Æfðu viðbragð eftir stórt brunaslys með Bandaríkjaher Bjarki Sigurðsson skrifar 2. september 2024 23:02 Starfsmenn Landspítalans og liðsmenn Bandaríkjahers unnu saman í æfingunni. Vísir/Einar Viðbragðsaðilar á Íslandi ásamt Bandaríkjaher æfðu í dag viðbragð við því ef fjöldi fólks fengi alvarleg brunasár á sama tíma. Æfingin gekk vel að sögn þátttakenda sem margir hverjir brugðu sér í gervi sjúklinga. Varnaræfingin Norður-Víkingur hefur farið fram hér á landi síðustu vikuna. Þetta er tvíhliða æfing Íslands og Bandaríkjanna sem fer bæði fram á landi og á hafsvæðinu umhverfis Ísland. Hluti fastaflota Atlantshafsbandalagsins tekur þátt í æfingunni ásamt sveitum nokkurra aðildarríkja. Nokkrir hermenn „særðust“ við að bjarga fólkinu.Vísir/Einar Í dag var sett upp sviðsmynd á öryggissvæðinu við Ásbrú þar sem gönguhópur týndist við gosstöðvar og hlutu margir brunasár. Fjöldi fólks tók þátt í æfingunni. Liðsmenn Bandaríkjahers, starfsmenn Landspítalans, starfsmenn Landhelgisgæslunnar og margir fleiri. Þeir „slösuðu“ voru hluti af gönguhóp við gossvæðið.Vísir/Einar Leikarar og nokkrir hermenn fóru í smink og voru með ýmis sár sem viðbragðsaðilar höfðu til meðferðar. Fólk lá á víð og dreif um svæðið og fengu aðhlynningu. Sumir voru rænulausir og aðrir með mikla líkamlega áverka. Sett var upp skurðstofa í rýminu.Vísir/Einar „Þetta hefur gengið ljómandi vel. Þetta er mjög mikilvægt. Samstarf, samvinna og samhæfing milli þessara aðila skiptir gríðarlega miklu máli,“ segir Marvin Ingólfsson, aðstoðarframkvæmdastjóri varnarmálasviðs Landhelgisgæslunnar. Marvin Ingólfsson er aðstoðarframkvæmdastjóri varnarmálasviðs Landhelgisgæslunnar.Vísir/Einar Á gjörgæslu Landspítalans er ekki rými fyrir fleiri en tvo sjúklinga með alvarleg brunasár hverju sinni. „Fólk með alvarleg brunasár þarf þá að fara úr landi. Þá erum við með norrænt samstarf þar sem brunasjúklingar fara þá til Svíþjóðar eða Noregs, eftir því hvar er pláss,“ segir Þórdís Edda Hjartardóttir, bráðahjúkrunarfræðingur, sem tók þátt í æfingunni. Þórdís Edda Hjartardóttir, bráðahjúkrunarfræðingur á Landspítalanum.Vísir/Einar Starfsfólk Landspítalans lærði mikið á æfingunni. „Við erum að sjá tækin og tólin sem þau eru með og við erum að fá allskonar hugmyndir hvernig við gætum bætt okkar tæki og tól. Samstarfið hefur gengið mjög vel,“ segir Þórdís. Margir sjúklinganna voru með brunasár.Vísir/Einar Æfingin skilar slatta í bankann til ykkar? „Já, bara líka að sjá hvaða úrræði eru í boði. Þau eru í allt öðrum aðstæðum en við en við getum alveg lært af því hvernig þau gera hlutina.“ Sjúklingarnir voru fjölmargir.Vísir/Einar Öryggis- og varnarmál Reykjanesbær Utanríkismál Bandaríkin Landspítalinn Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Æfa björgun á hafi, flutning slasaðra og pólsk flugskeytakerfi Norður-Víkingur, tvíhliða varnaræfingin Íslands og Bandaríkjanna, er nú í fullum gangi og mun standa yfir í og við Ísland fram yfir helgi. Fleiri bandalagsþjóðir taka einnig þátt í æfingunni en á næstu dögum verður meðal annars æfð björgun á hafi úti og flutningur á slösuðum með þyrlum til Keflavíkur. 28. ágúst 2024 10:55 Hersveitir, herskip og flugvélar á sveimi við Ísland næstu daga Varnaræfingin Norður-Víkingur, tvíhliða varnaræfing Íslands og Bandaríkjanna, hófst í gær og stendur yfir til þriðja september. Æfingin fer fram hér á landi og á hafsvæðinu umhverfis Ísland en auk Íslands og Bandaríkjanna taka þátt í æfingunni bandalagsríkin Danmörk, Frakkland, Holland, Noregur, Pólland og Portúgal. Þá tekur hluti fastaflota Atlantshafsbandalagsins þátt í æfingunni. 27. ágúst 2024 14:17 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Varnaræfingin Norður-Víkingur hefur farið fram hér á landi síðustu vikuna. Þetta er tvíhliða æfing Íslands og Bandaríkjanna sem fer bæði fram á landi og á hafsvæðinu umhverfis Ísland. Hluti fastaflota Atlantshafsbandalagsins tekur þátt í æfingunni ásamt sveitum nokkurra aðildarríkja. Nokkrir hermenn „særðust“ við að bjarga fólkinu.Vísir/Einar Í dag var sett upp sviðsmynd á öryggissvæðinu við Ásbrú þar sem gönguhópur týndist við gosstöðvar og hlutu margir brunasár. Fjöldi fólks tók þátt í æfingunni. Liðsmenn Bandaríkjahers, starfsmenn Landspítalans, starfsmenn Landhelgisgæslunnar og margir fleiri. Þeir „slösuðu“ voru hluti af gönguhóp við gossvæðið.Vísir/Einar Leikarar og nokkrir hermenn fóru í smink og voru með ýmis sár sem viðbragðsaðilar höfðu til meðferðar. Fólk lá á víð og dreif um svæðið og fengu aðhlynningu. Sumir voru rænulausir og aðrir með mikla líkamlega áverka. Sett var upp skurðstofa í rýminu.Vísir/Einar „Þetta hefur gengið ljómandi vel. Þetta er mjög mikilvægt. Samstarf, samvinna og samhæfing milli þessara aðila skiptir gríðarlega miklu máli,“ segir Marvin Ingólfsson, aðstoðarframkvæmdastjóri varnarmálasviðs Landhelgisgæslunnar. Marvin Ingólfsson er aðstoðarframkvæmdastjóri varnarmálasviðs Landhelgisgæslunnar.Vísir/Einar Á gjörgæslu Landspítalans er ekki rými fyrir fleiri en tvo sjúklinga með alvarleg brunasár hverju sinni. „Fólk með alvarleg brunasár þarf þá að fara úr landi. Þá erum við með norrænt samstarf þar sem brunasjúklingar fara þá til Svíþjóðar eða Noregs, eftir því hvar er pláss,“ segir Þórdís Edda Hjartardóttir, bráðahjúkrunarfræðingur, sem tók þátt í æfingunni. Þórdís Edda Hjartardóttir, bráðahjúkrunarfræðingur á Landspítalanum.Vísir/Einar Starfsfólk Landspítalans lærði mikið á æfingunni. „Við erum að sjá tækin og tólin sem þau eru með og við erum að fá allskonar hugmyndir hvernig við gætum bætt okkar tæki og tól. Samstarfið hefur gengið mjög vel,“ segir Þórdís. Margir sjúklinganna voru með brunasár.Vísir/Einar Æfingin skilar slatta í bankann til ykkar? „Já, bara líka að sjá hvaða úrræði eru í boði. Þau eru í allt öðrum aðstæðum en við en við getum alveg lært af því hvernig þau gera hlutina.“ Sjúklingarnir voru fjölmargir.Vísir/Einar
Öryggis- og varnarmál Reykjanesbær Utanríkismál Bandaríkin Landspítalinn Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Æfa björgun á hafi, flutning slasaðra og pólsk flugskeytakerfi Norður-Víkingur, tvíhliða varnaræfingin Íslands og Bandaríkjanna, er nú í fullum gangi og mun standa yfir í og við Ísland fram yfir helgi. Fleiri bandalagsþjóðir taka einnig þátt í æfingunni en á næstu dögum verður meðal annars æfð björgun á hafi úti og flutningur á slösuðum með þyrlum til Keflavíkur. 28. ágúst 2024 10:55 Hersveitir, herskip og flugvélar á sveimi við Ísland næstu daga Varnaræfingin Norður-Víkingur, tvíhliða varnaræfing Íslands og Bandaríkjanna, hófst í gær og stendur yfir til þriðja september. Æfingin fer fram hér á landi og á hafsvæðinu umhverfis Ísland en auk Íslands og Bandaríkjanna taka þátt í æfingunni bandalagsríkin Danmörk, Frakkland, Holland, Noregur, Pólland og Portúgal. Þá tekur hluti fastaflota Atlantshafsbandalagsins þátt í æfingunni. 27. ágúst 2024 14:17 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Æfa björgun á hafi, flutning slasaðra og pólsk flugskeytakerfi Norður-Víkingur, tvíhliða varnaræfingin Íslands og Bandaríkjanna, er nú í fullum gangi og mun standa yfir í og við Ísland fram yfir helgi. Fleiri bandalagsþjóðir taka einnig þátt í æfingunni en á næstu dögum verður meðal annars æfð björgun á hafi úti og flutningur á slösuðum með þyrlum til Keflavíkur. 28. ágúst 2024 10:55
Hersveitir, herskip og flugvélar á sveimi við Ísland næstu daga Varnaræfingin Norður-Víkingur, tvíhliða varnaræfing Íslands og Bandaríkjanna, hófst í gær og stendur yfir til þriðja september. Æfingin fer fram hér á landi og á hafsvæðinu umhverfis Ísland en auk Íslands og Bandaríkjanna taka þátt í æfingunni bandalagsríkin Danmörk, Frakkland, Holland, Noregur, Pólland og Portúgal. Þá tekur hluti fastaflota Atlantshafsbandalagsins þátt í æfingunni. 27. ágúst 2024 14:17
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent