Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Bjarki Sigurðsson skrifar 15. nóvember 2025 19:40 Guðlaugur Þór Þórðarson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra. Vísir/Ívar Fannar Þingmaður segir mikilvægt að tryggja að æðstu ráðamenn landsins fari ekki beint í störf innan Evrópusambandsins gangi Ísland í sambandið. Dæmi séu um að erlendir ráðamenn lendi í klandri fyrir svipaðar tilfærslur. Níu þingmenn Sjálfstæðisflokksins leggja frumvarpið fram vegna yfirlýstrar stefnu ríkisstjórnarinnar um að skoða að taka upp viðræður um aðild Íslands að Evrópusambandinu á ný. Vilja þingmennirnir að æðstu stjórnendur og aðstoðarmenn ráðherra, sem sinna hagsmunagæslu fyrir hönd Íslands í samningaviðræðum við erlend ríki, bandalög þeirra og alþjóðastofnanir, megi ekki þiggja embætti á vegum þessara erlendu aðila í átján mánuði eftir að þeir láta af störfum í Stjórnarráðinu. Freistnivandinn nægur fyrir Guðlaugur Þór Þórðarson, einn flutningsmanna, segir stjórnmála- og embættismenn hafa mikla hagsmuni af því að Ísland gangi í ESB. „Það liggur alveg fyrir að ef svo illa vildi til, sem ég vona að verði nú aldrei, að við myndum ganga inn. Þá yrði að manna hundruð starfa sem skattgreiðendur greiða fyrir. En það er alveg ljóst að þeir sem ganga fyrir í þau störf eru stjórnmálamenn, fyrrverandi stjórnmálamenn og embættismenn. Freistnivandinn er alveg nægur fyrir þó það verði nú ekki þannig að þegar fólk er búið að setjast niður og gæta hagsmuna Íslands að það stökkvi í störfin strax á eftir,“ segir Guðlaugur Þór. Slæm dæmi erlendis frá Sambærilegar reglur þekkist í mörgum nágranna- og vinaþjóðum. Í greinargerð frumvarpsins segir að til séu nýleg dæmi þar sem fyrrverandi ráðamenn vestrænna ríkja hafa sætt gagnrýni vegna persónulegra ákvarðana eftir að hafa látið af embætti. „Þetta eru reglur sem eru annars staðar af ástæðu. Því fólk hefur séð slæm dæmi. Þess vegna er þetta mál fram komið. Auðvitað væri eðlilegt að ríkisstjórn sem vill ganga inn væri að hugsa á þessum nótum en svo er ekki. Þess vegna hefur Diljá Mist og við hin ákveðið að koma fram með þetta frumvarp,“ segir Guðlaugur Þór. Sjálfstæðisflokkurinn Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Stjórnsýsla Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Níu þingmenn Sjálfstæðisflokksins leggja frumvarpið fram vegna yfirlýstrar stefnu ríkisstjórnarinnar um að skoða að taka upp viðræður um aðild Íslands að Evrópusambandinu á ný. Vilja þingmennirnir að æðstu stjórnendur og aðstoðarmenn ráðherra, sem sinna hagsmunagæslu fyrir hönd Íslands í samningaviðræðum við erlend ríki, bandalög þeirra og alþjóðastofnanir, megi ekki þiggja embætti á vegum þessara erlendu aðila í átján mánuði eftir að þeir láta af störfum í Stjórnarráðinu. Freistnivandinn nægur fyrir Guðlaugur Þór Þórðarson, einn flutningsmanna, segir stjórnmála- og embættismenn hafa mikla hagsmuni af því að Ísland gangi í ESB. „Það liggur alveg fyrir að ef svo illa vildi til, sem ég vona að verði nú aldrei, að við myndum ganga inn. Þá yrði að manna hundruð starfa sem skattgreiðendur greiða fyrir. En það er alveg ljóst að þeir sem ganga fyrir í þau störf eru stjórnmálamenn, fyrrverandi stjórnmálamenn og embættismenn. Freistnivandinn er alveg nægur fyrir þó það verði nú ekki þannig að þegar fólk er búið að setjast niður og gæta hagsmuna Íslands að það stökkvi í störfin strax á eftir,“ segir Guðlaugur Þór. Slæm dæmi erlendis frá Sambærilegar reglur þekkist í mörgum nágranna- og vinaþjóðum. Í greinargerð frumvarpsins segir að til séu nýleg dæmi þar sem fyrrverandi ráðamenn vestrænna ríkja hafa sætt gagnrýni vegna persónulegra ákvarðana eftir að hafa látið af embætti. „Þetta eru reglur sem eru annars staðar af ástæðu. Því fólk hefur séð slæm dæmi. Þess vegna er þetta mál fram komið. Auðvitað væri eðlilegt að ríkisstjórn sem vill ganga inn væri að hugsa á þessum nótum en svo er ekki. Þess vegna hefur Diljá Mist og við hin ákveðið að koma fram með þetta frumvarp,“ segir Guðlaugur Þór.
Sjálfstæðisflokkurinn Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Stjórnsýsla Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira