Lokayfirlýsingin stutt en nái vel utan um grundvallaratriðin Atli Ísleifsson skrifar 17. maí 2023 09:57 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir leiðtogafundinn í Reykjavík hafa gengið ótrúlega vel. Honum lýkur síðar í dag. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að lokayfirlýsing leiðtogafundar Evrópuráðsins í Reykjavík verði fremur stutt en nái vel utan um þau grundvallaratriði sem um umfjöllunar séu. Hún segir það flókið mál að koma sjónarmiðum 46 ríkja saman í eina yfirlýsingu og að hún hafi tekið breytingum fram á síðasta dag. Þetta sagði Katrín í samtali við Heimi Má Pétursson fréttamann eftir að yfirlýsing um stofnun tjónaskrárinnar var undirrituð í morgun. Katrín segir að sér þyki gærdagurinn hafa gengið ótrúlega vel. „Bæði fannst mér fundurinn sjálfur, það gekk allt upp, þetta formlega. En það voru líka góðar umræður á hringborðunum og síðan í kvöldverði leiðtoga sem var hérna í gærkvöldi. Það var í raun og veru hinn óformlegi hluti fundarins og þar eru oft mjög opnar umræður. Í dag tekur svo við hin formlega umræða þar sem ríkin fara með sína afstöðu til lokaniðurstöðu þessa fundar.“ Sýnist þér að sé samstaða um öll meginatriði lokayfirlýsingarinnar? „Já, það er auðvitað búið að leggja mikla vinnu í það og eins og hefur komið áður fram þá er það flókið mál að koma 46 ríkjum saman. Maður fann það í hinum óformlegu umræðum í gær. Þetta eru ólík ríki. Það er ólík pólitík sem ræður för í ólíkum ríkjum. Já, við erum komin með lendingu eins hvað varðar þessa tjónaskrá sem við vorum að undirrita hér áðan. Þetta er auðvitað stórt skref að halda utan um þann skaða sem Rússar hafa valdið í Úkraínu. Nú tekur við útfærslan. En bara það að stíga þetta skref, og það er þegar búið að undirbúa málið mjög vel hvernig við getum haldið utan um skráningu þannig að það ætti ekki að koma upp nein snurða á þeim þræði.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra á fundinum í morgun. Vísir/Vilhelm En verður lokayfirlýsingin mikið breytt frá því sem lagt var upp með í uppkasti? „Hún er náttúrulega búin að taka breytingum fram á síðasta dag. Eins og venjan er með svona yfirlýsingar. Það sem ég er ánægð með er að mér finnst þetta vera skýrt. Mér finnst þetta ekki vera langt plagg með mjög mörgum orðum heldur er verið að draga fram ákveðin grundvallaratriði. Bæði hvað varðar ábyrgðarskylduna gagnvart Úkraínu, það er verið að leggja mikla áherslu á lýðræðið og það er verið að leggja áherslu á þessi atriði sem við höfum verið að berjast fyrir að komist hér inn á borð, eins og umhverfismálin, réttinn til umhverfis og gervigreindina sem var mikið rædd á mínu hringborði. Þannig að það er verið að taka vel utan um þessi mál. Það er náttúrulega verið að fjalla um mannréttindamáli, jafnréttismálin og réttindi barna sem hafa mikið verið rædd á fundinum. Þar er ekki síst verið að fjalla um úkraínsk börn sem hafa verið brottflutt. Þannig að ég held að við séum með yfirlýsingu sem sé ekki of löng en er samt að taka utan um aðalatriðin.“ Það átti að tilkynna á þessum fundi um aukin framlög Íslands til Úkraínu. Það er búið að segja frá færanlega neyðarsjúkrahúsinu. Er einhver meiri aukning að öðru leyti? „Nei, spítalinn er í raun og vera okkar viðbót að þessu sinni og okkur fannst mikilvægt, öllum flokkum á Alþingi, að sýna að við stöndum saman um þennan viðbótarstuðning. Þetta er ekki bara ákvörðun stjórnvalda heldur er þetta Alþingi allt sem stendur á bakvið þennan stuðning. Sú ákvörðun að færa Úkraínumönnum þennan neyðarspítala byggir á þeirra óskum, þeirra beiðnum. Við munum nú vonandi að þessum fundi loknum, mæla fyrir því máli og ljúka því hratt og örugglega,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Reykjavík Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Vaktin: Leiðtogar gefa kost á viðtölum í morgunsárið Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar verður í beinni útsendingu frá Hörpu nú í morgunsárið og fylgist með þróun mála fram eftir degi í vaktinni hér á Vísi. 17. maí 2023 07:33 Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Þetta sagði Katrín í samtali við Heimi Má Pétursson fréttamann eftir að yfirlýsing um stofnun tjónaskrárinnar var undirrituð í morgun. Katrín segir að sér þyki gærdagurinn hafa gengið ótrúlega vel. „Bæði fannst mér fundurinn sjálfur, það gekk allt upp, þetta formlega. En það voru líka góðar umræður á hringborðunum og síðan í kvöldverði leiðtoga sem var hérna í gærkvöldi. Það var í raun og veru hinn óformlegi hluti fundarins og þar eru oft mjög opnar umræður. Í dag tekur svo við hin formlega umræða þar sem ríkin fara með sína afstöðu til lokaniðurstöðu þessa fundar.“ Sýnist þér að sé samstaða um öll meginatriði lokayfirlýsingarinnar? „Já, það er auðvitað búið að leggja mikla vinnu í það og eins og hefur komið áður fram þá er það flókið mál að koma 46 ríkjum saman. Maður fann það í hinum óformlegu umræðum í gær. Þetta eru ólík ríki. Það er ólík pólitík sem ræður för í ólíkum ríkjum. Já, við erum komin með lendingu eins hvað varðar þessa tjónaskrá sem við vorum að undirrita hér áðan. Þetta er auðvitað stórt skref að halda utan um þann skaða sem Rússar hafa valdið í Úkraínu. Nú tekur við útfærslan. En bara það að stíga þetta skref, og það er þegar búið að undirbúa málið mjög vel hvernig við getum haldið utan um skráningu þannig að það ætti ekki að koma upp nein snurða á þeim þræði.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra á fundinum í morgun. Vísir/Vilhelm En verður lokayfirlýsingin mikið breytt frá því sem lagt var upp með í uppkasti? „Hún er náttúrulega búin að taka breytingum fram á síðasta dag. Eins og venjan er með svona yfirlýsingar. Það sem ég er ánægð með er að mér finnst þetta vera skýrt. Mér finnst þetta ekki vera langt plagg með mjög mörgum orðum heldur er verið að draga fram ákveðin grundvallaratriði. Bæði hvað varðar ábyrgðarskylduna gagnvart Úkraínu, það er verið að leggja mikla áherslu á lýðræðið og það er verið að leggja áherslu á þessi atriði sem við höfum verið að berjast fyrir að komist hér inn á borð, eins og umhverfismálin, réttinn til umhverfis og gervigreindina sem var mikið rædd á mínu hringborði. Þannig að það er verið að taka vel utan um þessi mál. Það er náttúrulega verið að fjalla um mannréttindamáli, jafnréttismálin og réttindi barna sem hafa mikið verið rædd á fundinum. Þar er ekki síst verið að fjalla um úkraínsk börn sem hafa verið brottflutt. Þannig að ég held að við séum með yfirlýsingu sem sé ekki of löng en er samt að taka utan um aðalatriðin.“ Það átti að tilkynna á þessum fundi um aukin framlög Íslands til Úkraínu. Það er búið að segja frá færanlega neyðarsjúkrahúsinu. Er einhver meiri aukning að öðru leyti? „Nei, spítalinn er í raun og vera okkar viðbót að þessu sinni og okkur fannst mikilvægt, öllum flokkum á Alþingi, að sýna að við stöndum saman um þennan viðbótarstuðning. Þetta er ekki bara ákvörðun stjórnvalda heldur er þetta Alþingi allt sem stendur á bakvið þennan stuðning. Sú ákvörðun að færa Úkraínumönnum þennan neyðarspítala byggir á þeirra óskum, þeirra beiðnum. Við munum nú vonandi að þessum fundi loknum, mæla fyrir því máli og ljúka því hratt og örugglega,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Reykjavík Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Vaktin: Leiðtogar gefa kost á viðtölum í morgunsárið Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar verður í beinni útsendingu frá Hörpu nú í morgunsárið og fylgist með þróun mála fram eftir degi í vaktinni hér á Vísi. 17. maí 2023 07:33 Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Vaktin: Leiðtogar gefa kost á viðtölum í morgunsárið Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar verður í beinni útsendingu frá Hörpu nú í morgunsárið og fylgist með þróun mála fram eftir degi í vaktinni hér á Vísi. 17. maí 2023 07:33
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels