Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 15. nóvember 2025 23:39 Logi Már Einarsson er menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra. Sýn Logi Már Einarsson menningar-, nýsköpunar, og háskólaráðherra, ætlar að láta gera sérstaka úttekt á íslenska bókamarkaðnum og vinna að nýrri bókmenntastefnu. Hann segir að styðja þurfi vel við bókaútgáfu sem lið í að styrkja stöðu íslenskunnar. Logi tilkynnti um þetta við setningu bókaþings í Hörpu, sem fer fram nú um helgina. Hátíðin markar upphaf jólabókaflóðsins í ár, að sögn skipuleggjenda, og hefur dagskráin aldrei verið umfangsmeiri, en höfundar lesa upp úr ríflega hundrað verkum sínum yfir helgina. Dalandi framboð af unglingabókum Logi segir nauðsynlegt að styðja vel við bókaútgáfu á íslensku. „Við erum að verja um 400 milljónum á ári í útgáfu bóka, og eflaust þarf að gera betur, en til þess að vita hvernig við gerum það með markvissustum hætti, þá þurfum við að skoða alla virðiskeðju bókanna, starfskjör höfunda, möguleika þeirra, útgefanda, dreifingaraðila, bókabúða og auðvitað notandans.“ „Við þurfum líka að skoða hvort það eru gloppur, og við vitum að það eru gloppur, það vantar til dæmis, það er dalandi framboð af unglingabókum, sem hlýtur að vera grunnurinn undir það að efla áhuga ungs fólks á lestri.“ Ef hljóðið virkar ekki í myndbandinu má finna annað sem virkar neðst í greininni Ekki megi fljóta sofandi að feigðarósi Logi segir að bregðast þurfi við mælingum sem sýna að fólk lesi mun minna en áður. „Við getum allavegana ekki sofið eða flotið sofandi að feigðarósi. Það sem er alvarlegt í þessu er að ungt fólk les minna heldur en eldra fólk, konur meira en karlar, og það er ýmislegt fróðlegt í þessu.“ „Nei ef við grípum til aðgerða, þá óttast ég ekki um bókina eða íslenska tungu, en við þurfum hins vegar að taka þessu alvarlega, vegna þess að við erum í samkeppni við nýja tækni, sem að í rauninni beinir hugum fólks annað en að bókinni.“ Bjartsýnni en Katrín Haft var eftir Katrínu Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, í breska blaðinu Guardian í dag að íslensk tunga væri í útrýmingarhættu. Orsökina mætti rekja til uppgangs gervigreindar og útbreiddrar notkunar ensku, sem gæti gert útaf við íslenskuna á aðeins nokkrum áratugum. Logi segist miklu bjartsýnni en Katrín hvað þetta varðar. „Ég held að íslenskan eigi góða framtíð, en við þurfum hins vegar að hlúa að henni.“ Viðtalið við Loga hefst þegar um sex mínútur eru liðnar af kvöldfréttatímanum Bókmenntir Bókaútgáfa Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Logi tilkynnti um þetta við setningu bókaþings í Hörpu, sem fer fram nú um helgina. Hátíðin markar upphaf jólabókaflóðsins í ár, að sögn skipuleggjenda, og hefur dagskráin aldrei verið umfangsmeiri, en höfundar lesa upp úr ríflega hundrað verkum sínum yfir helgina. Dalandi framboð af unglingabókum Logi segir nauðsynlegt að styðja vel við bókaútgáfu á íslensku. „Við erum að verja um 400 milljónum á ári í útgáfu bóka, og eflaust þarf að gera betur, en til þess að vita hvernig við gerum það með markvissustum hætti, þá þurfum við að skoða alla virðiskeðju bókanna, starfskjör höfunda, möguleika þeirra, útgefanda, dreifingaraðila, bókabúða og auðvitað notandans.“ „Við þurfum líka að skoða hvort það eru gloppur, og við vitum að það eru gloppur, það vantar til dæmis, það er dalandi framboð af unglingabókum, sem hlýtur að vera grunnurinn undir það að efla áhuga ungs fólks á lestri.“ Ef hljóðið virkar ekki í myndbandinu má finna annað sem virkar neðst í greininni Ekki megi fljóta sofandi að feigðarósi Logi segir að bregðast þurfi við mælingum sem sýna að fólk lesi mun minna en áður. „Við getum allavegana ekki sofið eða flotið sofandi að feigðarósi. Það sem er alvarlegt í þessu er að ungt fólk les minna heldur en eldra fólk, konur meira en karlar, og það er ýmislegt fróðlegt í þessu.“ „Nei ef við grípum til aðgerða, þá óttast ég ekki um bókina eða íslenska tungu, en við þurfum hins vegar að taka þessu alvarlega, vegna þess að við erum í samkeppni við nýja tækni, sem að í rauninni beinir hugum fólks annað en að bókinni.“ Bjartsýnni en Katrín Haft var eftir Katrínu Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, í breska blaðinu Guardian í dag að íslensk tunga væri í útrýmingarhættu. Orsökina mætti rekja til uppgangs gervigreindar og útbreiddrar notkunar ensku, sem gæti gert útaf við íslenskuna á aðeins nokkrum áratugum. Logi segist miklu bjartsýnni en Katrín hvað þetta varðar. „Ég held að íslenskan eigi góða framtíð, en við þurfum hins vegar að hlúa að henni.“ Viðtalið við Loga hefst þegar um sex mínútur eru liðnar af kvöldfréttatímanum
Bókmenntir Bókaútgáfa Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira