Utanríkismál Katrín og Þórdís Kolbrún á leið til Bucha Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra eru komnar til Úkraínu eftir um sólarhrings ferðalag frá Íslandi. Þær og fylgdarlið þeirra komu með næturlest til ótilgreinda staðar snemma í morgun. Innlent 14.3.2023 07:55 Rykið dustað af gömlum ESB greinum Ég hef lúmskt gaman af því þegar ESB-sinnar koma aðild að sambandinu í umræðuna við og við. Ég get enda iðulega dustað rykið af gömlum greinum og ræðum til að svara endurteknum málflutningi þeirra. Ef til vill ætti ég þó ekki að gefa það upp í fyrirsögninni. Skoðun 13.3.2023 07:30 Viltu þá að atvinnuleysið verði hér 10%, viltu það í alvöru Jón Ingi? Góður félagi minn spurði mig hneykslaður um helgina þegar evruna bar á góma, “viltu þá að hér verði 10% atvinnuleysi eins og í Evrópusambandinu, viltu það í alvöru Jón Ingi”? Ég spurði á móti “af hverju segirðu það”? “Það er bara þannig, við getum ekki haldið atvinnustiginu uppi ef við tökum upp Evru”, sagði hann rétt eins og það væri náttúrulögmál. En er það svo? Skoðun 7.3.2023 10:00 Evrópusambandsdraugurinn sem fer ekki neitt Þann 4.mars skrifaði Ingibjörg Isaksen þingkona framsóknar grein hér á Vísi þar sem hún reynir að kveða niður Evrópusambandsdrauginn, eins og hún kallar hann, sem núna hefur skotið aftur upp kollinum á Íslandi. Grein hennar fer um víðan völl allt frá gengissveiflum evrunnar yfir í pælingar um sjálfstæði þjóðar, með stuttu stoppi í vangaveltum um að aðild að ESB og upptaka evru gæti mögulega verið skaðleg fyrir efnahagslífið á Íslandi. Skoðun 7.3.2023 09:00 Minna svigrúm til viðskiptasamninga Með aðild Íslands að EES-samningnum hefur regluverk frá Evrópusambandinu, sem tekið hefur verið upp í gegnum samninginn, skapað viðskiptahindranir gagnvart nánustu viðskiptalöndum landsins utan Evrópskra efnahagssvæðisins (EES) og stuðlað að minna svigrúmi EFTA-ríkjanna sem aðild eiga að samningnum, Íslands, Noregs og Liechtensteins, til þess að semja um viðskipti við ríki utan svæðisins. Umræðan 6.3.2023 11:11 Of ung til að stíga ekki reglulega út fyrir þægindaramman „Mér fannst ég of ung til að vera ekki að takast á við nýjar áskoranir og stíga reglulega út fyrir þægindaramman,,“ segir María Guðjónsdóttir og hlær þegar hún skýrir út hvers vegna hún ákvað í fyrra að sækja um starf framkvæmdastjóra viðskiptaskrifstofu Breska sendiráðsins í Reykjavík. Sem einmitt í þessari viku, þann 9.mars, stendur fyrir viðburði fyrir íslensk fyrirtæki og hagaðila sem hafa áhuga á viðskiptum við og í Bretlandi. Atvinnulíf 6.3.2023 07:00 Bréfið fæst ekki heldur afhent frá Evrópu Svarbréf Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra frá því í júní í fyrra, fæst ekki afhent frá framkvæmdastjórninni, þar sem svo er metið að ekki sé um opinber gögn að ræða. Innlent 2.3.2023 11:51 „Barátta Úkraínu er okkar barátta. Úkraína verður að sigra“ „Í 365 daga hefur þetta óréttlætanlega, tilefnislausa og ólögmæta innrásarstríð valdið ómældum þjáningum, dauðsföllum og eyðileggingu af stærðargráðu sem ekki hefur sést í álfunni síðan í síðari heimsstyrjöld.“ Erlent 24.2.2023 08:31 Björn Bjarnason hundskammar Moggamenn Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins og ritstjórnarfulltrúi Morgunblaðsins, hundskammar Morgunblaðið fyrir að hafa birt athugasemdalaust grein eftir Mikhael Noskov, sendiherra Rússa sem Björn segir lygaþvætting. Innlent 23.2.2023 14:14 Þingmenn úr öllum flokkum styðja tillögu Í þessari viku verður ár liðið frá því Rússland gerði innrás í Úkraínu, fullvalda og sjálfstætt ríki í Evrópu. Ár verður liðið frá því Rússar hófu stríð í Evrópu. Það var því viðeigandi að þingsályktunartillaga um að viðurkenna hungursneyðina í Úkraínu, eða Holodomor, sem hópmorð, hafi verið sett á dagskrá Alþingis í gær. Skoðun 23.2.2023 09:00 Alþingi ræðir ályktun um hungursneyðina í Úkraínu sem hópmorð Þingmenn allra flokka eru á þingsályktunartillögu sem rædd verður á Alþingi í dag um að hungursneyðin í Úkraínu í upphafi fjórða áratugar síðustu aldar hafi verið hópmorð. Milljónir manna í Úkraínu og Moldóvu létust úr hungri vegna aðgerða Jósefs Stalíns þáverandi einræðisherra Sovétríkjanna. Innlent 22.2.2023 11:43 Dvínandi stuðningur við staðreyndir Á þessum vettvangi birtist grein þann 17. febrúar. Fyrirsögn hennar var: Dvínandi stuðningur við inngöngu í ESB. Greinarhöfundur, Hjörtur J. Guðmundsson, reynir þar að sýna fram á að stuðningur við aðild að Evrópusambandinu hafi farið dvínandi á síðustu misserum og birtir línurit máli sínu til sönnunar. Þar er vitnað til niðurstaðna skoðanakannana þriggja fyrirtækja. Skoðun 20.2.2023 15:01 Íslensk stjórnvöld alfarið á móti landtökubyggðum Ísraela Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, segir íslensk stjórnvöld alfarið á móti nýjum landtökubyggðum sem Ísraelar ætla að reisa á landsvæðum Palestínumanna. Hún hitti utanríkisráðherra heimastjórnar Palestínumanna í dag. Innlent 17.2.2023 10:50 Ýmsir kostir við njósnabelgi en vont að vera nappaður Þrátt fyrir að tæknin sé ef til vill gamaldags geta stórþjóðir hagnýtt sér ýmsa kosti loftbelgja til að njósna um keppinauta sína á alþjóðavettvangi. Gallinn er þó sá að það getur verið vont ef upp kemst um njósnabelgina, þar sem ekki sé ólíklegt að það gerist fyrir augum almennings, eins og gerðist yfir Bandaríkjunum á dögunum. Erlent 14.2.2023 11:08 Norðmenn sinna loftrýmisgæslu við Ísland með öflugustu orrustuflugvélum heims Áttatíu manna norskt herlið auk fjögurra orustuþota af gerðinni F-35 sinna nú loftrýmisgæslu á Íslandi á vegum Atlandshafsbandalagsins. F-35 eru með öflugustu herflugvélum heims en ein slík kostar á bilinu þrettán til fimmtán milljarða íslenskra króna. Innlent 5.2.2023 10:00 „Ljóst að yfirstandandi atburðir hafa stórskaðað samstarf norðurskautsríkja“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra er stödd í Tromsø í Noregi en þar stendur yfir norðurslóðaráðstefnan Arctic Frontiers. Innrás Rússlands í Úkraínu og afleiðingar hennar fyrir norðurslóðasamstarf voru efst á baugi í umræðum utanríkisráðherra Íslands, Noregs og Svíþjóðar og ráðuneytisstjóra finnska utanríkisráðuneytisins á ráðstefnunni í dag. Innlent 31.1.2023 19:44 Katrín segir sjónarsvipti að hinni sjarmerandi Ardern Forsætisráðherra segir að sjónarsviptir verði af Jacinda Ardern sem óvænt sagði af sér embætti forsætisráðherra Nýja-Sjálands og leiðtoga Verkamannaflokksins í gærkvöldi. Sex ára valdatími hennar hafi einkennst af hverju áfallinu á fætur öðru, allt frá náttúruhamförum, fjöldamorðum, covid faraldrinum og nú til efnahagsástandsins vegna stríðsins í Úkraínu. Innlent 19.1.2023 12:16 Norðurlönd – afl til friðar Samstarf Norðurlanda hvílir á sterkum menningarlegum, sögulegum og samfélagslegum tengslum. Norrænt samstarf byggir á þeirri sýn að þegar löndin leggja krafta sína saman skili það auknum árangri í að takast á við mikilvægustu áskoranir samtímans. Skoðun 12.1.2023 08:00 Gleðilegt Evrópuár! Það var ánægjulegt að ein fyrsta frétt ársins var um framsýni og þrautseigju Króata. Um áramótin tóku þeir upp Evru og gengu í Schengen-samstarfið eftir góðan og krefjandi undirbúning. Fyrir 12 árum síðan vorum við Íslendingar einnig umsóknarríki að Evrópusambandinu. Ætluðum jafnvel að vera á undan Króötum með aðild og upptöku Evru. En nú er öldin önnur. Skoðun 3.1.2023 07:00 Ísland hafði enn á ný betur í nafnadeilunni við Iceland Foods Fjölskipuð áfrýjunarnefnd Hugverkastofu Evrópusambandsins hefur vísað frá áfrýjun Iceland Foods í deilu verslunarkeðjunnar og íslenskra stjórnvalda vegna vörumerkjaskráningar á orðinu Iceland. Skráning verslunarkeðjunnar er því ógild. Viðskipti innlent 21.12.2022 11:53 Múrmansk svarar Akureyri í sömu mynt Borgarráð rússnesku borgarinnar Múrmansk hefur ákveðið að slíta vinabæjarsamstarfi við Akureyri, eftir að bæjarráð Akureyrar sleit samstarfinu við Múrmansk í síðasta mánuði. Innlent 21.12.2022 10:59 „Við værum í vandræðum án Bandaríkjanna“ Fyrir síðustu helgi lét Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, þau orð falla á fundi sem skipulagður var af hugveitunni Lowy Institute í Sydney í Ástralíu, að án Bandaríkjanna væri Evrópusambandið í vandræðum þegar kæmi að varnarmálum. Þannig hefði sambandið ekki haft burði til þess að bregðast sem skyldi við innrás rússneska hersins í Úkraínu og fyrir vikið orðið að treysta á Bandaríkjamenn. Skoðun 8.12.2022 17:00 Ísland geti sagt öðrum þjóðum hvernig tryggja megi jafnrétti Fyrr í dag ávarpaði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands ráðherranefnd Evrópuráðs í tilefni af formennsku íslands hjá ráðinu. Hann hvatti Evrópuráðið til þess að einblína á eigin grunnstoðir og tryggja grunnréttindi almennings. Innlent 7.12.2022 21:27 Helmingur barnanna á íslenska SOS-foreldra Helmingur barna á barnaheimili í Lilongve, höfuðborg Malaví, á íslenska SOS-foreldra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra heimsótti barnaþorpið í dag. Innlent 4.12.2022 23:28 KSÍ segir ráðuneytið hafa gefið grænt ljós á samning við Sáda Utanríkisráðuneytið sá ekkert athugavert við fyrirhugað samstarf og landsleik á milli Íslands og Sádi-Arabíu í fótbolta, samkvæmt svari við fyrirspurn Knattspyrnusambands Íslands á síðasta ári. Fótbolti 28.11.2022 16:14 Utanríkisráðherra í óvæntri heimsókn í Kænugarði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, er nú stödd í heimsókn í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, ásamt sex starfssystkinum sínum frá Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjum. Innlent 28.11.2022 11:21 Tillaga Íslands og Þýskaland samþykkt af mannréttindaráði SÞ Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag ályktun Íslands og Þýskalands um að sett verði á fót sjálfstæð og óháð rannsóknarnefnd sem safna á upplýsingum og gögnum sem nýst geta til að draga þá til ábyrgðar sem ofsótt hafa friðsama mótmælendur í Íran undanfarnar vikur. Erlent 24.11.2022 18:18 Stuðningur kjósenda Samfylkingar við aðild að ESB úr 84 prósentum í 67 prósent 42,8 prósent þjóðarinnar eru hlynnt aðild að Evrópusambandinu en 35,1 prósent andvíg. Óákveðnum hefur fjölgað úr 17,7 prósent í 22,1 prósent, ef marka má nýja könnun Prósents. Dregið hefur úr stuðningi við aðild meðal kjósenda Samfylkingarinnar. Innlent 24.11.2022 06:59 Sjá mörg tækifæri til frekari samvinnu ríkjanna Sanna Marin og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherrar Finnlands og Íslands, segjast sjá mörg tækifæri til nánara samstarfs ríkjanna tveggja á hinum ýmsu sviðum. Sanna Marin kom til íslands í vinnuheimsókn í dag og fundaði með Katrínu. Innlent 22.11.2022 14:27 Hannes verður fyrsti sendiherra Íslands í Varsjá Sendiráð Íslands í Varsjá í Póllandi tekur til starfa 1. desember næstkomandi. Hannes Heimisson, sem áður var sendiherra Íslands í Stokkhólmi, verður fyrsti sendiherra Íslands í Póllandi. Fyrirsvar vegna Úkraínu, Rúmeníu og Búlgaríu verður fært til hinnar nýju sendiskrifstofu. Innlent 21.11.2022 14:55 « ‹ 9 10 11 12 13 14 15 16 17 … 39 ›
Katrín og Þórdís Kolbrún á leið til Bucha Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra eru komnar til Úkraínu eftir um sólarhrings ferðalag frá Íslandi. Þær og fylgdarlið þeirra komu með næturlest til ótilgreinda staðar snemma í morgun. Innlent 14.3.2023 07:55
Rykið dustað af gömlum ESB greinum Ég hef lúmskt gaman af því þegar ESB-sinnar koma aðild að sambandinu í umræðuna við og við. Ég get enda iðulega dustað rykið af gömlum greinum og ræðum til að svara endurteknum málflutningi þeirra. Ef til vill ætti ég þó ekki að gefa það upp í fyrirsögninni. Skoðun 13.3.2023 07:30
Viltu þá að atvinnuleysið verði hér 10%, viltu það í alvöru Jón Ingi? Góður félagi minn spurði mig hneykslaður um helgina þegar evruna bar á góma, “viltu þá að hér verði 10% atvinnuleysi eins og í Evrópusambandinu, viltu það í alvöru Jón Ingi”? Ég spurði á móti “af hverju segirðu það”? “Það er bara þannig, við getum ekki haldið atvinnustiginu uppi ef við tökum upp Evru”, sagði hann rétt eins og það væri náttúrulögmál. En er það svo? Skoðun 7.3.2023 10:00
Evrópusambandsdraugurinn sem fer ekki neitt Þann 4.mars skrifaði Ingibjörg Isaksen þingkona framsóknar grein hér á Vísi þar sem hún reynir að kveða niður Evrópusambandsdrauginn, eins og hún kallar hann, sem núna hefur skotið aftur upp kollinum á Íslandi. Grein hennar fer um víðan völl allt frá gengissveiflum evrunnar yfir í pælingar um sjálfstæði þjóðar, með stuttu stoppi í vangaveltum um að aðild að ESB og upptaka evru gæti mögulega verið skaðleg fyrir efnahagslífið á Íslandi. Skoðun 7.3.2023 09:00
Minna svigrúm til viðskiptasamninga Með aðild Íslands að EES-samningnum hefur regluverk frá Evrópusambandinu, sem tekið hefur verið upp í gegnum samninginn, skapað viðskiptahindranir gagnvart nánustu viðskiptalöndum landsins utan Evrópskra efnahagssvæðisins (EES) og stuðlað að minna svigrúmi EFTA-ríkjanna sem aðild eiga að samningnum, Íslands, Noregs og Liechtensteins, til þess að semja um viðskipti við ríki utan svæðisins. Umræðan 6.3.2023 11:11
Of ung til að stíga ekki reglulega út fyrir þægindaramman „Mér fannst ég of ung til að vera ekki að takast á við nýjar áskoranir og stíga reglulega út fyrir þægindaramman,,“ segir María Guðjónsdóttir og hlær þegar hún skýrir út hvers vegna hún ákvað í fyrra að sækja um starf framkvæmdastjóra viðskiptaskrifstofu Breska sendiráðsins í Reykjavík. Sem einmitt í þessari viku, þann 9.mars, stendur fyrir viðburði fyrir íslensk fyrirtæki og hagaðila sem hafa áhuga á viðskiptum við og í Bretlandi. Atvinnulíf 6.3.2023 07:00
Bréfið fæst ekki heldur afhent frá Evrópu Svarbréf Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra frá því í júní í fyrra, fæst ekki afhent frá framkvæmdastjórninni, þar sem svo er metið að ekki sé um opinber gögn að ræða. Innlent 2.3.2023 11:51
„Barátta Úkraínu er okkar barátta. Úkraína verður að sigra“ „Í 365 daga hefur þetta óréttlætanlega, tilefnislausa og ólögmæta innrásarstríð valdið ómældum þjáningum, dauðsföllum og eyðileggingu af stærðargráðu sem ekki hefur sést í álfunni síðan í síðari heimsstyrjöld.“ Erlent 24.2.2023 08:31
Björn Bjarnason hundskammar Moggamenn Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins og ritstjórnarfulltrúi Morgunblaðsins, hundskammar Morgunblaðið fyrir að hafa birt athugasemdalaust grein eftir Mikhael Noskov, sendiherra Rússa sem Björn segir lygaþvætting. Innlent 23.2.2023 14:14
Þingmenn úr öllum flokkum styðja tillögu Í þessari viku verður ár liðið frá því Rússland gerði innrás í Úkraínu, fullvalda og sjálfstætt ríki í Evrópu. Ár verður liðið frá því Rússar hófu stríð í Evrópu. Það var því viðeigandi að þingsályktunartillaga um að viðurkenna hungursneyðina í Úkraínu, eða Holodomor, sem hópmorð, hafi verið sett á dagskrá Alþingis í gær. Skoðun 23.2.2023 09:00
Alþingi ræðir ályktun um hungursneyðina í Úkraínu sem hópmorð Þingmenn allra flokka eru á þingsályktunartillögu sem rædd verður á Alþingi í dag um að hungursneyðin í Úkraínu í upphafi fjórða áratugar síðustu aldar hafi verið hópmorð. Milljónir manna í Úkraínu og Moldóvu létust úr hungri vegna aðgerða Jósefs Stalíns þáverandi einræðisherra Sovétríkjanna. Innlent 22.2.2023 11:43
Dvínandi stuðningur við staðreyndir Á þessum vettvangi birtist grein þann 17. febrúar. Fyrirsögn hennar var: Dvínandi stuðningur við inngöngu í ESB. Greinarhöfundur, Hjörtur J. Guðmundsson, reynir þar að sýna fram á að stuðningur við aðild að Evrópusambandinu hafi farið dvínandi á síðustu misserum og birtir línurit máli sínu til sönnunar. Þar er vitnað til niðurstaðna skoðanakannana þriggja fyrirtækja. Skoðun 20.2.2023 15:01
Íslensk stjórnvöld alfarið á móti landtökubyggðum Ísraela Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, segir íslensk stjórnvöld alfarið á móti nýjum landtökubyggðum sem Ísraelar ætla að reisa á landsvæðum Palestínumanna. Hún hitti utanríkisráðherra heimastjórnar Palestínumanna í dag. Innlent 17.2.2023 10:50
Ýmsir kostir við njósnabelgi en vont að vera nappaður Þrátt fyrir að tæknin sé ef til vill gamaldags geta stórþjóðir hagnýtt sér ýmsa kosti loftbelgja til að njósna um keppinauta sína á alþjóðavettvangi. Gallinn er þó sá að það getur verið vont ef upp kemst um njósnabelgina, þar sem ekki sé ólíklegt að það gerist fyrir augum almennings, eins og gerðist yfir Bandaríkjunum á dögunum. Erlent 14.2.2023 11:08
Norðmenn sinna loftrýmisgæslu við Ísland með öflugustu orrustuflugvélum heims Áttatíu manna norskt herlið auk fjögurra orustuþota af gerðinni F-35 sinna nú loftrýmisgæslu á Íslandi á vegum Atlandshafsbandalagsins. F-35 eru með öflugustu herflugvélum heims en ein slík kostar á bilinu þrettán til fimmtán milljarða íslenskra króna. Innlent 5.2.2023 10:00
„Ljóst að yfirstandandi atburðir hafa stórskaðað samstarf norðurskautsríkja“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra er stödd í Tromsø í Noregi en þar stendur yfir norðurslóðaráðstefnan Arctic Frontiers. Innrás Rússlands í Úkraínu og afleiðingar hennar fyrir norðurslóðasamstarf voru efst á baugi í umræðum utanríkisráðherra Íslands, Noregs og Svíþjóðar og ráðuneytisstjóra finnska utanríkisráðuneytisins á ráðstefnunni í dag. Innlent 31.1.2023 19:44
Katrín segir sjónarsvipti að hinni sjarmerandi Ardern Forsætisráðherra segir að sjónarsviptir verði af Jacinda Ardern sem óvænt sagði af sér embætti forsætisráðherra Nýja-Sjálands og leiðtoga Verkamannaflokksins í gærkvöldi. Sex ára valdatími hennar hafi einkennst af hverju áfallinu á fætur öðru, allt frá náttúruhamförum, fjöldamorðum, covid faraldrinum og nú til efnahagsástandsins vegna stríðsins í Úkraínu. Innlent 19.1.2023 12:16
Norðurlönd – afl til friðar Samstarf Norðurlanda hvílir á sterkum menningarlegum, sögulegum og samfélagslegum tengslum. Norrænt samstarf byggir á þeirri sýn að þegar löndin leggja krafta sína saman skili það auknum árangri í að takast á við mikilvægustu áskoranir samtímans. Skoðun 12.1.2023 08:00
Gleðilegt Evrópuár! Það var ánægjulegt að ein fyrsta frétt ársins var um framsýni og þrautseigju Króata. Um áramótin tóku þeir upp Evru og gengu í Schengen-samstarfið eftir góðan og krefjandi undirbúning. Fyrir 12 árum síðan vorum við Íslendingar einnig umsóknarríki að Evrópusambandinu. Ætluðum jafnvel að vera á undan Króötum með aðild og upptöku Evru. En nú er öldin önnur. Skoðun 3.1.2023 07:00
Ísland hafði enn á ný betur í nafnadeilunni við Iceland Foods Fjölskipuð áfrýjunarnefnd Hugverkastofu Evrópusambandsins hefur vísað frá áfrýjun Iceland Foods í deilu verslunarkeðjunnar og íslenskra stjórnvalda vegna vörumerkjaskráningar á orðinu Iceland. Skráning verslunarkeðjunnar er því ógild. Viðskipti innlent 21.12.2022 11:53
Múrmansk svarar Akureyri í sömu mynt Borgarráð rússnesku borgarinnar Múrmansk hefur ákveðið að slíta vinabæjarsamstarfi við Akureyri, eftir að bæjarráð Akureyrar sleit samstarfinu við Múrmansk í síðasta mánuði. Innlent 21.12.2022 10:59
„Við værum í vandræðum án Bandaríkjanna“ Fyrir síðustu helgi lét Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, þau orð falla á fundi sem skipulagður var af hugveitunni Lowy Institute í Sydney í Ástralíu, að án Bandaríkjanna væri Evrópusambandið í vandræðum þegar kæmi að varnarmálum. Þannig hefði sambandið ekki haft burði til þess að bregðast sem skyldi við innrás rússneska hersins í Úkraínu og fyrir vikið orðið að treysta á Bandaríkjamenn. Skoðun 8.12.2022 17:00
Ísland geti sagt öðrum þjóðum hvernig tryggja megi jafnrétti Fyrr í dag ávarpaði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands ráðherranefnd Evrópuráðs í tilefni af formennsku íslands hjá ráðinu. Hann hvatti Evrópuráðið til þess að einblína á eigin grunnstoðir og tryggja grunnréttindi almennings. Innlent 7.12.2022 21:27
Helmingur barnanna á íslenska SOS-foreldra Helmingur barna á barnaheimili í Lilongve, höfuðborg Malaví, á íslenska SOS-foreldra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra heimsótti barnaþorpið í dag. Innlent 4.12.2022 23:28
KSÍ segir ráðuneytið hafa gefið grænt ljós á samning við Sáda Utanríkisráðuneytið sá ekkert athugavert við fyrirhugað samstarf og landsleik á milli Íslands og Sádi-Arabíu í fótbolta, samkvæmt svari við fyrirspurn Knattspyrnusambands Íslands á síðasta ári. Fótbolti 28.11.2022 16:14
Utanríkisráðherra í óvæntri heimsókn í Kænugarði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, er nú stödd í heimsókn í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, ásamt sex starfssystkinum sínum frá Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjum. Innlent 28.11.2022 11:21
Tillaga Íslands og Þýskaland samþykkt af mannréttindaráði SÞ Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag ályktun Íslands og Þýskalands um að sett verði á fót sjálfstæð og óháð rannsóknarnefnd sem safna á upplýsingum og gögnum sem nýst geta til að draga þá til ábyrgðar sem ofsótt hafa friðsama mótmælendur í Íran undanfarnar vikur. Erlent 24.11.2022 18:18
Stuðningur kjósenda Samfylkingar við aðild að ESB úr 84 prósentum í 67 prósent 42,8 prósent þjóðarinnar eru hlynnt aðild að Evrópusambandinu en 35,1 prósent andvíg. Óákveðnum hefur fjölgað úr 17,7 prósent í 22,1 prósent, ef marka má nýja könnun Prósents. Dregið hefur úr stuðningi við aðild meðal kjósenda Samfylkingarinnar. Innlent 24.11.2022 06:59
Sjá mörg tækifæri til frekari samvinnu ríkjanna Sanna Marin og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherrar Finnlands og Íslands, segjast sjá mörg tækifæri til nánara samstarfs ríkjanna tveggja á hinum ýmsu sviðum. Sanna Marin kom til íslands í vinnuheimsókn í dag og fundaði með Katrínu. Innlent 22.11.2022 14:27
Hannes verður fyrsti sendiherra Íslands í Varsjá Sendiráð Íslands í Varsjá í Póllandi tekur til starfa 1. desember næstkomandi. Hannes Heimisson, sem áður var sendiherra Íslands í Stokkhólmi, verður fyrsti sendiherra Íslands í Póllandi. Fyrirsvar vegna Úkraínu, Rúmeníu og Búlgaríu verður fært til hinnar nýju sendiskrifstofu. Innlent 21.11.2022 14:55