Biden lýsti aðdáun á Íslandi og hrósar framlagi til NATO Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. júlí 2024 20:02 Joe Biden Bandaríkjaforseti, Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins á leiðtogafundi NATO í gær. aðsend Framlag Íslands til Atlantshafsbandalagsins er til fyrirmyndar og umfram væntingar að sögn forseta Bandaríkjanna. Þetta sagði Joe Biden í samtali við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra á leiðtogafundi NATO sem nú stendur yfir í Washington. Síðasti dagur 75 ára afmælis- og leiðtogafundar NATO er í dag en eftirvænting ríkir fyrir blaðamannafundi sem Biden hefur boðað síðar í kvöld. Það var annar annasamur dagur í Washington í dag, en Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, flutti meðal annars stutt ávarp fyrir fund með samstarfsríkjum sem standa utan bandalagsins í dag, Japan, Suður-Kóreu, Nýja-Sjálandi og Ástralíu. Í ávarpi sínu lagði Stoltenberg áherslu á aukna samvinnu, einkum í ljósi stríðsreksturs Rússa í Úkraínu sem Kínverjar veiti liðsinni. Svíar sækja leiðtogafundinn í fyrsta sinn eftir inngöngu í Atlantshafsandalagið, en það er meðal þess sem ber að fagna af fundinum að mati Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. „NATO hefur aldrei verið sterkara, það hefur aldrei verið öflugra, og er orðið núna farsælasta varnarbandalag sögunnar á 75 ára afmælinu,” segir Bjarni í samtali við fréttastofu. Bjarni Benediktsson á spjalli við kollega sína Mette Frederikssen, forsætisráðherra Danmerkur, og Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar.aðsend Mikil áhersla var áfram lögð á stuðning við Úkraínu á síðasta degi leiðtogafundarins í dag. Spjótin beinast einkum að Rússum og Kínverjum sem þykja hafa liðkað fyrir hernaðarbrölti Rússa í Úkraínu. Forsætisráðherra leggur áherslu á áframhaldandi stuðning Íslands við Úkraínu, hvort sem sá stuðningur nýtist til vopnakaupa eða annarra aðfanga sem Úkraínumenn þurfi á að halda. Bjarni kveðst fylgjandi aðild Úkraínu að bandalaginu þegar aðstæður leyfa. „Ég hlakka til þess dags að geta boðið Úkraínu velkomna inn í Atlantshafsbandalagið. Sá dagur er vonandi nær okkur heldur en fjær en það er erfitt að tímasetja hann. Ég get kannski fyrst og fremst sagt að mér finnst sá tímapunktur hafi kannski færst aðeins nær okkur á þessum fundi heldur en ég var að upplifa áður en ég kom til Wasington,“ segir Bjarni. Volodomír Selenskíj, forseti Úkraínu er gestur á fundinum, en hann ræddi við blaðamenn á blaðamannafundi með Jens Stoltenberg fyrr í kvöld. Þar sagði Selenskí Mikið hefur mætt á Emmanuel Macron Frakklandsforseta að undanförnu eftir að hann ákvað að blása til þingkosninga í Frakklandi á dögunum.aðsend Ísland ekki muni ekki láta sitt eftir liggja hvað varðar framlag Íslands til bandalagsins og varnarmála almennt. Til greina komi að auka framlög til varnarmála, meðal annars með áherslu á að efla samstarf á vettvangi NATO á sviði loftrýmisgæslu og kafbátaeftirlits og á sviði net- og fjölþáttaógna. „Við verðum bara að viðurkenna það að við erum rétt að byrja og þessi ógn sem að netárásir eru er eitthvað sem við verðum að fara að taka mun alvarlegar og getur valdið okkur verulegum búsifjum ef við gætum ekki að okkur,” segir Bjarni. Framlag Íslands sagt fram úr væntingum Inntur eftir því hvort sótt hafi verið að honum á fundinum um að Ísland beiti sér frekar eða breyti áherslum á einhverjum vettvangi varnar- og öryggismála segist Bjarni ekki hafa fundið beint fyrir því. „Ef að eitthvað er þá held ég að maður finni fyrir því að það sé horft til okkar með þeim hætti að við séum oft á tíðum að fara fram úr væntingum, enda hafði forseti Bandaríkjanna það á orði við mig þegar ég hitti hann í gær að við værum oft á tíðum að láta til okkar taka langt umfram það sem stærð okkar gæfi ástæðu til þess að ætla að við gætum,“ segir Bjarni. Bandaríkjaforseti er einmitt í eldlínunni á fundinum, í aðdraganda forsetakosninga í nóvember. Efasemdir hafa verið uppi um getu hans til að gegna embættinu áfram. Bjarni hitti Biden við nokkur tilefni á leiðtogafundinum í gær. Hvernig kemur Joe Biden þér fyrir sjónir? Sýnist þér hann hæfur til að gegna þessu starfi áfram? „Ég hef átt bara ágæt samskipti við forsetann hér, hitt hann nokkrum sinnum í gær í svona stuttri viðkynningu og hann lýsti aðdáun sinni á Íslandi í því spjalli. Ég ætla nú ekki að láta draga mig út í það að fella dóma um hvað Bandaríkjamenn eigi að gera í sínum eigin innanríkismálum. Ég er að hitta forsetann hér í fyrsta skipti og maður fylgist auðvitað með því að loft er talsvert spennuþrungið hér í Bandaríkjunum vegna forsetakosninganna og miklar vangaveltur í allar áttir. En mér finnst hann hafa sinnt sínu hlutverki hér á þessum fundi bara með prýði,“ svarar Bjarni. Nokkur eftirvænting ríkir fyrir blaðamannafundi sem Biden hefur boðað í kvöld að loknum leiðtogafundi NATO. Þess er að vænt að þar verði Biden spurður um þá gagnrýni sem hann hefur sætt, og ákalli um að hann gefi ekki kost á sér í komandi forsetakosningum. Hart hefur verið sótt að Biden úr ýmsum áttum, meðal annars innan úr Demókrataflokknum. NATO Bandaríkin Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Netöryggi Joe Biden Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Sjá meira
Það var annar annasamur dagur í Washington í dag, en Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, flutti meðal annars stutt ávarp fyrir fund með samstarfsríkjum sem standa utan bandalagsins í dag, Japan, Suður-Kóreu, Nýja-Sjálandi og Ástralíu. Í ávarpi sínu lagði Stoltenberg áherslu á aukna samvinnu, einkum í ljósi stríðsreksturs Rússa í Úkraínu sem Kínverjar veiti liðsinni. Svíar sækja leiðtogafundinn í fyrsta sinn eftir inngöngu í Atlantshafsandalagið, en það er meðal þess sem ber að fagna af fundinum að mati Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. „NATO hefur aldrei verið sterkara, það hefur aldrei verið öflugra, og er orðið núna farsælasta varnarbandalag sögunnar á 75 ára afmælinu,” segir Bjarni í samtali við fréttastofu. Bjarni Benediktsson á spjalli við kollega sína Mette Frederikssen, forsætisráðherra Danmerkur, og Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar.aðsend Mikil áhersla var áfram lögð á stuðning við Úkraínu á síðasta degi leiðtogafundarins í dag. Spjótin beinast einkum að Rússum og Kínverjum sem þykja hafa liðkað fyrir hernaðarbrölti Rússa í Úkraínu. Forsætisráðherra leggur áherslu á áframhaldandi stuðning Íslands við Úkraínu, hvort sem sá stuðningur nýtist til vopnakaupa eða annarra aðfanga sem Úkraínumenn þurfi á að halda. Bjarni kveðst fylgjandi aðild Úkraínu að bandalaginu þegar aðstæður leyfa. „Ég hlakka til þess dags að geta boðið Úkraínu velkomna inn í Atlantshafsbandalagið. Sá dagur er vonandi nær okkur heldur en fjær en það er erfitt að tímasetja hann. Ég get kannski fyrst og fremst sagt að mér finnst sá tímapunktur hafi kannski færst aðeins nær okkur á þessum fundi heldur en ég var að upplifa áður en ég kom til Wasington,“ segir Bjarni. Volodomír Selenskíj, forseti Úkraínu er gestur á fundinum, en hann ræddi við blaðamenn á blaðamannafundi með Jens Stoltenberg fyrr í kvöld. Þar sagði Selenskí Mikið hefur mætt á Emmanuel Macron Frakklandsforseta að undanförnu eftir að hann ákvað að blása til þingkosninga í Frakklandi á dögunum.aðsend Ísland ekki muni ekki láta sitt eftir liggja hvað varðar framlag Íslands til bandalagsins og varnarmála almennt. Til greina komi að auka framlög til varnarmála, meðal annars með áherslu á að efla samstarf á vettvangi NATO á sviði loftrýmisgæslu og kafbátaeftirlits og á sviði net- og fjölþáttaógna. „Við verðum bara að viðurkenna það að við erum rétt að byrja og þessi ógn sem að netárásir eru er eitthvað sem við verðum að fara að taka mun alvarlegar og getur valdið okkur verulegum búsifjum ef við gætum ekki að okkur,” segir Bjarni. Framlag Íslands sagt fram úr væntingum Inntur eftir því hvort sótt hafi verið að honum á fundinum um að Ísland beiti sér frekar eða breyti áherslum á einhverjum vettvangi varnar- og öryggismála segist Bjarni ekki hafa fundið beint fyrir því. „Ef að eitthvað er þá held ég að maður finni fyrir því að það sé horft til okkar með þeim hætti að við séum oft á tíðum að fara fram úr væntingum, enda hafði forseti Bandaríkjanna það á orði við mig þegar ég hitti hann í gær að við værum oft á tíðum að láta til okkar taka langt umfram það sem stærð okkar gæfi ástæðu til þess að ætla að við gætum,“ segir Bjarni. Bandaríkjaforseti er einmitt í eldlínunni á fundinum, í aðdraganda forsetakosninga í nóvember. Efasemdir hafa verið uppi um getu hans til að gegna embættinu áfram. Bjarni hitti Biden við nokkur tilefni á leiðtogafundinum í gær. Hvernig kemur Joe Biden þér fyrir sjónir? Sýnist þér hann hæfur til að gegna þessu starfi áfram? „Ég hef átt bara ágæt samskipti við forsetann hér, hitt hann nokkrum sinnum í gær í svona stuttri viðkynningu og hann lýsti aðdáun sinni á Íslandi í því spjalli. Ég ætla nú ekki að láta draga mig út í það að fella dóma um hvað Bandaríkjamenn eigi að gera í sínum eigin innanríkismálum. Ég er að hitta forsetann hér í fyrsta skipti og maður fylgist auðvitað með því að loft er talsvert spennuþrungið hér í Bandaríkjunum vegna forsetakosninganna og miklar vangaveltur í allar áttir. En mér finnst hann hafa sinnt sínu hlutverki hér á þessum fundi bara með prýði,“ svarar Bjarni. Nokkur eftirvænting ríkir fyrir blaðamannafundi sem Biden hefur boðað í kvöld að loknum leiðtogafundi NATO. Þess er að vænt að þar verði Biden spurður um þá gagnrýni sem hann hefur sætt, og ákalli um að hann gefi ekki kost á sér í komandi forsetakosningum. Hart hefur verið sótt að Biden úr ýmsum áttum, meðal annars innan úr Demókrataflokknum.
NATO Bandaríkin Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Netöryggi Joe Biden Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Sjá meira