Fundi Eflingar og borgarinnar lokið en aftur fundað á morgun Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. febrúar 2020 11:28 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, ávarpar hér Eflingarfólk í Ráðhúsinu á dögunum. vísir/emb Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar lauk í húsakynnum Ríkisáttasemjara núna um klukkan 11:30, án samkomulags. Fundurinn hófst klukkan 10, en þetta var fyrsti fundur samninganefndanna í 11 daga. Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar, segir í samtali við fréttastofu að fundi loknum að ætlunin sé að hittast aftur á morgun. Nefndirnar séu í „mikilvægum samtölum“ sem stendur og verður staðan á því „hvar þær séu staddar“ tekin aftur á fundi morgundagsins. Hún vildi ekki fara út í það hvort nýtt tilboð hefði verið lagt fram á fundi nefndanna í dag. „Við erum bara að fara yfir einstök mál og sjá fleti á því hvernig má klára kjarasamninginn,“ segir Harpa. „Á meðan við tölum saman þá færumst við alltaf nær.“Var þetta góður fundur? „Það er alltaf góður fundur þegar við erum að hittast og reyna að nálgast það markmið að klára kjarasamning,“ segir Harpa. Útfærðar hugmyndir kynntar Efling sendi að sama skapi frá sér tilkynningu að fundi loknum þar sem fram kemur að þar hafi samninganefnd félagsins lagt fram „útfærðar hugmyndir að lausn deilunnar.“ Innihald þeirra verði þó ekki kynnt að svo stöddu. „Samninganefnd Eflingar hefur fundað stíft síðustu daga ásamt starfsfólki og trúnaðarmönnum til að útfæra og ná sátt um tillögur. Er þetta í þriðja sinn sem samninganefnd Eflingar leggur fram tillögur til lausnar á deilunni,“ segir jafnframt í tilkynningu Eflingar. Á meðan ekki er búið að undirrita umræddan kjarasamning heldur ótímabundið verkfall Eflingarfólks í borginni áfram. Verkfallið nær til allra leikskólabarna hjá borginni og hefur einnig mikil áhrif á velferðarþjónustu borgarinnar, en notendur hennar eru 1.650 manns. Eftir því sem verkfallið lengist mun það hafa áhrif á sorphirðu í Reykjavík og aðra umhirðu borgarlandsins. Um 1.850 manns í Eflingu starfa hjá borginni á um 129 starfsstöðvum. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Koma saman til fundar hjá ríkissáttasemjara Fulltrúar samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara klukkan tíu í dag til að reyna að finna lausn á deilu þeirra. 18. febrúar 2020 07:56 Verkfallssjóður Eflingar getur staðið undir mjög löngu verkfalli Ríkissáttasemjari hefur boðað til sáttafundar í deilunni í fyrramálið. Verkfallssjóður Eflingar getur staðið undir mjög löngu verkfalli. 17. febrúar 2020 21:44 Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar skollið á Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hófst nú á miðnætti. Ekki hefur verið boðað til nýs samningafundar í kjaradeilunni. 17. febrúar 2020 00:01 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar lauk í húsakynnum Ríkisáttasemjara núna um klukkan 11:30, án samkomulags. Fundurinn hófst klukkan 10, en þetta var fyrsti fundur samninganefndanna í 11 daga. Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar, segir í samtali við fréttastofu að fundi loknum að ætlunin sé að hittast aftur á morgun. Nefndirnar séu í „mikilvægum samtölum“ sem stendur og verður staðan á því „hvar þær séu staddar“ tekin aftur á fundi morgundagsins. Hún vildi ekki fara út í það hvort nýtt tilboð hefði verið lagt fram á fundi nefndanna í dag. „Við erum bara að fara yfir einstök mál og sjá fleti á því hvernig má klára kjarasamninginn,“ segir Harpa. „Á meðan við tölum saman þá færumst við alltaf nær.“Var þetta góður fundur? „Það er alltaf góður fundur þegar við erum að hittast og reyna að nálgast það markmið að klára kjarasamning,“ segir Harpa. Útfærðar hugmyndir kynntar Efling sendi að sama skapi frá sér tilkynningu að fundi loknum þar sem fram kemur að þar hafi samninganefnd félagsins lagt fram „útfærðar hugmyndir að lausn deilunnar.“ Innihald þeirra verði þó ekki kynnt að svo stöddu. „Samninganefnd Eflingar hefur fundað stíft síðustu daga ásamt starfsfólki og trúnaðarmönnum til að útfæra og ná sátt um tillögur. Er þetta í þriðja sinn sem samninganefnd Eflingar leggur fram tillögur til lausnar á deilunni,“ segir jafnframt í tilkynningu Eflingar. Á meðan ekki er búið að undirrita umræddan kjarasamning heldur ótímabundið verkfall Eflingarfólks í borginni áfram. Verkfallið nær til allra leikskólabarna hjá borginni og hefur einnig mikil áhrif á velferðarþjónustu borgarinnar, en notendur hennar eru 1.650 manns. Eftir því sem verkfallið lengist mun það hafa áhrif á sorphirðu í Reykjavík og aðra umhirðu borgarlandsins. Um 1.850 manns í Eflingu starfa hjá borginni á um 129 starfsstöðvum.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Koma saman til fundar hjá ríkissáttasemjara Fulltrúar samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara klukkan tíu í dag til að reyna að finna lausn á deilu þeirra. 18. febrúar 2020 07:56 Verkfallssjóður Eflingar getur staðið undir mjög löngu verkfalli Ríkissáttasemjari hefur boðað til sáttafundar í deilunni í fyrramálið. Verkfallssjóður Eflingar getur staðið undir mjög löngu verkfalli. 17. febrúar 2020 21:44 Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar skollið á Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hófst nú á miðnætti. Ekki hefur verið boðað til nýs samningafundar í kjaradeilunni. 17. febrúar 2020 00:01 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Koma saman til fundar hjá ríkissáttasemjara Fulltrúar samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara klukkan tíu í dag til að reyna að finna lausn á deilu þeirra. 18. febrúar 2020 07:56
Verkfallssjóður Eflingar getur staðið undir mjög löngu verkfalli Ríkissáttasemjari hefur boðað til sáttafundar í deilunni í fyrramálið. Verkfallssjóður Eflingar getur staðið undir mjög löngu verkfalli. 17. febrúar 2020 21:44
Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar skollið á Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hófst nú á miðnætti. Ekki hefur verið boðað til nýs samningafundar í kjaradeilunni. 17. febrúar 2020 00:01