Ríkisstjórnin hafi sjálf skilyrt stuðning við Úkraínu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 6. júní 2024 11:50 Þorbjörg Sigríður sakar utanríkisráðherra og ríkisstjórn um hræsni. vísir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina sjálfa hafa fallið á því prófi að styðja Úkraínu. Hún hafi raunar skilyrt stuðning sinn „við það sem henni liði vel með“. Þorbjörg vísar þar til afnám tollfrelsis á úkraínskum landbúnaðarvörum sem hafi strandað á sérhagsmunaaðilum. Í dag birti Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir grein á Vísi þar sem hún gagnrýnir harðlega þá utanríkisstefnu sem Halla Tómasdóttir bryddaði upp á í kappræðum í aðdraganda forsetakosninga. Inntakið er ekki væri sjálfsagt að Ísland kaupi vopn fyrir Úkraínu án samtals. Ísland gæti stutt Úkraínu með öðrum leiðum. Þórdís Kolbrún segir þetta hrokafulla afstöðu „að Úkraínumenn kaupi ekki það sem þá vantar helst heldur það sem okkur sjálfum líður best með“. Stuðningur Íslands við varnir Úkraínu gegn Rússum sé ekki andstaða við frið, heldur séu varnir til þess að verja friðinn. Þorbjörg Sigríður er sammála Þórdísi Kolbrúnu um þessa stefnu Íslands, þó það sé holur hljómur í því að kvarta undan skoðunum forseta í þessum efnum, sem hafi ekkert með málið að gera. Ríkisstjórnin hafi hins vegar sjálf fallið á þessu prófi, það er stuðningi við Úkraínu. „Einhver gæti sagt þá afstöðu hrokafulla“ „Það gerði hún þegar hún gat ekki hugsað sér að verða við beinni beiðni frá Úkraínu um fjárhagslegan stuðning með tollfrelsi á landbúnaðarvörum. Ástæðan var sú að ríkisstjórninni leið ekki vel með gagnrýni frá sérhagsmunaaðilum í matvælaframleiðslu. Hópi sem alltaf á greiðan aðgang að þessari ríkisstjórn,“ segir Þorbjörg Sigríður í pistli á Facebook. Og ennfremur: „Um leið og hagsmunaaðilar í matvælaframleiðslu mótmæltu neitaði ríkisstjórnin að framlengja þennan efnahagslega stuðning – sem Úkraína hafði berum orðum óskað eftir. Þar með var fjárhagslegur stuðningur ríkisstjórnarinnar skilyrtur við það sem ríkisstjórninni leið vel með og ekkert umfram það. Bréf frá Úkraínu þar sem sérstaklega var beðið um þennan stuðning taldi ekkert.“ Heitar umræður sköpuðust á þingi þegar lítill minnihluti stóð í vegi fyrir því að tollfrelsið yrði framlengt. Þorbjörg Sigríður rekur það hvernig Úkraínumenn hafi kallað eftir þessum stuðningi frá EFTA-ríkjum og fellt niður tolla á allar vörur inn á sitt yfirráðasvæði. „Ísland samþykkti þessa aðgerð til að byrja með og fetaði þar í fótspor Evrópusambandsins og Bretlands. En þetta gátu íslensk stjórnvöld bara hugsað sér að gera í eitt ár. Þegar kom að því að framlengja þennan stuðning strandaði málið á afstöðu ríkisstjórnarinnar vegna þess að sérhagsmunaaðilar mótmæltu. Þannig var nú utanríkisstefna ríkisstjórnarinnar í reynd. Einhver gæti sagt þá afstöðu hrokafulla,“ segir Þorbjörg Sigríður að lokum. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skattar og tollar Utanríkismál Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Í dag birti Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir grein á Vísi þar sem hún gagnrýnir harðlega þá utanríkisstefnu sem Halla Tómasdóttir bryddaði upp á í kappræðum í aðdraganda forsetakosninga. Inntakið er ekki væri sjálfsagt að Ísland kaupi vopn fyrir Úkraínu án samtals. Ísland gæti stutt Úkraínu með öðrum leiðum. Þórdís Kolbrún segir þetta hrokafulla afstöðu „að Úkraínumenn kaupi ekki það sem þá vantar helst heldur það sem okkur sjálfum líður best með“. Stuðningur Íslands við varnir Úkraínu gegn Rússum sé ekki andstaða við frið, heldur séu varnir til þess að verja friðinn. Þorbjörg Sigríður er sammála Þórdísi Kolbrúnu um þessa stefnu Íslands, þó það sé holur hljómur í því að kvarta undan skoðunum forseta í þessum efnum, sem hafi ekkert með málið að gera. Ríkisstjórnin hafi hins vegar sjálf fallið á þessu prófi, það er stuðningi við Úkraínu. „Einhver gæti sagt þá afstöðu hrokafulla“ „Það gerði hún þegar hún gat ekki hugsað sér að verða við beinni beiðni frá Úkraínu um fjárhagslegan stuðning með tollfrelsi á landbúnaðarvörum. Ástæðan var sú að ríkisstjórninni leið ekki vel með gagnrýni frá sérhagsmunaaðilum í matvælaframleiðslu. Hópi sem alltaf á greiðan aðgang að þessari ríkisstjórn,“ segir Þorbjörg Sigríður í pistli á Facebook. Og ennfremur: „Um leið og hagsmunaaðilar í matvælaframleiðslu mótmæltu neitaði ríkisstjórnin að framlengja þennan efnahagslega stuðning – sem Úkraína hafði berum orðum óskað eftir. Þar með var fjárhagslegur stuðningur ríkisstjórnarinnar skilyrtur við það sem ríkisstjórninni leið vel með og ekkert umfram það. Bréf frá Úkraínu þar sem sérstaklega var beðið um þennan stuðning taldi ekkert.“ Heitar umræður sköpuðust á þingi þegar lítill minnihluti stóð í vegi fyrir því að tollfrelsið yrði framlengt. Þorbjörg Sigríður rekur það hvernig Úkraínumenn hafi kallað eftir þessum stuðningi frá EFTA-ríkjum og fellt niður tolla á allar vörur inn á sitt yfirráðasvæði. „Ísland samþykkti þessa aðgerð til að byrja með og fetaði þar í fótspor Evrópusambandsins og Bretlands. En þetta gátu íslensk stjórnvöld bara hugsað sér að gera í eitt ár. Þegar kom að því að framlengja þennan stuðning strandaði málið á afstöðu ríkisstjórnarinnar vegna þess að sérhagsmunaaðilar mótmæltu. Þannig var nú utanríkisstefna ríkisstjórnarinnar í reynd. Einhver gæti sagt þá afstöðu hrokafulla,“ segir Þorbjörg Sigríður að lokum.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skattar og tollar Utanríkismál Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira