Kjaramál

Fréttamynd

Allt klárt fyrir undirritun

Skrifað verður undir kjarasamninga um þrjátíu stéttarfélaga og Samtaka atvinnulífsins í húsakynnum ríkissáttasemjara fyrir klukkan 22.

Innlent
Fréttamynd

Vilja ekki fara sér óðslega

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ástæðan fyrir þeim töfum sem hafa orðið á undirritun kjarasamninga sé sú að samningagerðin sé tímafrek vinna. Fólk vilji ekki fara sér óðslega. Það sé sérstaklega mikilvægt að vanda til verka í orðalagi samningsins.

Innlent
Fréttamynd

Engar vöflur þrátt fyrir engar vöfflur

Þetta er bara á allra allra allra allra síðustu metrunum. Við erum langt komin með að klára þetta núna. Ég reikna fastlega með því að hér hefjist undirritun von bráðar, segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.

Innlent
Fréttamynd

Skrifa undir samninginn síðdegis

Til stendur að skrifa undir kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins við nítján félög innan Starfsgreinasambandsins, VR og önnur félög innan Landssambands verslunarmanna í dag.

Innlent
Fréttamynd

„Við munum undirrita kjarasamning á morgun"

Við munum undirrita kjarasamning á morgun. Það er lítið eftir en það er gott að hvíla sig áður en lokaákvörðun er tekin," sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að loknum fundi hjá ríkissáttasemjara skömmu eftir miðnætti í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Ræða verðtryggingu, vexti og skatta

Það ræðst á næstu klukkustundum hvort skrifað verði undir kjarasamninga í dag. Að öðrum kosti gætu viðræður dregist næstu tvo til þrjá daga. Stóru atriðin sem rætt er um í dag eru vextir og verðtrygging annars vegar og skattamál hins vegar.

Innlent
Fréttamynd

Komust að samkomulagi upp úr miðnætti

Upp úr miðnætti í kvöld var gengið frá yfirlýsingu milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og félaga verslunarmanna og félaga Starfsgreinasambandsins hins vegar um meginlínur kjarasamninga sem er ætlað að standa til 1. nóvember 2022.

Innlent
Fréttamynd

Reyna að landa samningum í dag

Fundur verkalýðsfélaganna Eflingar, VR, VLFA, VLFG, Framsýnar og LÍV við Samtök atvinnulífsins hófst klukkan 9:30 í húsakynnum sáttasemjara í morgun.

Innlent