði með Facebook-færslu þar sem blaðið var sakað um „falsfréttir“.

Innlent
Fréttamynd

Mikilvægt að efla sameiginlegar norrænar almannavarnir

Til stóð að setja stærsta pólitíska fund ársins á Norðurlöndunum í Hörpu í dag. Hátt í eitt þúsund þingmenn, ráðherrar og aðrir gestir voru væntanlegir til landsins á þing Norðurlandaráðs en dagskráin verður heldur umfangsminni sökum faraldursins.

Innlent
Fréttamynd

Af hverju græna utan­ríkis­stefnu núna?

Það er ljóst að grípa þarf til róttækra kerfisbreytinga til þess að vinna gegn enn verri afleiðingum loftslagsbreytinga af mannavöldum eins og hlýnun jarðar, öfgum í veðurfari, neikvæðum áhrifum á gróðurfar og lífríki, súrnun sjávar og hækkandi sjávarstöðu. Til þess þarf að rýna öll okkar kerfi út frá aðgerðum gegn hlýnun loftlags.

Skoðun
Fréttamynd

Fimm Globemaster og júmbó fylgja orustuþotum til Íslands

Fimm C-17 Globemaster herflutningavélar auk Boeing 747 flugvélar flughersins fylgja bandarísku F-15 Eagle orustuþotunum vegna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins, sem hefst hérlendis á morgun. Orustuþoturnar fjórtán eru allar komnar til Keflavíkurflugvallar.

Innlent
Fréttamynd

Semja um kaup á Remdesivir

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur undirritað rammasamning við bandaríska lyfjarisann Gilead um kaup á 500 þúsund skömmtum af Remdesivir sem nýst hefur gegn einkennum Covid-19.

Erlent
Fréttamynd

Ísland sleppur við rauða listann

Bresk stjórnvöld ákváðu í gær að setja þrjú ný lönd á hinn svonefnda rauða lista, sem kveður á um að ferðamenn sem þaðan koma til Bretlands þurfi að sæta 14 daga sóttkví.

Erlent
Fréttamynd

Ræddi mál sendiherrans í beinni útsendingu á CBS

Christina Ruffini, fréttamaður CBS sem fjallaði um mál bandaríska sendiherrans á Íslandi um helgina, segir að ósk sendiherrans um að bera byssu og ráða lífvörð skjóti skökku við í ljósi þess að Ísland sé eitt öruggasta ríki heims.

Innlent