Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 15. nóvember 2025 16:44 Helgi Magnús Hermansson, Elís Árnason og Jóhannes Birgir Skúlason. Facebook/Elís Árnason Elís Árnason, fyrrverandi eigandi veitingarstaðanna Café Adesso og Sport & Grill, sakar kaupendurna Helga Magnús Hermannsson og Jóhannes Birgi Skúlason, um að hafa aldrei greitt fyrir staðina. Elís, sem starfar nú sem fasteignasali á Spáni, reifar söguna í færslu á Facebook. Þar segir hann að fasteignasali og vinur Helga Magnúsar hafi haft samband við sig og greint frá að Helgi og Jóhannes, eigendur TGI Friday's, hafi viljað kaupa báða staðina af Elís. Salan hafi farið fram í ágúst 2024 og var það félag í eigu HMH ehf sem keypti félögin sem sáu um rekstur beggja staðanna. Helgi og Jóhannes fluttu þá starfsemi TGI Friday's þangað þar sem Sport & Grill var áður og héldu einnig áfram rekstri Café Adesso. Kaffihúsið var innsiglað af lögreglu í byrjun október að beiðni Skattsins. „Kaupverðið átti að vera að fullu greitt 9. desember 2024 sem stóðst engan veginn og höfum við seljendur verið að gefa þeim slaka allar götur síðan þá þar sem þeir hafa alltaf sagt að þeir séu að vinna í málinu og þetta sé allt að koma,“ segir Elís í færslunni. Elís segir rekstur bæði Café Adesso og Sport & Grill hafa gengið vel og skilað hagnaði. Helga Magnúsi og Jóhannesi hafi tekist að keyra staðina í gjaldþrot á einu ári. Þá sakar Elís Helga og Jóhannes einnig um að stunda fjársvik með því að nýta fjármuni Adesso til að greiða fyrir aðra staði í þeirra eigu, til að mynda Veisluna og Grillhúsið. „Ég er þannig innrættur að ég trúi alltaf á það besta í fólki (þrátt fyrir aðvaranir frá fjölskyldu og vinum) og átti það við í þessu tilfelli. Því miður. Þeir hafa semsagt ekki greitt okkur nema lítinn hluta kaupverðsins og á þessum tímapunkti lítur út fyrir að við fáum restina aldrei greiddar og eigendur sitji uppi með stórtjón,“ segir Elís. Veitingastaðir Smáralind Gjaldþrot Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Sjá meira
Elís, sem starfar nú sem fasteignasali á Spáni, reifar söguna í færslu á Facebook. Þar segir hann að fasteignasali og vinur Helga Magnúsar hafi haft samband við sig og greint frá að Helgi og Jóhannes, eigendur TGI Friday's, hafi viljað kaupa báða staðina af Elís. Salan hafi farið fram í ágúst 2024 og var það félag í eigu HMH ehf sem keypti félögin sem sáu um rekstur beggja staðanna. Helgi og Jóhannes fluttu þá starfsemi TGI Friday's þangað þar sem Sport & Grill var áður og héldu einnig áfram rekstri Café Adesso. Kaffihúsið var innsiglað af lögreglu í byrjun október að beiðni Skattsins. „Kaupverðið átti að vera að fullu greitt 9. desember 2024 sem stóðst engan veginn og höfum við seljendur verið að gefa þeim slaka allar götur síðan þá þar sem þeir hafa alltaf sagt að þeir séu að vinna í málinu og þetta sé allt að koma,“ segir Elís í færslunni. Elís segir rekstur bæði Café Adesso og Sport & Grill hafa gengið vel og skilað hagnaði. Helga Magnúsi og Jóhannesi hafi tekist að keyra staðina í gjaldþrot á einu ári. Þá sakar Elís Helga og Jóhannes einnig um að stunda fjársvik með því að nýta fjármuni Adesso til að greiða fyrir aðra staði í þeirra eigu, til að mynda Veisluna og Grillhúsið. „Ég er þannig innrættur að ég trúi alltaf á það besta í fólki (þrátt fyrir aðvaranir frá fjölskyldu og vinum) og átti það við í þessu tilfelli. Því miður. Þeir hafa semsagt ekki greitt okkur nema lítinn hluta kaupverðsins og á þessum tímapunkti lítur út fyrir að við fáum restina aldrei greiddar og eigendur sitji uppi með stórtjón,“ segir Elís.
Veitingastaðir Smáralind Gjaldþrot Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Sjá meira