Gamalt handrit úr Valhöll Sigmar Guðmundsson skrifar 23. maí 2023 08:00 Það var áhugavert að lesa viðtal við nýjan formann Samfylkingarinnar, Kristrúnu Frostadóttur, um helgina. Þar var hún eðlilega spurð um stefnubreytingu flokksins í Evrópumálum. Svarið var vægast sagt áhugavert. „Það þýðir ekkert að halda einhverju til streitu sem er kannski ekki vilji fyrir meðal þjóðarinnar. Ef hlutirnir snúast við og það verður knýjandi þörf og vilji hjá landsmönnum til að ganga inn í Evrópusambandið þá mun alls ekki standa á okkur. Við getum ekki keyrt stórt mál eins og þetta í gegn ef það eru einungis tveir stjórnmálaflokkar á þingi sem hafa áhuga á því.“ Svo mörg voru þau orð. Þessa hugsun má umorða í þekktan frasa: ESB er ekki á dagskrá. Hljómar vissulega kunnuglega, en ekki úr þessari átt. Í áratugi hafa Sjálfstæðisflokkur og Framsókn kyrjað þessa möntru, stundum með trúarlegri innlifun. Málið er ekki á dagskrá. Handrit frasans og samskonar slagorða er skrifað í Valhöll og lesið yfir og blessað af Kaupfélagi Skagfirðinga og fleiri hagsmunaaðilum sem lifa og hrærast í fákeppnisumhverfi sem þjónar þeirra hagsmunum en ekki hagsmunum almennings. Fyrir fólk sem hefur trú á því að Evrópusambandið sé leið að því markmiði að á Íslandi ríki meiri stöðugleiki og að verðbólga og vextir séu ekki að jafnaði miklu hærri hér en í nágrannalöndunum, hljóta þessi orð Kristrúnar að teljast talsverð vonbrigði. Ekki bara vegna þess hve vel þau ríma við orð valdaflokkana heldur líka vegna þess að þau eru efnislega röng. Það er mikill vilji meðal þjóðarinnar að ganga í ESB. 44 prósent þeirra sem taka afstöðu eru því fylgjandi en 34 prósent andvíg. Í átta af níu stjórnmálaflokkum er svo meirihluti kjósenda hlynntur þjóðaratkvæðagreiðslu um viðræður um aðild að ESB. Reyndar er mestur stuðningur við það meðal kjósenda Samfylkingarinnar af öllum flokkum, eða 84 prósent. Það væri vissulega fengur fyrir Evrópuhugsjónina ef formaður Samfylkingarinnar væri í þeim hópi. Höldum því samt til haga að nokkrir þingmanna Samfylkingarinnar hafa talað fyrir þessum málstað, þrátt fyrir stefnubreytinguna. Og einn þeirra er í stjórn Evrópuhreyfingarinnar. En afstaða formannsins er samt sú að málið sé ekki á dagskrá, en verði það mögulega, kannski og ef til vill ef kannanir gefa gott veður. Ekki er hægt að skilja tilvitnuð orð Kristrúnar öðruvísi og því ljóst að Evrópuhugsjónin er ekki ofarlega á lista flokksins. Orð formannsins hafa mikið vægi þótt þau rími illa við kannanir um ESB aðild. Og reyndar er hálf furðulegt, í ljósi sögunnar, að í rökræðum Kristrúnar og Bjarna Benediktssonar um Evrópumálin í Silfrinu um helgina, sé það Bjarni sem er nær sannleikanum þegar hann sagði að Samfylkingin hafi pakkað þessu stefnumáli ofan í kassa. Samkvæmt skoðanakönnunum er Samfylkingin að ná sama styrk og fyrir hrun en þá mældist flokkurinn með yfir 26 prósent fylgi í öllum kosningum frá stofnun flokksins. Þeim árangri náði flokkurinn með ESB sem hryggjarstykkið í stefnu sinni og því holur hljómur í fullyrðingum andstæðinga ESB að stefnubreyting nú sé skýringin á fylgisaukningunni. Slíkar kenningar falla um sjálft sig þegar kannanir eru rýndar, líkt og sú sem fyrr er nefnd. Sömu raddir planta gjarnan inn þeirri viðbótarskýringu að stefnubreytingin nú sé tilraun til að byggja brú yfir til Sjálfstæðisflokksins. Ekki ætla ég gera nýjum formanni flokksins upp þá höfuðsynd, því það væri ávísun á áframhaldandi vaxta og verðbólguáþján íslenskra heimila í boði krónunnar. Og þá að ástæðunni fyrir þessari grein. Mín ábending til Evrópusinna allra flokka er þessi: ef það dugar ekki að drjúgur meirihluti þeirra sem taka afstöðu í ítrekuðum könnunum vilji ganga í ESB og að meirihluti sé fyrir því meðal kjósenda átta flokka af níu að efna til þjóðaratkvæðis um aðildarviðræður, hvað þarf þá til? Ætlum við í alvöru að láta Sjálfstæðisflokkinn ráða þessu áfram og taka undir möntruna um að málið sé ekki á dagskrá? Jafnvel þegar kannanir benda allar til að málið sé einmitt á dagskrá! Hvað þarf vaxtastig í landinu að verða hátt, og verðbólgan líka, til að við snúum bökum saman og knýjum á um viðræður við ESB að undangengnu þjóðaratkvæði? Þessi barátta er sérlega brýn í dag þegar við sjáum öfl vera að snúast gegn EES samningnum og vilja leiða okkur aftur inn í torfbæina, þangað sem bresku afturhaldi tókst með lygum og áróðri að teyma bresku þjóðina. Þessi öfl eru sterk innan Sjálfstæðisflokksins, en finnast líka í öðrum flokkum sem sæti eiga á Alþingi. Sturluð staðreynd. Svo er heldur ekki rétt hjá formanni Samfylkingarinnar, og vitna ég til orða sem féllu í Silfrinu, að aðild að ESB sé eingöngu utanríkismál. Ef slík rörsýn á eitt stærsta hagsmunamál fyrirtækja og heimila, sem jafnframt er lykilinn að meiri samkeppni á íslenskum fákeppnismörkuðum, er ráðandi, þá náum við aldrei árangri. ESB er á dagskrá. Núna. Höfundur er þingmaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Evrópusambandið Utanríkismál Viðreisn Alþingi Mest lesið Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Það var áhugavert að lesa viðtal við nýjan formann Samfylkingarinnar, Kristrúnu Frostadóttur, um helgina. Þar var hún eðlilega spurð um stefnubreytingu flokksins í Evrópumálum. Svarið var vægast sagt áhugavert. „Það þýðir ekkert að halda einhverju til streitu sem er kannski ekki vilji fyrir meðal þjóðarinnar. Ef hlutirnir snúast við og það verður knýjandi þörf og vilji hjá landsmönnum til að ganga inn í Evrópusambandið þá mun alls ekki standa á okkur. Við getum ekki keyrt stórt mál eins og þetta í gegn ef það eru einungis tveir stjórnmálaflokkar á þingi sem hafa áhuga á því.“ Svo mörg voru þau orð. Þessa hugsun má umorða í þekktan frasa: ESB er ekki á dagskrá. Hljómar vissulega kunnuglega, en ekki úr þessari átt. Í áratugi hafa Sjálfstæðisflokkur og Framsókn kyrjað þessa möntru, stundum með trúarlegri innlifun. Málið er ekki á dagskrá. Handrit frasans og samskonar slagorða er skrifað í Valhöll og lesið yfir og blessað af Kaupfélagi Skagfirðinga og fleiri hagsmunaaðilum sem lifa og hrærast í fákeppnisumhverfi sem þjónar þeirra hagsmunum en ekki hagsmunum almennings. Fyrir fólk sem hefur trú á því að Evrópusambandið sé leið að því markmiði að á Íslandi ríki meiri stöðugleiki og að verðbólga og vextir séu ekki að jafnaði miklu hærri hér en í nágrannalöndunum, hljóta þessi orð Kristrúnar að teljast talsverð vonbrigði. Ekki bara vegna þess hve vel þau ríma við orð valdaflokkana heldur líka vegna þess að þau eru efnislega röng. Það er mikill vilji meðal þjóðarinnar að ganga í ESB. 44 prósent þeirra sem taka afstöðu eru því fylgjandi en 34 prósent andvíg. Í átta af níu stjórnmálaflokkum er svo meirihluti kjósenda hlynntur þjóðaratkvæðagreiðslu um viðræður um aðild að ESB. Reyndar er mestur stuðningur við það meðal kjósenda Samfylkingarinnar af öllum flokkum, eða 84 prósent. Það væri vissulega fengur fyrir Evrópuhugsjónina ef formaður Samfylkingarinnar væri í þeim hópi. Höldum því samt til haga að nokkrir þingmanna Samfylkingarinnar hafa talað fyrir þessum málstað, þrátt fyrir stefnubreytinguna. Og einn þeirra er í stjórn Evrópuhreyfingarinnar. En afstaða formannsins er samt sú að málið sé ekki á dagskrá, en verði það mögulega, kannski og ef til vill ef kannanir gefa gott veður. Ekki er hægt að skilja tilvitnuð orð Kristrúnar öðruvísi og því ljóst að Evrópuhugsjónin er ekki ofarlega á lista flokksins. Orð formannsins hafa mikið vægi þótt þau rími illa við kannanir um ESB aðild. Og reyndar er hálf furðulegt, í ljósi sögunnar, að í rökræðum Kristrúnar og Bjarna Benediktssonar um Evrópumálin í Silfrinu um helgina, sé það Bjarni sem er nær sannleikanum þegar hann sagði að Samfylkingin hafi pakkað þessu stefnumáli ofan í kassa. Samkvæmt skoðanakönnunum er Samfylkingin að ná sama styrk og fyrir hrun en þá mældist flokkurinn með yfir 26 prósent fylgi í öllum kosningum frá stofnun flokksins. Þeim árangri náði flokkurinn með ESB sem hryggjarstykkið í stefnu sinni og því holur hljómur í fullyrðingum andstæðinga ESB að stefnubreyting nú sé skýringin á fylgisaukningunni. Slíkar kenningar falla um sjálft sig þegar kannanir eru rýndar, líkt og sú sem fyrr er nefnd. Sömu raddir planta gjarnan inn þeirri viðbótarskýringu að stefnubreytingin nú sé tilraun til að byggja brú yfir til Sjálfstæðisflokksins. Ekki ætla ég gera nýjum formanni flokksins upp þá höfuðsynd, því það væri ávísun á áframhaldandi vaxta og verðbólguáþján íslenskra heimila í boði krónunnar. Og þá að ástæðunni fyrir þessari grein. Mín ábending til Evrópusinna allra flokka er þessi: ef það dugar ekki að drjúgur meirihluti þeirra sem taka afstöðu í ítrekuðum könnunum vilji ganga í ESB og að meirihluti sé fyrir því meðal kjósenda átta flokka af níu að efna til þjóðaratkvæðis um aðildarviðræður, hvað þarf þá til? Ætlum við í alvöru að láta Sjálfstæðisflokkinn ráða þessu áfram og taka undir möntruna um að málið sé ekki á dagskrá? Jafnvel þegar kannanir benda allar til að málið sé einmitt á dagskrá! Hvað þarf vaxtastig í landinu að verða hátt, og verðbólgan líka, til að við snúum bökum saman og knýjum á um viðræður við ESB að undangengnu þjóðaratkvæði? Þessi barátta er sérlega brýn í dag þegar við sjáum öfl vera að snúast gegn EES samningnum og vilja leiða okkur aftur inn í torfbæina, þangað sem bresku afturhaldi tókst með lygum og áróðri að teyma bresku þjóðina. Þessi öfl eru sterk innan Sjálfstæðisflokksins, en finnast líka í öðrum flokkum sem sæti eiga á Alþingi. Sturluð staðreynd. Svo er heldur ekki rétt hjá formanni Samfylkingarinnar, og vitna ég til orða sem féllu í Silfrinu, að aðild að ESB sé eingöngu utanríkismál. Ef slík rörsýn á eitt stærsta hagsmunamál fyrirtækja og heimila, sem jafnframt er lykilinn að meiri samkeppni á íslenskum fákeppnismörkuðum, er ráðandi, þá náum við aldrei árangri. ESB er á dagskrá. Núna. Höfundur er þingmaður Viðreisnar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar