„Þetta er eitthvað sem við ættum að gera oftar“ Máni Snær Þorláksson og Heimir Már Pétursson skrifa 17. maí 2023 09:43 Þórdís Kolbrún segir fundinn hafa gengið gríðarlega vel í gær. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir leiðtogafundinn í Hörpu hafa gengið vel í gær. Hún segir gott að geta átt raunveruleg samtöl við leiðtogana í stað þess að skiptast á fyrirframskrifuðum ávörpum. Það sé eitthvað sem ætti að gera oftar. „Hann gekk gríðarlega vel, bæði bara andrúmsloftið og samtölin, hringborðin, en líka öll framkvæmd sem er auðvitað stórt mál. Þetta gekk allt svona nokkuð snuðrulaust fyrir sig og fólk almennt mjög ánægt með okkar hlut,“ segir Þórdís í morgun í samtali við fréttastofu. Fundurinn skiptist í fimm hópa í gær sem ræddu svo saman. Þórdís segist ekki vita hvernig fór í hinum hópunum. Hún hafi þó átt gott samtal í sínum hópi. „Ég hef ekki séð útkomuna annars staðar frá en ég tók sjálf sátt í hringborði sem var gríðarlega gott,“ segir hún. „Ég nefndi það nú sérstaklega þar að þetta er eitthvað sem við ættum að gera oftar, að hafa raunverulegt samtal á milli leiðtoga til þess að geta talað saman án þess að vera bara að lesa upp ávörp sem búið er að hugsa í gegn. Heldur eiga þennan svona díalóg og taka með því sem aðrir eru að segja. Þetta er auðvitað fólk með mismunandi reynslu, baklönd, kemur frá mismunandi svæðum. Það er mjög gagnlegt að eiga þetta samtal þannig ég held að heilt yfir hafi það gengið mjög vel.“ Skuldbinding til lengri tíma Fundinum lýkur síðar í dag og mun Ísland þá skila af sér formennsku í Evrópuráðinu til Lettlands. Mun Lettland gegna formennsku í um sex mánuða skeið. „Það auðvitað eru stórar útkomur á þessum fundi og gríðarlegt verk fyrir höndum. Þannig þetta er svona tækifæri til þess að gera stóra hluti. Þannig Lettar taka við heilmiklu verkefni sem við höfum auðvitað skuldbundið okkur til þess að standa með þeim í og aðstoða eins og við getum.“ Mikið verk sé því fyrir höndum, bæði hjá Lettlandi og næstu þjóðum sem eiga eftir að gegna formennsku í ráðinu. „Af því þetta verður ekki klárað á sex mánuðum, allt sem hérna kemur fram. Þetta er skuldbinding til lengri tíma.“ Sama markmið en önnur atriði Þórdís er þá spurð að því hvort þessi fundur sé gott veganesti inn í leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins (NATO) sem fram fer í júlí næstkomandi. „Það eru ákveðnir hlutir sem skarast, það er að segja kannski sérstaklega það að ætla að standa með Úkraínu og gera það sem þarf til þess að þau komist í gegnum þetta og vinni stríðið. Auðvitað eru síðan allt önnur atriði sem verið er að ræða þar en þetta er alltaf með það sama að markmiði samt. Þannig ég myndi segja að einhverju leyti en alls ekki öllu nei.“ Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
„Hann gekk gríðarlega vel, bæði bara andrúmsloftið og samtölin, hringborðin, en líka öll framkvæmd sem er auðvitað stórt mál. Þetta gekk allt svona nokkuð snuðrulaust fyrir sig og fólk almennt mjög ánægt með okkar hlut,“ segir Þórdís í morgun í samtali við fréttastofu. Fundurinn skiptist í fimm hópa í gær sem ræddu svo saman. Þórdís segist ekki vita hvernig fór í hinum hópunum. Hún hafi þó átt gott samtal í sínum hópi. „Ég hef ekki séð útkomuna annars staðar frá en ég tók sjálf sátt í hringborði sem var gríðarlega gott,“ segir hún. „Ég nefndi það nú sérstaklega þar að þetta er eitthvað sem við ættum að gera oftar, að hafa raunverulegt samtal á milli leiðtoga til þess að geta talað saman án þess að vera bara að lesa upp ávörp sem búið er að hugsa í gegn. Heldur eiga þennan svona díalóg og taka með því sem aðrir eru að segja. Þetta er auðvitað fólk með mismunandi reynslu, baklönd, kemur frá mismunandi svæðum. Það er mjög gagnlegt að eiga þetta samtal þannig ég held að heilt yfir hafi það gengið mjög vel.“ Skuldbinding til lengri tíma Fundinum lýkur síðar í dag og mun Ísland þá skila af sér formennsku í Evrópuráðinu til Lettlands. Mun Lettland gegna formennsku í um sex mánuða skeið. „Það auðvitað eru stórar útkomur á þessum fundi og gríðarlegt verk fyrir höndum. Þannig þetta er svona tækifæri til þess að gera stóra hluti. Þannig Lettar taka við heilmiklu verkefni sem við höfum auðvitað skuldbundið okkur til þess að standa með þeim í og aðstoða eins og við getum.“ Mikið verk sé því fyrir höndum, bæði hjá Lettlandi og næstu þjóðum sem eiga eftir að gegna formennsku í ráðinu. „Af því þetta verður ekki klárað á sex mánuðum, allt sem hérna kemur fram. Þetta er skuldbinding til lengri tíma.“ Sama markmið en önnur atriði Þórdís er þá spurð að því hvort þessi fundur sé gott veganesti inn í leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins (NATO) sem fram fer í júlí næstkomandi. „Það eru ákveðnir hlutir sem skarast, það er að segja kannski sérstaklega það að ætla að standa með Úkraínu og gera það sem þarf til þess að þau komist í gegnum þetta og vinni stríðið. Auðvitað eru síðan allt önnur atriði sem verið er að ræða þar en þetta er alltaf með það sama að markmiði samt. Þannig ég myndi segja að einhverju leyti en alls ekki öllu nei.“
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira