Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu getur almenningur fyrst og fremst orðið var við varnaræfinguna í Keflavík og nágrenni en þungamiðja æfingarinnar á landi er á sjálfu öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Meðfylgjandi myndir eru frá æfingunni í ár sem hófst á mánudaginn.
Á meðan æfingin stendur yfir verða meðal annars herskip frá bandalagsríkjum við æfingar, einkum í Faxaflóa og vestur og suður af Reykjanesskaga. Á landi gæti almenningur einkum orðið var við pólsk flugskeytakerfi í nánd við öryggissvæðið við Keflavíkurflugvöll.



