„Við viljum ekki fá að sjá þessar útskýringar“ Bjarki Sigurðsson skrifar 12. maí 2023 11:42 Árni Páll Árnason, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, situr í stjórn Eftirlitsnefndar EFTA. Stjórnarmaður í eftirlitsnefnd EFTA segir íslensk stjórnvöld oft gerast sek um seinagang þegar kemur að svörum við úrskurðum nefndarinnar. Nefndin fundar með stjórnvöldum hér á landi í næsta mánuði. Eftirlitsnefnd Fríverslunarsamtaka Evrópu sló á puttana á íslenskum stjórnvöldum í vikunni þegar sex rökstuddir úrskurðir um brot Íslands á reglum Evrópska efnahagssvæðisins voru birtir sama dag. Sneru úrskurðirnir meðal annars að blóðmerahaldi, pásukvöð rútubílstjóra og rannsóknum á flugslysum. Árni Páll Árnason, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, er fulltrúi Íslands í stjórn eftirlitsnefndarinnar. Hann segir það eiga sér eðlilega skýringu hvers vegna sex úrskurðir birtust á svo skömmum tíma. „Við vinnum bara svona. Hlutirnir vinnast yfir tímabilið. Um veturinn, þú klárar eitthvað fyrir jól og annað sem þú nærð ekki að klára fyrir jól, þá klárar þú það fyrir sumarið. Við erum með það sem við köllum pakkafund með íslenskum stjórnvöldum í byrjun júní á Íslandi. Þess vegna erum við að pressa á að við séum búin að ákveða með þessi mál sem við erum með. Erum við að fara eitthvað með þau eða erum við að loka þeim. Þess vegna er ákveðin pressa, þá geta íslensk stjórnvöld fengið ákveðinn tíma í að undirbúa sig áður en við komum,“ segir Árni Páll í samtali við fréttastofu. Seinagangur vegna fámennis Hann segir íslensk stjórnvöld eiga það til að vera með seinagang í svörum sínum og úrbótum við kröfum nefndarinnar. Það sé oftast vegna flækjustigs eða fámennis í íslenskri stjórnsýslu. Þó þurfi alltaf að taka brot á reglunum alvarlega. „Ef þú brýtur reglurnar þá brýtur þú reglurnar. Svo fer það eftir sjónarhóli hvers og eins hversu alvarlegt brotið er. Til dæmis varðandi flugslysamálin, þá er hinn íslenskur háttur að segja að við vitum við hvern eigi að tala. Það sem hefur skort er að það sé sett niður á blað og útskýrt hvernig samstarf eigi að vera á milli viðbragðsaðila við slíkar aðstæður. Það er skýr lagaskylda og það er líka bara góð framkvæmd,“ segir Árni. Vilja ekki sjá neinar afsakanir Hann segir að skýringar Íslendinga séu auðvitað teknar til greina en nefndin vilji samt sem áður helst ekki fá þær. „Við viljum ekkert fá að sjá þessar útskýringar. Við viljum að þetta sé innleitt á réttum tíma og það er mjög mikilvægt fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki,“ segir Árni. Hann segir að Íslendingar megi ekki eiga von á nýjum úrskurðum frá nefndinni á næstunni en þó er alltaf haugur af málum opinn þar. „Við erum alltaf með fullt af málum opin. Erum að fylgja eftir svo mörgu á ólíkum sviðum. Við gerum úttektir í matvælaeftirliti, við gerum úttektir og skoðum ástand þess, við gerum úttektir á flugvöllum, höfnum. Við erum alltaf að skoða fullt af hlutum sem að falla undir eftirlitshlutverk okkar,“ segir Árni. EFTA Utanríkismál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Viðbúnaður vegna rannsókna á flugslysum ekki í lagi Íslensk stjórnvöld þurfa að koma á fót formlegu fyrirkomulagi til að tryggja að gott samstarf sé á milli viðeigandi opinberra aðila áður en rannsókn á flugslysum hefst. Þetta kemur fram í rökstuddu áliti Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). 10. maí 2023 15:32 Tveggja daga pásukvöð brot á reglum EES Sú staðreynd að erlend rútufyrirtæki innan geta ekki boðið upp á lengri en tíu daga samfelldar rútuferðir er brot á EES-reglum. Reglurnar takmarki markaðsaðgengi erlendra rútufyrirtækja. 10. maí 2023 15:27 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Sjá meira
Eftirlitsnefnd Fríverslunarsamtaka Evrópu sló á puttana á íslenskum stjórnvöldum í vikunni þegar sex rökstuddir úrskurðir um brot Íslands á reglum Evrópska efnahagssvæðisins voru birtir sama dag. Sneru úrskurðirnir meðal annars að blóðmerahaldi, pásukvöð rútubílstjóra og rannsóknum á flugslysum. Árni Páll Árnason, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, er fulltrúi Íslands í stjórn eftirlitsnefndarinnar. Hann segir það eiga sér eðlilega skýringu hvers vegna sex úrskurðir birtust á svo skömmum tíma. „Við vinnum bara svona. Hlutirnir vinnast yfir tímabilið. Um veturinn, þú klárar eitthvað fyrir jól og annað sem þú nærð ekki að klára fyrir jól, þá klárar þú það fyrir sumarið. Við erum með það sem við köllum pakkafund með íslenskum stjórnvöldum í byrjun júní á Íslandi. Þess vegna erum við að pressa á að við séum búin að ákveða með þessi mál sem við erum með. Erum við að fara eitthvað með þau eða erum við að loka þeim. Þess vegna er ákveðin pressa, þá geta íslensk stjórnvöld fengið ákveðinn tíma í að undirbúa sig áður en við komum,“ segir Árni Páll í samtali við fréttastofu. Seinagangur vegna fámennis Hann segir íslensk stjórnvöld eiga það til að vera með seinagang í svörum sínum og úrbótum við kröfum nefndarinnar. Það sé oftast vegna flækjustigs eða fámennis í íslenskri stjórnsýslu. Þó þurfi alltaf að taka brot á reglunum alvarlega. „Ef þú brýtur reglurnar þá brýtur þú reglurnar. Svo fer það eftir sjónarhóli hvers og eins hversu alvarlegt brotið er. Til dæmis varðandi flugslysamálin, þá er hinn íslenskur háttur að segja að við vitum við hvern eigi að tala. Það sem hefur skort er að það sé sett niður á blað og útskýrt hvernig samstarf eigi að vera á milli viðbragðsaðila við slíkar aðstæður. Það er skýr lagaskylda og það er líka bara góð framkvæmd,“ segir Árni. Vilja ekki sjá neinar afsakanir Hann segir að skýringar Íslendinga séu auðvitað teknar til greina en nefndin vilji samt sem áður helst ekki fá þær. „Við viljum ekkert fá að sjá þessar útskýringar. Við viljum að þetta sé innleitt á réttum tíma og það er mjög mikilvægt fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki,“ segir Árni. Hann segir að Íslendingar megi ekki eiga von á nýjum úrskurðum frá nefndinni á næstunni en þó er alltaf haugur af málum opinn þar. „Við erum alltaf með fullt af málum opin. Erum að fylgja eftir svo mörgu á ólíkum sviðum. Við gerum úttektir í matvælaeftirliti, við gerum úttektir og skoðum ástand þess, við gerum úttektir á flugvöllum, höfnum. Við erum alltaf að skoða fullt af hlutum sem að falla undir eftirlitshlutverk okkar,“ segir Árni.
EFTA Utanríkismál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Viðbúnaður vegna rannsókna á flugslysum ekki í lagi Íslensk stjórnvöld þurfa að koma á fót formlegu fyrirkomulagi til að tryggja að gott samstarf sé á milli viðeigandi opinberra aðila áður en rannsókn á flugslysum hefst. Þetta kemur fram í rökstuddu áliti Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). 10. maí 2023 15:32 Tveggja daga pásukvöð brot á reglum EES Sú staðreynd að erlend rútufyrirtæki innan geta ekki boðið upp á lengri en tíu daga samfelldar rútuferðir er brot á EES-reglum. Reglurnar takmarki markaðsaðgengi erlendra rútufyrirtækja. 10. maí 2023 15:27 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Sjá meira
Viðbúnaður vegna rannsókna á flugslysum ekki í lagi Íslensk stjórnvöld þurfa að koma á fót formlegu fyrirkomulagi til að tryggja að gott samstarf sé á milli viðeigandi opinberra aðila áður en rannsókn á flugslysum hefst. Þetta kemur fram í rökstuddu áliti Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). 10. maí 2023 15:32
Tveggja daga pásukvöð brot á reglum EES Sú staðreynd að erlend rútufyrirtæki innan geta ekki boðið upp á lengri en tíu daga samfelldar rútuferðir er brot á EES-reglum. Reglurnar takmarki markaðsaðgengi erlendra rútufyrirtækja. 10. maí 2023 15:27