Hvar voru þau? Flosi Eiríksson skrifar 18. febrúar 2020 09:00 Það þarf kjark og dugnað til að bera fram og berjast fyrir skoðunum sem ekki eru valdakerfinu endilega þóknanlegar. Sérstaklega á það við þegar málstaðurinn eða sjónarmiðin njóta ef til vill ekki meirihlutahylli eða skilnings innan vébanda hefðbundinna stjórnmála. Frá því ég var á menntaskólaaldri hef ég tekið þátt í margvíslegu starfi á vinstri væng þjóðmála, það hefur verið með misvirkum hætti og misformlegum. Hluti þeirrar þátttöku hefur verið að mæta (stundum stopult) á alls kyns baráttu-, mótmælenda- og samstöðufundi með breiðri flóru af málefnum. Á þeim fundum hef ég dáðst að því óþreytandi baráttufólki sem virðist alltaf hafa tíma og orku til að mæta, styðja og hvetja, - hvernig sem viðrar og hvort sem það eru mannréttindamál, herinn, ný stjórnarskrá, ráðhúsið í Tjörninni, málefni flóttafólks eða kröfuganga 1. maí. Margt af þessu fólki kannast maður við og það hefur að meginstofni skipað sér í tvo stjórnmálaflokka, Samfylkinguna og Vinstri Græn. Nú bregður svo við að láglaunafólk í Reykjavík er í kjarabaráttu og er með kraftmikinn baráttufund í Iðnó. Þá er svo til engin úr þessu mengi mættur, þá sér hvergi bregða fyrir áberandi félagsmönnum þessara flokka. Nú skal varast að dæma bara út frá einum fundi, en ég hef heldur ekki séð blaðagreinar eða umræðu eða stuðning á samfélagsmiðlum, frá þessum félögum. Núna eru flokkarnir í meirihlutasamstarfi í Reykjavík og annar í ríkistjórn. Þá virðist sem ekki megi ,,rugga bátnum“ þá eru hugtök SA um ,,höfrungahlaup“ og ,,stöðugleika“ þeim næsta töm í munni. Hugsjónir um að standa með grundvallarbaráttu láglaunafólks víkja. Þá talar fjarveran ein. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Flosi Eiríksson Kjaramál Samfylkingin Vinstri græn Mest lesið Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það þarf kjark og dugnað til að bera fram og berjast fyrir skoðunum sem ekki eru valdakerfinu endilega þóknanlegar. Sérstaklega á það við þegar málstaðurinn eða sjónarmiðin njóta ef til vill ekki meirihlutahylli eða skilnings innan vébanda hefðbundinna stjórnmála. Frá því ég var á menntaskólaaldri hef ég tekið þátt í margvíslegu starfi á vinstri væng þjóðmála, það hefur verið með misvirkum hætti og misformlegum. Hluti þeirrar þátttöku hefur verið að mæta (stundum stopult) á alls kyns baráttu-, mótmælenda- og samstöðufundi með breiðri flóru af málefnum. Á þeim fundum hef ég dáðst að því óþreytandi baráttufólki sem virðist alltaf hafa tíma og orku til að mæta, styðja og hvetja, - hvernig sem viðrar og hvort sem það eru mannréttindamál, herinn, ný stjórnarskrá, ráðhúsið í Tjörninni, málefni flóttafólks eða kröfuganga 1. maí. Margt af þessu fólki kannast maður við og það hefur að meginstofni skipað sér í tvo stjórnmálaflokka, Samfylkinguna og Vinstri Græn. Nú bregður svo við að láglaunafólk í Reykjavík er í kjarabaráttu og er með kraftmikinn baráttufund í Iðnó. Þá er svo til engin úr þessu mengi mættur, þá sér hvergi bregða fyrir áberandi félagsmönnum þessara flokka. Nú skal varast að dæma bara út frá einum fundi, en ég hef heldur ekki séð blaðagreinar eða umræðu eða stuðning á samfélagsmiðlum, frá þessum félögum. Núna eru flokkarnir í meirihlutasamstarfi í Reykjavík og annar í ríkistjórn. Þá virðist sem ekki megi ,,rugga bátnum“ þá eru hugtök SA um ,,höfrungahlaup“ og ,,stöðugleika“ þeim næsta töm í munni. Hugsjónir um að standa með grundvallarbaráttu láglaunafólks víkja. Þá talar fjarveran ein. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar