Innlent

Bein útsending: Blaðamannafundur Ursulu og Katrínar

Samúel Karl Ólason og Máni Snær Þorláksson skrifa
Katrín Jakobsdóttir og Ursula von der Leyen.
Katrín Jakobsdóttir og Ursula von der Leyen.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, munu í dag ræða við blaðamenn, eftir fund þeirra tveggja. 

Leiðtogafundurinn í Reykjavík er sá fjórði í sögu Evrópuráðsins. Fyrir fundinum liggur að samþykkja formlega gerð sérstakrar skrár vegna þess tjóns sem innrás Rússlands hefur valdið Úkraínu og árétta mikilvægi þeirra gilda sem Evrópuráðið stendur vörð um.

Blaðamannafundurinn hefst klukkan 15:15 og má horfa á hann í beinni útsendingu hér að neðan. Fundurinn átti fyrst að hefjast 14:45 en var frestað um hálftíma.

Katrín og von der Leyen hafa þar að auki átt í samskiptum vegna fyrirhugaðrar takmarkana á fríum losunarheimildum og þess að þær muni reynast Íslandi afar íþyngjandi og muni draga úr samkeppnishæfni íslenskra flugfélaga og Keflavíkurflugvallar.

Sjá einnig: Svör von der Leyen gefa til kynna að mis­skilningur hafi verið á ferð


Tengdar fréttir

„Þetta er gamalt fangelsi, núna er þetta mitt fangelsi“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra grínaðist með það þegar hún tók á móti forseta Litháen í Stjórnarráðinu í morgun að það væri hennar fangelsi. Húsið var frá byggingu til ársins 1813 tugthúsið í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×