Reykvíkingar skipta Lviv inn fyrir Moskvu Jakob Bjarnar skrifar 24. maí 2023 16:27 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er nú staddur í Úkraínu en þar ritaði hann undir sérstakt systraborgasamkomulag við Lviv ásamt Andriy Sadovyy borgarstjóra þar. vísir/arnar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur er nú staddur í Úkraínu en hann og Andriy Sadovyy borgarstjóri Lvív undirrituðu samkomulag um samvinnu borganna að viðstöddu fjölmenni í Ráðhúsinu í Lviv á þriðjudaginn síðastliðinn. Á sama tíma var undirritað rammasamkomulag milli heilbrigðistæknifyrirtækisins Össurar og endurhæfingasjúkrahússins Unbroken sem rekið er af Lviv borg. Systraborgasamkomulag undirritað Þetta kemur fram í tilkynningu þar sem vitnað er til orða Dags um nýtt systraborgarsamkomulag sem hann undirritaði fyrir hönd Reykjavíkurborgar í Lvív í Úkraínu í vikunni. „„Við vonumst til að auka samstarf borganna á næstu árum og áratugum. Innrás Rússa og yfirstandandi stríð yfirskyggir þó vitanlega allt í Úkraínu um þessar mundir. Því skipti mig mestu máli að koma á tengingu milli Lviv og stoðtækjafyrirtækisins Össurar. Það var meginmarkmiðið með þessari ferð,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri um nýtt systraborgasamkomulag sem hann undirritaði fyrir hönd Reykjavíkurborgar í Lvív í Úkraínu í gær. Í tilkynningunni segir jafnframt að þetta systraborgarsamkomulag hafi verið í undirbúningi um nokkurt skeið en í september 2022 samþykkti borgarstjórn einróma að slíta vinaborgarsamkomulagi við Moskvu. Til stendur að efla vinsamleg samskipti til frambúðar og hvetja til gagnkvæmrar samvinnu á þeim sviðum sem skipta máli fyrir borgara Lviv og Reykjavíkur. „Tekið verður sérstaklega tillit til mikilvægra gilda eins og lýðræðis, frelsis, réttarríkis og mannréttinda og samvinna efld á mismunandi sviðum þjóðlífs.“ Unbroken komið á koppinn Sadovyy sagði við þetta tækifæri af heimsókn sinni til Reykjavíkur árið 2019 þegar hann fundaði með Degi fyrst en þeir hafa átt í reglulegum samskiptum síðan þá. Á fundi þeirra Vilníus fyrr á þessu ári sagði Sadovyy frá risavöxnu verkefni Lviv að byggja upp sjúkrahús og alhliða þjónustu fyrir fólk sem missir útlimi og verður fyrir alvarlegum áföllum vegna stríðsins í landinu. Þetta verkefni kallast „Unbroken“. Dagur B. Eggertsson og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir með Andriy Sadovyy í sprengjubyrgi í Ráðhúsi Lviv.reykjavíkurborg Einnig var undirritað rammasamkomulag við endurhæfingamiðstöðina Unbroken við heilbrigðistæknifyrirtækið Össur við þetta tækifæri. Um 20 þúsund Úkraínubúar hafa misst útlimi í stríðinu og mörg þeirra eru börn. Öll þurfa mikla þjónustu sérfræðinga næstu ár og áratugi. Í tilkynningunni segir að borgaryfirvöld, með aðstoð alþjóðlegra stofnana, fyrirtækja og einstaklinga, hafa unnið grettistak í að byggja upp endurhæfingasjúkrahúsið Unbroken sem er það stærsta sinnar tegundar í Úkraínu. Borgarstjóri, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir forseti borgarstjórnar og Sveinn Sölvason forstjóri Össurar heimsóttu Unbroken, kynntu sér starfsemina og ræddu við sjúklinga. Reykjavík Úkraína Utanríkismál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Sjá meira
Á sama tíma var undirritað rammasamkomulag milli heilbrigðistæknifyrirtækisins Össurar og endurhæfingasjúkrahússins Unbroken sem rekið er af Lviv borg. Systraborgasamkomulag undirritað Þetta kemur fram í tilkynningu þar sem vitnað er til orða Dags um nýtt systraborgarsamkomulag sem hann undirritaði fyrir hönd Reykjavíkurborgar í Lvív í Úkraínu í vikunni. „„Við vonumst til að auka samstarf borganna á næstu árum og áratugum. Innrás Rússa og yfirstandandi stríð yfirskyggir þó vitanlega allt í Úkraínu um þessar mundir. Því skipti mig mestu máli að koma á tengingu milli Lviv og stoðtækjafyrirtækisins Össurar. Það var meginmarkmiðið með þessari ferð,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri um nýtt systraborgasamkomulag sem hann undirritaði fyrir hönd Reykjavíkurborgar í Lvív í Úkraínu í gær. Í tilkynningunni segir jafnframt að þetta systraborgarsamkomulag hafi verið í undirbúningi um nokkurt skeið en í september 2022 samþykkti borgarstjórn einróma að slíta vinaborgarsamkomulagi við Moskvu. Til stendur að efla vinsamleg samskipti til frambúðar og hvetja til gagnkvæmrar samvinnu á þeim sviðum sem skipta máli fyrir borgara Lviv og Reykjavíkur. „Tekið verður sérstaklega tillit til mikilvægra gilda eins og lýðræðis, frelsis, réttarríkis og mannréttinda og samvinna efld á mismunandi sviðum þjóðlífs.“ Unbroken komið á koppinn Sadovyy sagði við þetta tækifæri af heimsókn sinni til Reykjavíkur árið 2019 þegar hann fundaði með Degi fyrst en þeir hafa átt í reglulegum samskiptum síðan þá. Á fundi þeirra Vilníus fyrr á þessu ári sagði Sadovyy frá risavöxnu verkefni Lviv að byggja upp sjúkrahús og alhliða þjónustu fyrir fólk sem missir útlimi og verður fyrir alvarlegum áföllum vegna stríðsins í landinu. Þetta verkefni kallast „Unbroken“. Dagur B. Eggertsson og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir með Andriy Sadovyy í sprengjubyrgi í Ráðhúsi Lviv.reykjavíkurborg Einnig var undirritað rammasamkomulag við endurhæfingamiðstöðina Unbroken við heilbrigðistæknifyrirtækið Össur við þetta tækifæri. Um 20 þúsund Úkraínubúar hafa misst útlimi í stríðinu og mörg þeirra eru börn. Öll þurfa mikla þjónustu sérfræðinga næstu ár og áratugi. Í tilkynningunni segir að borgaryfirvöld, með aðstoð alþjóðlegra stofnana, fyrirtækja og einstaklinga, hafa unnið grettistak í að byggja upp endurhæfingasjúkrahúsið Unbroken sem er það stærsta sinnar tegundar í Úkraínu. Borgarstjóri, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir forseti borgarstjórnar og Sveinn Sölvason forstjóri Össurar heimsóttu Unbroken, kynntu sér starfsemina og ræddu við sjúklinga.
Reykjavík Úkraína Utanríkismál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Sjá meira